Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 28
Stutt saga um mikið átak Myndirnar í opnunni á undan, er sýna sjö myndarleg kaupskip sam- vinnumanna, eru einn sterkasti vitn- isburður, sem til er um framtak sam- vinnuhreyfingarinnar á síðasta ára- tug. Einn mikilsverðasti þátturinn í efnahagskerfi þjóðarinnar, kaupskipa- flotinn, er stórum mun öflugri, um tvö hundruð sjómenn og fjölskyldur þeirra hafa gott lífsviðurværi, þjóðin er stórum mun sjálfstæðari um sigl- ingar sínar og tugir hafna um land allt njóta betri siglingaþjónustu en nokkru sinni fyrr. Þetta eru nokkur atriði, sem telja má heillavænlegan árangur af sókn samvinnumanna á þessu sviði. Olíuskipið Hamrafell hefur í þess- um myndarlega flota algera sérstöðu. Getur vart hugsazt betri vitnisburður um framsýni og dugnað forustu- manna SÍS og Olíufélagsins en kaup þessa skips. Nokkrum mánuðum eftir að það komst í íslenzka eigu, skapað- ist það ástand, að erfitt varð að fá olíuskip vegna heimsviðburða og flutningsgjöld stórhækkuðu verð skip- anna. Fyrirhyggjan við kaup þessa skips hefur þegar sparað þjóðinni milljónir króna og erfiðleikarnir á leigu erlendra skipa, jafnvel fyrir margfalt gjald, eru svo miklir, að ís- lendingar geta prísað sig sæla yfir að eiga eitt slíkt skip. Betur að yfirvöld landsins hefðu skilið mál þetta, þegar Sambandsmenn fyrst vildu kaupa og gátu keypt slíkt skip. Þá væri ef til vill annað komið nú og þjóðin sjálfri sér nóg um olíuflutninga á mestu um- rótstímum slíkra siglinga, sem komið hafa. Þessir þankar — og myndirnar í opnunni á undan — eru birt í tilefni af 10 ára afmæli skipadeildar SÍS, sem nú lýtur forstöðu Hjartar Hjartar framkvæmdastjóra. Saga skipakaupanna er í stórum dráttum sú, að strax í styrjaldarlok var undir forustu Vilhjálms Þór haf- izt handa um kaup á skipi og reynd- ist það fáanlegt suður á Ítalíu. Haust- ið 1946 kom Hvassafell til heima- hafnar sinnar á Akureyri, fyrsta skip- ið, sem sigldi undir fána SÍS og var málað hinum gráa, græna og gula lit Sambandsskipanna. Skipið hefur reynzt með afbrigðum vel frá byrjun og hentugt til hvers konar þunga- flutninga, sem verið hafa aðal verk- efni þess. Skömmu síðar var hugsað til ann- ars skips og samið um smíði Jress í Svíþjóð. Var það Arnarfell, álíka stórt og fyrsta skipið (2300 Dwt). Kom það til heimahafnar í Húsavík árið 1949. Ekki var þó staðar numið, heldur samið strax og leyfi fékkst, um smíði á þriðja skipinu, Jökulfelli, sem einnig var smíðað í Svíþjóð. Það er nokkru minna en hin (1060 Dwt) og kæliskip að útbúnaði. Stærð þess var miðuð við að það gæti tekið fisk á þeim smáhöfnum, þar sem kaupfélög- in eiga frystihús, og hefur Jrað reynzt ómetanlegt í þeim sökum. Fjórða skipið var enn smíðað með það fyrir augum að geta Jrjónað smá- höfnum landsins og veitt þeim sigl- ingaþjónustu, sem þær höfðu ekki áð- ur þekkt. Disarfell er álíka stórt og Jökulfell, smíðað í Hollandi, og hef- ur aðallega flutt stykkjavöru og þungavöru milli íslands og megin- landsins. Þá kemur að stóru stökki, er tvö skip bættust við flotann á einu ári, 1954, en þá kom Litlafell að vori, lít- ið olíuskip, sem er sameign SÍS og Olíufélagsins og til þess ætlað að flytja benzín og olíur frá innflutningshöfn- um til hinna ýmsu staða um land allt-. Um haustið kom svo Helgafell til landsins, nýsmíðað í Svíþjóð, systur- skip Arnarfells, nema hvað það er byggt fyrir meira burðarmagn (3280 Dwt) og smábreytingar gerðar. Loks er eftir sjöunda skipið. hið mikla olíuskip, sem kom til landsins í þessum mánuði, og er eitt mesta þrekvirki íslendinga í atvinnumálum. Það mun vafalaust eiga eftir að koma mjög við sögu og verða nánar rætt í síðum samvinnublaða í framtíðinni. Þetta er stutt saga, en segir þó frá mikilli og örri þróun, — Grettistaki sem samvinnumenn hafa lyft, þjóð- inni til aukinna hagsbóta og far- sældar. Þegar rithöfundurinn Mark Twain var upp á sitt bezta, sat hann eitt sinn við bar með nokkrum vina sinna. Þeir ætluðu að njóta drykkjunnar í nokkrar stundir á hinn gamla og góða máta — en með hverju whiskýglasi, sem veitingamaðurinn bar honum, fylgdi vatnsglas, sem skáldið leit ekki við. — Ætlarðu ekki að drekka eitthvað af vatninu? spurði einn af vinum hans. Mark Twain leit á hann með lítils- virðingu og sagði: — Vitanlega ekki. Hvaða maður með viti heldurðu að kveiki upp og slökkvi eldinn um leið? ★ Afþurrkunarklútinn er gott að væta í steinolíu, láta hann þorna og nota síðan. • Ef þið þurfið að flytja þung hús- gögn til í herbergi, þá er gott að smeygja prjónaklút undir fætur skápsins, eða hvað það er, sem flytja á, og draga það síðan. Gólfdúkurinn rispast ekki og það er ótrúlega auð- velt að draga á þennan hátt þyngstu muni. Fljótur að loka hurðinni maður! — Ég hlýt að haja uppgötvað eitthvað. 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.