Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 22
frí af fleiri áföllum og leiðu slaðri“. „O, ekki held ég nú að ég fari að senda hana burt vegna óverulegs kjaftæðis, eða hvert ætti hún að fara?“ „Prófasturinn sagði, að hún væri velkominn til sín á meðan verið er að Ijúka þessu leiða máli“. „Þangað fer hún líklega seint. Hún hefur trúað mér fyrir því, að hún vilji hvorki heyra né sjá prófastsson- inn, enda átti ég engan þátt í þeirri ráðagerð“. Maddama Þórunn reis á fætur. Hún leit á mann sinn og nú var svip- urinn hörkulegur. „Svo að þú ert þá ekki heill í þessu máli! Ég heimta, að þetta verði eins og okkur prófastinum hefur komið saman um“. „Talaðu um það við hana sjálfa“. „Og svo heimta ég, að þú hættir þessari linkind við þjófinn og setjir hann í járn strax og hann kemur úr göngunum, semjir síðan dóm og látir taka hann af á þingstaðnum núna fyrir jólin. Að öðrum kosti bið ég prófastinn að sjá um að annar sýslu- maður verði fenginn til að dæma mál- ið, og það verður ekki betra fyrir þig. Prófasturinn hefur góð sambönd þar syðra, og ef hann beitir sér í málinu, veitzu eins vel og ég, að þú ert ekki vel staddur. Ég skil ekkert í þér, sem þó ættir að vera framar öðrum mönn- um hér í sveitinni. Þú ert þó að minnsta kosti sýslumaðurinn, og ætt- ir ekki að láta afbrotahyskið vaða yfir hausinn á þér“. Haraldur stóð upp og gekk um gólf í þungum hugsunum. Hann vissi, að kona hans meinti hvert orð af því, sem hún sagði. Og hann var ekki nógu sterkur til þess að standa gegn henni og prófastinum, því að þá væri allt vald í landinu auðvitað með þeim líka. Prófasturinn var í miklu vinfengi við biskupinn og biskupinn var áhrifamaður hjá stiftamtmanni. Þeir gætu eyðilagt hann. En þrátt fyrir það varð hann ennþá ákveðnari í að láta ekki undan. Halla skyldi aldrei verða gift syni prófastsins gegn vilja sínum, og fyrr skyldi hann dauð- ur liggja, en að hann dæmdi Brodda að svo stöddu. En úr því að prófast- urinn var kominn í málið, varð hann að fara gætilega. „Já, ég sé að þú hefur á réttu að standa“, sagði hann, „en þjófarnir voru nú tveir, og það /erður að hafa upp á þeim báðum áður en dómur er felldur. Þess vegna get ég ekkert á- kveðið um dóm enn“. „Það gerir ekkert til“, sagði Þór- unn, en nú var hún blíðari í máli. því að hún fann lát á manni sínum. „Það er nóg að hengja annan þeirra. Hinn mun koma í leitirnar og þá er alltaf hægt að afgreiða hann. Prófasturinn sagði mér nefnilega, að illgjarnar kjaftakindur væru farnar að bendla Atla okkar við ránið, og úr því svo er, hlýturðu að sjá það sjálfur, að það verður að flýta málinu til þess að stöðva slaðrið“. „Já, hm, hm, kona góð, ég hef líka heyrt það, og nú skal ég segja þér það, sem ég ætlaði annars að þegja yfir, að Eyrarskipið sigldi ekki fyrr en daginn eftir að ránið var framið, og Atli og vinur hans frá Hólum tóku sér far með því. Ég hef líka fengið áreiðanlega vissu fyrir því, að þeir voru með peninga, því að faktor- inn var búinn að neita Atla um far, nema að hann borgaði allt upp í topp, og þú veizt að hann var pen- ingalaus, þegar hann var hérna sein- ast, þegar ég neitaði að hjálpa hon- um, illu heilli“, sagði sýslumaður, •— dapur í bragði. „Það ber allt að sama brunni“, sagði Þórunn eftir nokkra þögn, „og sé það svo, að blessaður drengurinn hafi látið illan félagsskap leiða sig út í að fremja lögbrot, þá er það okkar, foreldranna, að hjálpa honum, og það tekst aðeins með því einu að dæma Brodda fyrir ránið“. Haraldur sýslumaður leit furðu lostinn á konu sína. Hann vissi, að hún var stolt og skaphörð, en slíku hafði hann ekki búizt við. Og í fyrsta skipti í sambúð þeirra kenndi hann biturrar andúðar. Hann reyndi að malda í móinn með því að Ieiða henni fyrir sjónir, að þetta, sem hún væri að fara fram á, væri glæpur, en hún varð því há- værari, svo að hann gafst algerlega upp. Lauk samtali þeirra með því, að hann lofaði að setja Brodda í höft og gæta hans betur en áður, en ófáan- legur var hann til þess að kveða upp dóm að sinni. „Það verður að bíða lögþingsins“, sagði hann. Þórunn varð að sætta sig við það, þótt henni líkaði það illa, en þegar mesti móðurinn var runninn af henni, sá hún, að það væri þá ef til vill hyggilegast að láta hann ráða því. ------Þegar Broddi kom heim úr göngunum tók sýslumaður hann strax í yfirheyrslu, en varð auðvitað einskis vísari, því að Broddi stóð við framburð sinn eins og áður. Sýslu- maður skipaði þá svo fyrir, að hann yrði settur í hlekki í afhýsi einu inn af eldhúsinu. Broddi varð meira en hissa, en í fyrsta skipti, síðan málið var hafið gegn honum, varð hann alvarlega óttasleginn. En þegar búið var að leiða Brodda út og til afhýsisins, þar sem Þorbjörn lagði hann í hlekkina um leið og hann hughreysti hann og bað hann vera þolinmóðan, því að vinir hans mundu ekkert spara til að hjálpa honum, lét sýslumaðurinn kalla Steina gamla inn til sín. Steini gamli staðnæmdist í dyrun- um, en sýslumaður skipaði honum að koma inn fyrir og lokaði rammlega hurðinni. „Héma er svolítil tóbakstugga handa þér, gamli minn“, sagði sýslu- maður og rétti gamla manninum dá- lítinn pakka. „Ástarþakkir!“ sagði Steini gamli, hræður yfir gjafmildi húsbóndans. „Heyrðu, Steini gamli, þú heyrir nú svo margt og fylgist vel með öllu hérna á heimilinu og ég veit, að ég get reitt mig á þagmælsku þína. Ég verð nú að loka Brodda inni um tíma, en ég er sjaldan heima og get ekki 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.