Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 50.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Efni: Bls. Lærdómur ungversku upp- reisnarinnar 3 Nútíma kirkjubyggingar á Islandi, eftir Gísla Sig- urðsson 4 Holyrood Palace — smá- saga, eftir Jón Björnsson 8 Vanræktar bókmenntir, eftir Hermann Pálsson, lektor 11 Þeir hljóta að koma á morgun 13 íbúðarhús — teikning — 15 Skógurinn, auður Helsingja- lands, eftir Sigvalda Hjálmarsson 17 Síðasta förukonan, eftir Magnús Finnbogason 19 Ránið í Blesukoti — fram- haldssaga — 21 Vörugæði — þvottaefni — 25 Skipastóll samvinnu- manna 26—27 Stutt saga um mikið átak 28 Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi, eftir Kristj- án Eldjárn, þjóðminja- vörð 29 Þrír látnir samvinnumenn 38 Badminton, eftir Einar Jónsson 43 Desember 1956 L. árgangur 12. FORSÍÐUMYNDIN að' þessu sinni er af líkani Guðjóns Samúelssonar af hinni væntanlegu Hallgrímskirkju í Reykjavík. Sú bygging mun gnæfa yfir aðrar í höfuðstaðnum í himinleit- andi tign og fegurð. Önnur mynd af kirkjunni og umhverfi hennar er á bls. 4 og hefur Þorvaldur Ágústsson tekið þær báðar og einnig myndina af Neskirkju. Guðmundur Ágústsson hefur tekið myndirnar af tveim kirkj- um í gömlum stíl á bls. 6 og Gestur Einarsson, ljósmyndari, tók myndina innan úr Selfosskirkju. Hverjir hafa tekið aðrar kirkjumyndir, sem eru í greininni um kirkjubyggingar, er blaðinu ókunnugt um. Jóhannes Jör- undsson hefur teiknað myndirnar í smásöguna og Halldór Pétursson hef- ur teiknað myndina, sem fylgir fram- haldssögunni. Myndina með greininni um afdrif trúboðanna í Ecuador hef- ur Gísli Sigurðsson teiknað. Ásgeir Júlíusson hefur teiknað myndirnar af skipastól samvinnumanna á bls. 26 og 27. NORÐRI gefur út allmargar jóla- bækur að þessu sinni og er þar fremst í flokki „Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi“ ef tir Kristj án Eldjárn, þjóð- minjavörð. — í þessu blaði er gripið niður í aftasta kafla bókarinnar, sem ber nafnið „Yf- irlit og loka- orð“. Kristján er kunnari fræði- maður en svo, að hér þurfi að kynna hann sem slíkan. Hann er fæddur að Tjörn í Svarfaðardal, 6/12 — 1916. Kristján stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og tók þaðan stúdentspróf 1936. Hann sneri sér strax að fornleifafræðinni og nam þau fræði við Hafnarháskóla á árun- um 1936—39. Kristján var svo kenn- ari við Menntaskólann á Akureyri um tveggja vetra skeið, en sneri svo að námi aftur við Háskóla íslands og meistarapróf í norrænum fræðum tók hann vorið 1944. Að því búnu varð Kristján starfsmaður við Þjóðminja- safnið og tók við embætti þjóðminja- varðar af Matthíasi Þórðarsyni, seint á árinu 1947. Þjóðminjasafnið var flutt í nýja safnhúsið við Hringbraut, árið 1950 og aðalstarf þjóðminjavarð- ar síðan, hefur verið að skipuleggja safnið þar. GREININ í þessu hefti Samvinn- unnar um hinar vanræktu bókmennt- ir íslendinga.þjóðveldislögin fornu, er eftir Hermann Pálsson, lektor í Edinborg. Hann er hinn merk- asti fræðimaður og í fyrra gaf Norðri út bók eftir hann, sem bar nafnið „Söngvar frá Suðureyjum“. Hermann er fæddur 24. maí, 1921 að Sauða- nesi í Torfa- lækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann stund- aði nám við Menntaskólann á Akur- eyri og varð stúdent þaðan vorið 1943. Hermann nam síðan norrænu við há- skólann hér og lauk magistersprófi þaðan. Hermann lét ekki við svo búið sitja og lagði stund á keltnesk fræði við háskólann í Dublin á írlandi og lauk prófi þaðan. Síðan hefur hann verið sendikennari í norrænum mál- um við háskólann í Edinborg. í UMSÖGN um Friðjón Stefánsson, höfund smásögunnar „Börn“, féll nið- ur í síðasta hefti eftirfarandi: Margar af smásögum hans hafa verið þýddar á erlend tungumál — meðal annarra hefur sænska sam- vinnublaðið „Vi“ birt sögu eftir hann, svo og norrænu bókmenntaritin „Ord och Bild“ og „Vinduet“ og ameríska tímaritið „American Scandinavian Review“. Þá hafa og verið fluttar sög- ur eftir hann í danska, sænska og norska útvarpinu. 50 ÁR eru liðin síðan Tímarit kaupfé- laganna hóf útkomu sína. í tilefni af því kemur út veglegt afmælisblað af Samvinnunni. Þetta afmælisblað verður vænt- anlega þrefalt að stærð og mun það koma fyrir sjónir lesenda í febrúar eða marz. Hermann Pálsson 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.