Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 24
var til þess að rífa hann upp úr þess- um vesaldómi. Og síðasta úrræðið var að finna handa honum góða konu, sem gæti haft hemil á honum og vak- ið ábyrgðartilfinningu hans. Séra Sig- urður greip þessa hugmynd eins og drukknandi maður grípur hálmstrá. Og nú var ákveðið að Halla á Felli skyldi giftast honum. Þessi ráðagerð fór ekkert leynt. Prófasturinn sagði hana hverjum sem heyra vildi. En stúlkan sjálf hafði ekki verið spurð, utan hv.að móðir hennar hafði vikið að því við hana, og fékk þær undirtektir, sem gætu bent til þess að nýir erfiðleikar væru í aðsigi. Prófastsfrúin var mjjg ólík manni sínum Hún var hæglát og góðgjörn og óskaði einskis annars en að mega lifa í friði við alla. Henni þótti vænt um Halldór og skildi hann betur en maður hennar. Hún sá skjótt, að Halldór var ekki gefinn fyrir lærdóm, en margt annað var honum vel gefið. Hann var verklaginn í bezta lagi og undi sér vel við útistörf. Var hún ekki í efa um, að hann mundi geta orðið gildur bóndi. Orsökin að ófarn- aði hans taldi hún þá, að faðir hans vildi þröngva honum til að læra til prests. Hún hafði oft rætt um þetta við hann, en hann hafði tekið því fjarri. Prestur skyldi Halldór verða! — Sigurður prófastur var hálf-gramur vini sínum, biskupinum, að hann skyldi ekki hafa boðist til að láta Halldór komast gegnum skólann, þótt hann væri slakur í fræðunum. En hann hafði ekki vogað að ympra á því sjálfur. Halldór var heima þennan vetur. Hann hafði þverneitað að fara í skól- ann, en hét þó föður sínum því, að hann skyldi fara næsta vetur og reyna þá til úrslita. Hann hafði gluggað tailévert í skólabókunum, svo að séra Sígurður hafði von um að hann gæti oVðið prestur eftir eitt ár, ef hann rjfi sig duglega upp úr vesaldóminum. (,JPrófasturinn varð því allshugar fegiijn, þegar svo talaðist til, að Halla kæmirtil hans til haniiyrðanáms. Ó >Maddaiha Þórunn var tíður 'gestur £ r prestsetrihu. Hún ræddi margt í einrónii’rvið séra Sigurð. Eitt sinn tróðb hú4 shonum fyrir því er maður hennamdíafðii sagt henni, urh grun sinn viðvíkjandi Atla. Prófastunnn varð orðlaus af undrun og skelfingu. Jafnvel þó að þetta kynni að líta illa út, hafði hann ekki nógu sterk orð um, hve hættulegt það gæti orðið, ef þessi grunur kæmizt í hámæli. „Ég veit, að maður yðar setur rétt- lætið hátt, en ég held að það væri betra fyrir okkur yfirmennina, að fá bundinn enda á málið sem fyrst, með því að láta Brodda taka út refsingu sína, því að annars vekjum við upp slaður og illar getsakir og við vitum, hve réttlátt það er í okkar garð“, sagði hann. „Má ég þá treysta því, frændi, að þér styðjið inig í að forða manninum mínum frá að halda lengra áfram á þessari braut?“ spurði hún. „Já, það megið þér reiða yður á, kæra frændkona“, sagði séra Sigurður og hristi hönd hennar. Maddama Þórunn var engan veg- inn grimmlynd, þótt þessar ráða- gerðir gætu bent í þá áttina. En henni fannst hver vera sjálfum sér næstur. Og ef svo væri í raunveruleikanum, að sonur hennar væri sekur um þann verknað, sem Broddi var sakaður um, mundi hún ekki hika við að láta dæma Brodda saklausan. í þessu mætti virðast mótsögn, en svo var þó ekki. Hún hugsaði einungis um sig og sitt fólk. Fyrir heill þess og ham- ingju varð allt annað að víkja. Lítið grunaði Harald sýslumann að orð hans um mögulega sök Atla, mundu verða til þess að andúðaralda skapaðist gegn Brodda, alda, sem valt fram með æ meiri þunga og gerði aðgerðir óhjákvæmilegar. En því var samt þannig varið. — Auðvitað hafði ránið í Blesukoti verið algengasta umtalsefni fólksins upp á síðkastið, en enginn hafði neitt að athuga við framkomu sýslumanns- ins í málinu. Nú breyttist þetta skjótlega. Menn voru farnir að heimta höfuð Brodda á fati, kváðust ekki geta verið rólegir fyrr en hann væri dæmdur, en fáir sögðu það þó beint við sýslumanninn, n«na séra Sigurð- ur. Hann gerði sér ferð á hendur að Felli. Áttu þeir þar langt tal saman, og fólkið sá að þeim háfði sinnast báðum. Og þegar prófastur kvaddi, heyrði fólkið að sýslumaðurinn sagði af þunga: „Það hefur alltaf farið vel á með okkur, séra Sigurður, en gættu þess, að ganga ekki of langt í að skipta þér af embættisverkum mínum, því að þá verður þolinmæði mín brátt á enda. Ég geri hvað ég get til þess að grafast fyrir um málið, en fyrr læt ég reka mig frá embætti, en að ég hrapi að því að kveða upp dauðadóm yfir manni, sem ég veit ekki hvort er sek- ur eða saklaus“ Maddama Þórunn furðaði sig á því, hversu einbeittur maður hennar var orðinn allt f einu. Þegar hún reyndi að stappa -í hann stálinu að ljúka málinu með dómi, sagði hann: „Að dæma Brodda til dauða nú, væri sama og morð í mínum augum, og það geri ég aldrei. Svo vil ég ekki hlusta á þetta þvaður framar. Ekki veit ég hvað ykkur prófastinum gengur til að vilja endilega leiða ógæfuna yfir Brodda fyrr en sýnt þykir, að hann sé sekur. Að minnsta kosti sæmir það illa guðsmanninum“. „Ef svo er, sem þú sagðir eitt sinn, að drengurinn okkar hafi máske gert þetta í örvinglun — villtu þá heldur dæma hann?“ „Sé þetta val á milli réttlætis og eiginhagsmuna, þá vel ég réttlætið“, sagði hann þurrlega. „Og nú vil ég ekki hafa meira slúður um þetta. Það geturðu sagt guðsmanninum frá mér!“ Þórunn sá að manni hennar var al- vara. Henni gramdist við hann. Hún hafði aðeins ætlað að hjálpa Atla. Hún unni syni þeirra mjög. Og nú var hún, þó undarlegt mætti virðast, sannfærð um að hann væri í bráðri hættu staddur. Sú hugsun, að sonur hennar kynni að vera þjófur, lét hana engan frið hafa. Og allt þetta leiddi hana til þess, sem hún hefði talið hina mestu smán undir öðrum kringumstæðum, en það var að stofna til einskonar samsæris á móti eiginmanni sínum. Eða réttata sagt, hún gerði ekkert til þess að hindra það. Eitt sinn um haustið, er hún var gestkomandi í Múla, sagði séra Sig- urður henni, að hann hefði skrifað til lögmannsins og beðið hann að reka á efti'r Haraldi sýslumanni um að gera enda á þjófnaðarmálið. Framh.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.