Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 10
leggja út í lífið til þess að geta orðið ætt sinni til sóma! Já, það var í raun- inni hlægilegt um leið og það var sorg- legt. Hún hlaut að vera eitthvað öðru- vísi en annað fólk! Og auðvitað var hún öðruvísi en annað fólk núna. Auðvitað hefði hún átt að fara með samferðafólkinu til að skoða borgina og fara í búðirnar, í stað þess að fara einförum og sökkva sér niður í draumóra. Hversvegna gat hún ekki verið ung eins og annað fólk á hennar reki? Já, hvers vegna gat hún ekki verið ung? Það var einmitt þetta, sem hún hafði alltaf þráð. En maður getur að- eins verið ungur á sinn eigin hátt, það var aðeins hægt, þegar maður var sér þess meðvitandi að hafa hlýtt rödd hjartans. Og þá vissi hún, að hún hafði ekki valið réttu leiðina til þess að vera ung. Hún átti að lifa og starfa á allt öðrum stað, en innan um vör- urnar í þessari fyrirhuguðu tízkubúð, hversu glæsileg staða sem það var í augum annarra. Það var ekki laust við að vinkonur hennar hefðu brosað að henni, þegar hún sagði þeim frá þessari fyrirhuguðu ferð. Hún vissi vel að hverju þær voru að kýma. Því að þótt faðir hennar „GeriO svo vel að gefa mér skilding frú".--------- væri efnaður og þyrfti ekkert að spara, þegar hún var annars vegar, varð það ekki séð á henni. Það var sagt, að hún væri kærulaus og jafnvel fátækleg í klæðaburði, og þess vegna yrði henni sennilega erfitt að gefa öðrum leið- beiningar um tízkuna og snyrti- mennsku yfirleitt. . . . Nema ef hún öðlaðist betri smekk í ferðinni! bættu þær við. „Að minnsta kosti hefui hún heyrt eina af fínu frúnum segja það eitt sinn í boði hjá föður hennar. Hún lét eins og hún hefði ekki heyrt það, en skildi meininguna. Og það særði hana. Hún vissi, að það var ekki allt fallegt, sem slaðrað var um hana með- al hins svonefnda „betra fólks“ Slaðrað — já, það var einmitt rétta orðið! Og ferðir hennar að Hlíð höfðu gefið tilefni til slaðursins Ferðir henn- ar þangað höfðu ekki verið annað en saklausar skemmtiferðir. Hún og Ás- geir, ungi bóndinn í Hlíð, voru skóla- systkin. Auk þess fundu þau skjótt, að þau höfðu sameiginleg áhugamál. Kunningsskapur þeirra varaði, og er Ásgeir keypti sér dálitla jörð með gróðurhúsum, þar sem hann ræktaði blóm og grænmeti, sem hann seldi í bænum, bauð hann lienni eitt sinn að heimsækja sig og líta yfir búskapinn. Bærinn hans var í nágrenni höfuð- staðarins, svo að hægt var að fara þang- að á reiðhjóli. Hún sýndi strax lif- andi áhuga fyrir öllu, sem viðkom bú- skapnum, og tók þátt í störfunum með Ásgeiri. Þetta var dálítið annað en að reika um göturnar og hafa lítið fyrir stafni, annað en að reyna að vera öðruvísi í framkomu en henni var eðlilegt. Hann bauð henni oftar, og loks heimsótti hún hann á hverjum einasta sunnudegi. Hún hlakkaði til sunnudagsins alla vikuna. Hún hugs- aði ekki um annað en Ásgeir, og datt ennþá síður í hug, að nokkur mann- eskja hefði hið minnsta við heimsókn- ir hennar til hans að athuga. Sumir notuðu frístundir sínar á þennan hátt, aðrir öðruvísi og hún eftir sínu eigin höfði. Henni datt ekki í hug, að það kæmi öðrum við, hvernig hún skemmti sér um helgar. En brátt komst hún að því, að þar skjátlaðist henni. Það kom einmitt öðrum við, eða að minnsta kosti taldi fólkið það. Það talaði um það, sem minna var. Ekki leið heldur á löngu áður en ýms- ir af góðvinum föður hennar — og vinkonum — sannfærðust um, að konsúllinn ætti í vændum þá mjög vafasömu ánægju að fá venjulegan bóndadurg fyrir tengdason. Ein af vinkonum hennar hafði sagt henni, hvað talað var um hana og Ás- geir í Hlíð. „Látum það bara slaðra!!1 hafði hún sagt. „Mér er alveg sama!“ En innst inni vissi hún, að henni stóð ekki á sama. Allt þetta slaður særði hana. Hún hafði alltaf verið dóttir Halldórs konsúls, og þó að henni líkaði ekki hugsunarhátturinn í sinni stétt, var hún eigi að síður mótuð af honum. Þannig hafði föður hennar tekizt að beygja hana, og ein- mitt vegna þess gerði hún það, sem sízt skyldi: Hún lét Ásgeir gjalda slaðursins. Hún hætti allt í einu að heimsækja hann og gaf honum enga skýringu á háttalagi sínu. Seinna hafði hún rekizt á hann í bænum. Þegar hann ætlaði að heilsa henni kumpánlega, hafði hún litið í aðra átt og látið sem hún tæki ekki eftir honum. Hún gerði nákvæmlega það, sem sízt skyldi. Hún hafði leyft slaðr- inu að móta framkomu sína og sært góðan vin af ótta við kjaftakerling- arnar. Nú sá hún og skildi, hve vesal- mannleg framkoma hennar hafð’ ver- ið. Og nú sá hún eftir því — þegar það var um seinan. — Hún hugsaði til kvöldsins áður en hún lagði á stað í siglinguna. Meðan hún var að ganga frá ferðatöskunni kom bréf til henn- ar. Hún þekkti strax á skriftinni, að það var frá Ásgeiri. Enginn annar en hann hafði svona fallega og örugga rithönd. Og nú rnundi hún, að hann hafði svo oft verið að skera fangamark (Framh. á bls. 35) 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.