Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 30
Haugfc úr kumlirm við Úlfljótsvatn, sverð, tvö spjót, sex örvarodar, tvœr axir, skjaldarbóla, veiðarfœri o. fl. Einnig nokkrir naglar iír smábát, sem hinn dauði hafði verið heygður i. Þessir hlutir eru frá miðri 10. öld. en að öðru Ieyti er hugsunarlíf og andleg menning utan seilingar forn- leifafræðinnar. Af þessu stafar það, að menningarmynd fornleifafræðinga af fjarlægum forsöguskeiðum hættir til að vera mjög einhæf. Fræðigrein- inni verður þó ekki gefið þetta að sök, meðan hún ætlar sér af í sam- ræmi við þau takmörk, sem efnivið- urinn setur henni. Fornleifafræði víkingaaldar er ekki forsöguleg fornleifafræði í strangasta skilningi. Menningarmynd vora af ís- lendingum 10. aldar þarf ekki að draga af fornleifum einvörðungu. Af sögum og kvæðum og lögbókum þekkjum vér andlega menningu þessa tíma eins vel og verkmenningu hans og list af fornleifum. Þegar öll kurl koma til grafar, er nú tiltækur ekki Iítill forði þekkingar á andlegum og líkamlegum högum þjóðarinnar, þeg- ar hún hóf vegferð sína í landinu. Það er fyrsta skylda fornleifafræð- innar að draga öll gögn, sem hún ræð- ur yfir, að sem heillegastri mynd af menningarbrag þess tímabils, sem hún fæst við hverju sinni. En hún getur ekki látið þar við sitja, heldur hlýtur hún að spyrja, hvers vegna hvað eina sé eins og það er, hverjar forsendur þess á fyrri skeiðum og hver afdrif þess. Hún reynir að rekja þró- unarferil menningarinnar, og kemst þá óhjákvæmilega inn á svið sagn- fræðinnar, enda keppir hún að sama aðalmarki. Hún reynir að lcggja nokkuð til mála um rás viðburða, skapa sögu. En sú saga, sem sögð er eftir heimildum fornminja einum, er ófullkomin og öðruvísi ásýndar en sú, er styðst við ritaðar heimildir. Því verður þó að taka, þegar fengizt er við hin löngu forsögulegu skeið mann- kyns, sem enginn ritaður stafur bregður birtu yfir. Þá verður að reyna að nota fornminjar til að rekja hina stærstu sögulegu drætti ásamt menningarsögulegri þróun. Nú er tímabil það í ævi íslenzku þjóðarinnar, sem fengizt er við í þess- ari bók, ekki forsögulegt skeið. Um það eru ritaðar heimildir, hvenær landið fannst, hvenær þjóðin tók kristni, hvaðan landnámsmenn komu og hverjir voru helztu viðburðir hér á 10. öld. í samanburði við þessar heimildir eru fornleifar tímabilsins engin undirstaða undir sögu þjóðar- innar. En þær fylla þessar heimildir á sinn hátt og eru mikilsverður mæli- kvarði á gildi þeirra, geta eflt eða veikt traustið á áreiðanleik þeirra. Kunnugt er af sögulegum heimild- um, að írskir munkar fóru til Islands ekki síðar en í lok 8. aldar, og slæð- ingur af þeim var hér á landi á seinni hluta 9. aldar. Norrænir menn settust að í landinu um 870, en landnám þeirra hófst þó fyrst að marki um 890, og byggðu þeir síðan landið allt á næstu áratugum. Landsmenn tóku kristni árið 1000. Ef mælikvarði forn- leifafræðinnar er lagður á þessar nið- urstöður, kemur þetta í ljós: Róm- verskir peningar frá um 300 e. Kr., fundnir á Austfjörðum, vekja grun um, að ísland hafi fundizt, líklega frá Englandi, löngu áður en fornir sagna- ritarar vissu. Byggð varð þó engin. 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.