Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 9
Og nú langaði hana allt í einu ekk- ert til þess að skoða höllina. Hún myndi áreiðanlega verða ennþá líkari rúst eftir að inn var komið, og það yrði aðeins til þess, að sú harmsaga, sem ímyndunarafl hennar hafði klætt holdi og blóði, yrði hversdagsleg. Og allt þetta hversdagslega var orðið eit- ur í huga hennar. Nóg var af slíku heima. Hún settist á bekk í dálitlum garði, þar sem vel sást til hallarinnar. Það var brennandi sólskin. Hún hafði höf- uðverk og leið hálfilla. Hugsanirnar voru á ringulreið, daprar og gleðileg- ar hver innan um aðra. Og hérna sat hún á bekknum og lifði upp í hugan- um gömlu söguna frá Holvrood Palace.... Nú var hún loksins komin út í ver- öldina, hina glæsilegu veröld farm- andi landa, sem hana hafði dreymt svo oft um og þráð að kynnast nánar. En nú fannst henni þessi veröld vera köld, þrátt fyrir sólskinið. Hún varð svo einmana meðal alls þessa framandi fólks. Enginn kærði sig um hana eng- an þekkti hún. Þá var það öðruvísi heima hjá föður hennar, konsúlnum. Heima hafði hún alltaf verið álitin hálfgert barn, enda þótt hún væri orð- in tuttugu og átta ára gömul. Og hún átti ekki hugmyndina að þessari ferð sinni. Faðir hennar áleit, að hún væri orðin nógu gömul til þess að sjá sig ofurlítið um í heiminum. Þegar námstíma j hennar erlendis vceri lokið, cetlaði faðir hennar að setja á stofn verzl- j un fyrir hana — fín- ustu tízkuverzlun bcejarins. — hafði oft látið orð liggja að því, að hún hegðaði sér ekki eins og henni bar og sómdi. Hún yrði að hugsa til móður sinnar. Minningin um móður- ina ætti að vera henni leiðarljós, svo að hún færi ekki út á villigötur. Henni bæri að sjá um að gera ekki stétt sinni vansæmd. Hún var nú einu sinni komin af góðu flóki, guði sé lof! Og hún hafði beygt sig undir vilja föður síns. Hún hafði tekið því vel að fara til Kaupmannahafnar til þess að læra hluti, sem hún hafði ekki hinn minnsta áhuga á. Ekkert lá henni fjær en að verða tízkudama, eða hvað það nú var kallað meðal heldra fólksins. Hún þráði að starfa eitthvað, sem var Palace Það heyrði nú einu sinni til fyrir fólk i hennar stétt. Og hann vildi ekki heyra neinar úrtölur. Hún átti að fara til Kaupmannahafnar til þess að full- numa sig í ýmsum kvenlegum hann- yrðum. Þetta leit allt saman ágætlega út. En nú vissi hún, að þetta var aðeins tvlli- ástæða hjá föður hennar, aðeins sagt til þess að losna við að tala um aðallat- riðið í málinu. Hann hafði verið mjög óánægður með hana í seinni tíð og SMASAGA Eftir Jón Björnsson háleitara, eitthvað, sem hún gæti haft lifandi áhuga á. Hún vildi finna, að hún lifði og hafði eitthvað að lifa fyrir. Faðir hennar hafði aldrei getað skilið hana. Hann reiddist og kallaði þetta heimskupör og neitaði algerlega að hlusta á úrtölur hennar. Hver mað- ur átti að velja sér starf í samræmi við umhverfi sitt og stétt. Það hafði móð- ir hennar líka alltaf sagt. Elsa hafði haft of lítið að starfa. Nú hafði faðir hennar ákveðið að það skyldi breyt- ast, áður en það var orðið of seint. Og þegar námstími hennar erlendis væri liðinn, ætlaði hann að setja á stofn verzlun fyrir hana — fínustu tízku- verzlun bæjarins — sagði hann. Hall- dórsættinni hafði alltaf vegnað vel, og enginn þeirra ættmenna hafði unnið undir öðrum. . . . Þetta var bjargföst skoðun hans, sem allt annað varð að að víkja fyrir. Og hún beygði sig auð- vitað undir hans vilja, enda hafði hann tjáð henni með ótvíræðum orð- um, að hún hefði enga þekkingu á því, hvað henni sjálfri væri fyrir beztu. Já, auðvitað hafði hún beygt sig! Og ef litið var á tilboð hans með kaldri skynsemi, sá hver manneskja, að það væri erfitt að hafna því. Sérstaklega þar sem henni gat ekki dottið neitt annað í hug í staðinn, sem hún hafði meiri áhuga á. Stundum varð hún gripin ótta við, að hún væri eitthvað öðruvísi en annað fólk. Hún gæti aldrei orðið ánægð, allra sízt er hún sá hvernig margir aðrir urðu ham- ingjusamir, af því að þeir fóru sínar eigin leiðir. En auðvitað var húr ekki í efa um, að faðir hennar vildi að hún gæti orðið hamingjusöm. Hann vildi bara ráða. Hann taldi sig vita það bet- ur en hún sjálf. Og auðvitað var hið einasta rétta fyrir hana að fá búð, því að þá yrði hún engum háð. Henni bæri að vera þakklát fyrir, að hún var svo vel stödd, að geta leyft sér meira en flestir aðrir. Hún hafði eytt allt of mörgum árum til einskis. Hefði hún verið dálítið ákveðnari, hefði hún nú þegar verið bæði rík og mikilsvirt. Já, eiginlega hafði hún hegðað sér eins og auli hingað til. Nú skyldi því vera lokið. Hún yrði að muna, að hún væri nú einu sinni dóttir Halldórs konsúls og því fylgdu skyldur. Að minnsta kosti sú skylda, að verða ekki ættinni til skammar.. . . Og nú sat hún hérna fyrir framan höllina og horfði á dökka múra lienn- ar, gleymdi sér yfir rómantískum sög- um frá fyrri öldum, í stað þess að gleðjast yfir því, að nú væri hún að 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.