Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 33
Þeir hljóta að koma (Framh. af bls. 16) var karlmaður og tvær konur. Önnur þeirra var á að gizka þrítug, en hin var kornung og vel vaxin. Þau höfðu aðeins lítil lendaklæði og trépinna gegnum eyrun. Trúboðarnir hrópuðu einum rómi: „Puinana! puinana!" sem er kveðja Auca-Indíánanna. Indí- áninn svaraði með miklum orðaflaum og benti oft á stúlkuna. „Haun vill selja okkur stúlkuna, eða ef til vill ætlar hann að gefa okkur hana“, sagði Fleming. Jim Eiliot óð yfir grunnt vatnið til að ná í þau. Þau virtust dá- lítið tortryggin og færðu sig inn í skóginn, en þegar Elliot nálgaðist. með framréttar hendur, gekk unga stúlkan fram. Elliot tók í hendur þeirra og leiddi þau yfir vatnið. Trúboðarnir reyndu á allan hátt að sýna indíánunum, að þeir væru vel- komnir og þyrftu ekkert að óttast. Það bar árangur því indíánarnir fóru að tala við trúboðana, án þess að gera sér ljóst, að þeir skildu ekki orð af því. Roger Youderian gaf þeim hnífa og Saint gaf þeim líkan af flugvélinni. Þeir tóku fjölda af myndum af indí- ánunum, þar sem konurnar voru að skoða amerísk myndablöð. en maður- inn sýndi flugvélinni áhuga og gekk þangað og unga stúlkan á eftir hon- um. Trúboðarnir skýrðu hann „Ge- orge“ og stúlkuna „Dalíla“. George útskrýði nú fyrir þeim með handapati, að hann hefði ekkert á móti því að bregða sér á loft. Saint féllst á það og sá, að það mundi hafa talsvert áróðursgildi. George var í sjöunda himni, hallaði sér út og hróp- aði hástöfum til frænda sinna þar niðri, sem störðu á flugvélina og virt- ust mjög undrandi. Að þessu loknu sýndu þeir gestum sínum ýmis furðu- verk menningarinnar og gæddu þeim á límonaði og pylsum með sinnepi. Þeir reyndu nokkrum sinnum að gera George skiljanlegt, að þeir hefðu ekk- ert á móti því að þiggja boð til þorps- ins. En George virtist ekki hrifinn af þeirri hugmynd. Einhver gat þess til, að George mundi ekki vera nægilega hátt settur til að geta boðið þeim heim. Eftir því sem dagurinn leið, fór Dalíla að sýna ýmis merki um óþolin- mæði. Einu sinni, þegar Jim Elliot vék frá hinum og fór upp í tréhúsið eftir einhverju, stökk hún upp og fór á eftir honum. Þegar hann fór út úr húsinu og niður til hinna, varð hún mjög vonsvikin á svipinn. Það virtist sem Indíánarnir vildu vera með þeim lengur og trúboðarnir létu þeim eftir skýli, sem þeir höfðu byggt í sandinum og báðu þau að vera svo lengi, sem þau vildu. Allt virtist nú leika í lyndi. Allt í einu snerist „Dalíla" á hæli og gekk burt. George kallaði á eftir henni, en hún hélt áfram. Hann fylgdi henni þá eftir inn í skóginn og stuttu seinna fór hin konan líka. Saint og Fleming flugu til Arajuno um kvöldið og lýstu atburðum dags- ins fyrir konum sínum, sem biðu þar. Þeim fannst árangur erfiðis þeirra eft- ir vonum: Enginn hvítur maður hafði nokkru sinni áður staðið augliti til auglitis við hina hræðilegu auca-indí- ána á friðsamlegum grundvelli. Laugardagurinn varð dagur von- brigða. Þeir biðu þolinmóðir eftir að þeim yrði boðið til þorpsins, en það kom enginn. Saint flaug þrisvar inn yfir þorpið um daginn. Það vakti undrun hans, að allir flýðu, þegar hann kom fyrst. Hann varpaði niður gjöfum og þeir voru ekki eins óttaslegnir, þegar hann kom í annað sinn. í þriðja sinn sá hann engin merki um ótta og þar sá hann „George“, sem hló og veifaði ásamt öðrum, sem vafalaust hefur viljað setjast í þennan „stóra fugl“. Saint flaug aftur til Arajuno um kvöldið. Hann gat ekki sofið um nótt- nóttina og þegar þeir Fleming lögðu af stað á sunnudagsmorguninn, sagði hann: „Ég hef það á tilfinningunni, að í dag gerist eitthvað“ Fleming var einnig á sömu skoðun, „í dag skeður það“, sagði hann og bað konur þeirra að biðja fyrir þeim. Þegar þeir lentu við hjá tjaldbúð- inni við Curray-vatnið, kom það í ljós, að hinir höfðu einnig átt órólega nótt. Þeim fannst eitthvað „liggja í loft- inu“. Þeir biðu fram að hádegi, án þess að nokkuð gerðist. Saint brá sér á loft til könnunar. í þorpinu sá hann nú aðeins konur og börn — ekki einn ein- asta karlmann. Á heimleiðinni kom hann allt í einu auga á nokkrar mannverur, sem gengu í röð eftir vatnsfarvegi. Hann lækkaði flugið og taldi tíu auca-indí- ána, sem stefndu til Curray-vatnsins. „Ég held, að þeir komi á hverri stundu“, sagði Saint um leið og hann steig út úr flugvélinni og hinir ráku upp fagnaðaróp. Þeir héldu stutta guðsþjónustu, borðuðu hádegisverð í snatri og hófu að undirbúa móttöku- athöfn. Þeir höfðu talað um að senda skeyti kl. 12.35 og þá settist Saint við sendi- tækið og talaði við konur þeirra í Arajuno og sagði þeim tíðindin: „Tíu manna sendinefnd er á leiðinni hing- að. Nú er tíminn kominn. Ég læt ykk- ur heyra í mér kl. 16.35“. En þær heyrðu aldrei í honum meira. Áður en klukkan var 16.35 voru þeir allir fallnir fyrir spjótum og sveðjum Auca-Indíánanna og sandur- inn og gruggugt vatnið var rauðlitað af blóði þeirra. * Ekkert benti til þess, að um bardaga hefði verið að ræða. Sennilega höfðu indíánarnir tíu í fyrstu komið fram með vinsemd, en síðan beitt vopnum sínum að þeim óvörum. Jafnvel sá þeirra, sem vörð hélt í tréhúsinu, virt- ist hafa komið niður að taka á móti gestunum. Flugvélin stóð á bakkanum, sund- urtætt svo sem verða mátti, eins og þeir hafi álitið hana vondan fugl, sem líka þyrfti að drepa. En ennþá leynd- ardómsfyllri er spurningin: Hvers- vegna? Hversvegna snerust þeir svona við, eftir að þeir höfðu sýnt margvís- leg merki um vinsemd og gefið gjafir. Hvað hafði „George“ sagt þeim? Hafði hann sagt þeim frá gestrisni þeirra og reynt að fá þá til að fara að dæmi sínu, en verið vikið til hliðar af öðr- 33

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.