Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 8
Holyrood Þegar ungfrú Elsa Halldórs gekk niður á bryggjuna eftir sjóferðina, fannst henni sem hún yrði skyndilega ný manneskja. Þessir þrír dagar á sjón- um höfðu verið hræðilegir; henni fannst eins og hún myndi ekki lifa þá af. Hún hafði liðið óþolandi kvalir af völdum sjóveikinnar; það byrjaði með því að hún fór að kasta upp og fékk slæman höfuðverk, já, svo slæmt var það, að liún var farin að hugsa um í alvöru að staulazt upp á þilfar og kasta sér fyrir borð, til Jress að enda þessar þjáningar. En það varð henni til bjarg- ar að henni fannst hún aldrei hafa nóga krafta til að komast upp stigann! Svona er sjóveikin! — Hún gat brosað að því nú, þegar það var umliðið — nú langaði hana ekkert til þess að deyja! — Hún neitaði tilboðum bíl- stjóranna á hafnarbakkanum um að aka henni upp í borgina, hún myndi kynnast borginni betur með því að fara fótgangandi um hana. Hún fór eftir korti og gekk upp eftir Leith Walk; hana langaði fyrst og fremst að sjá hina fornfrægu konungaborg. Hér var svo margt, sem henni fannst hún þekkja, enda þótt hún hefði aldrei komið til borgarinnar áður: Kastal- ann, Holyrood Palace, þar sem María Stúart bjó, Canongate, Princes street og margt annað. Það var eins og róm- antísk angan gamallar sögu mætti henni hérna á rykugri götunni. En hvað það var hressandi að ganga eftir sjóvolkið! Henni fannst þó enn, að jörðin gengi í bylgjum undir fót- um hennar. Það var eins og hún stæði á mörkum tveggja heima, enda var hún á leiðinni inn í framandi ævin týraheim. Hún nam staðar til þess að líta á kortið til að vera viss um, að hún væri á réttri leið. Á kortinu voru allir merkisstaðir borgarinnar auðkenndir, eins og perlur á snúru. Hún vissi ekki, hvers vegna nafnið Holyrood Palace hafði svo rík ítök í huga hennar, en líklega kom það til af því, að hún hafði lesið um hina voldugu drottn- ingu, sem hafði stjórnað Skotlandi frá þessari höll endur fyrir löngu. Síðan hafði hana alltaf langað til þess að sjá þennan sögulega stað. Hún vatð hrif- in af drottningunni ungu og grét yfir hinum sorglegu örlögum hennar. Og nú fékk hún loksins tækifæri til að sjá heimkynni hennar með eigin aug- um, skoða þá sali, þar sem drottning- in hafði lifað hamingjusömustu stund- ir lífs síns. Hún gekk með varfærni yfir götuna. Hérna var umferðin meiri en hún átti að venjast heima. Tvisvar sinnum spurði hún vingjarnlega Bobby-a til vegar, og loksins stóð hún fyrir fram- an höllina. Þessi volduga bygging, sem eins og sýndist vaxa upp úr jörð- inni, hafði sterk áhrif á hana. Það var eins og hún kenndi andardrátt sög- unnar; þessi aldagamla harmsaga varð henni allt í einu svo nálæg. Innan þessara veggja höfðu þeir atburðir gerzt, sem dýpst áhrif höfðu haft á hana af öllu, sem hún hafði lesið, þegar hún var ung. En þó var ekki laust við, að hún yrði fyrir vonbrigð- um. Þessir voldugu steinveggir fylltu hug hennar einhverjum ugg. Allt í einu varð henni ljóst, að hún hafði búizt við þessu öðruvísi. 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.