Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 35
um, sem ekki höfðu komizt yfir hið rótgróna hatur á öllum ókunnugum. Eða höfðu þeir móðgast vegna þess, að trúboðarnir sýndu því ekki áhuga að kaupa stúlkuna, eða að þiggja hana að gjöf og voru þeir nú að hefna fyrir þá mógun? Það er aðeins hægt að geta sér til um slíkt. Ef til vill verður þeim spurningum aldrei svarað. Konur þeirra á trúboðsstöðvunum sátu við tækin og biðu þess, að eitt- hvað heyrðist frá þeim en allt kom fyrir ekki. Tíminn var lengi að líða og þær fóru að verða uggandi. Ef þær kölluðu á hjálp, var leyndarmálið úr sögunni. Þær vissu þó, að einn náinn vinur Saints, Johnny Keenan, vissi um allt frá upphafi og hann átti flugvél. Á mánudaginn flaug Keenan inn yfir frumskóginn og til Curray-vatnsins. Hann tilkynnti með sendistöð sinni, að flugvél Saints virtist eyðilögð og að ekki sæist lífsmark með mönnun- um. Konurnar komu saman í Shell Mera. N ú var enginn vafi lengur, eitt- hvað hræðilegt hafði skeð. Marjorie Saint kallaði á hjálp og tíðindin bár- ust um allan heim. * Leiðangur hermanna, trúboða og Quechua-Indíána fór strax á staðinn í þyrilvængjum og kanobátum niður árnar. Þeir fundu líkin, nema hvað helmingurinn af líki Ed McCully’s, hafði lent í vatninu og fannst ekki. Konur trúboðanna tóku tíðindunum með furðulegri rósemi og sálarstyrk. Samkvæmt óskum þeirra voru þeir lagðir allir í eina gröf við tréð, þar sem þeir höfðu byggt húsið við Curray- vatnið. Daginn eftir greftrunina, létu þær fljúga með sig í síðasta sinn yfir staðinn. Flugvélin flaug í hringi yfir sandbakkanum, þar sem gröfin var og konurnar sungu sálminn, sem þau höfðu sungið, síðasta morguninn, sem þau voru saman. Þann 16. febrúar veitti forseti Ecuador, trúboðunum fimm, æðstu viðurkenningu ríkisins. Örlög þeirra urðu ekki þess valdandi, að starf þeirra og hugsjónir féllu niður. Áður en þrjár vikur voru liðnar, hafði Johnny Keenan tekið upp þráðinn og flaug nú með gjafir til Auca-Indíánanna. Og til trúboðsfélaganna í Bandaríkjun- um streymdu umsóknir frá flugmönn- um, um að fá að halda áfram starfi Nate Saint’s. Sorgarleikurinn í frum- skóginum í Ecuador hafði mikil áhrif. Jafnvel hinir grimmu Jivaro-Indíánar tóku að mæta í kirkjunum og skólun- um og sömdu frið við fyrrverandi óvini sína. Meira en þúsund amerísk- ir stúdentar hófu nám við trúboðs- skóla og ætlun þeirra er að útbreiða boðskap og kenningar kristindómsins meðal frumstæðra þjóðflokka á Nýju- Guineu, Filipseyjum, Indókína, Mið- Afríku og á Amazonsvæðinu. Holyrood Palace (Framh. af bls. 10) þeirra beggja í tré, „til þess að sjá hvernig stafirnir þeirra tækju sig út,“ eins og hann komst að orði. Meira að segja dyrastafurinn á litla húsinu bar fangamarkið hennar. „Dyrastafurinn er gestabókin mín“, sagði hann, „en ekki allir gestir fá nafnið sitt í hana“, bætti hann við brosandi og leit eitt- hvað svo einkennilega á hana eins og spyrjandi. Og að baki orða hans var innileiki, sem greip hana um hjartað. Hún fann það ennþá betur nú en þá. Nú vissi hún, að hann elskaði hana. Hann hafði látið hana skilja það í bréfinu. Með nokkrum vel völdum orðum. Hann var henni ekki reiður, þótt hún hefði látið slaðrið hafa áhrif á sig. „Ég hafði alltaf hugsað mér, að það værum bara við tvö“. hafði hann skrifað í bréfinu. Og síðan komu nokkur orð, þar sem kenndi hálf- gerðrar hæðni, hæðni, sem hafði hitt hana illa, en þó gat hún ekki reiðst því vegna þess hve sönn þau voru: »Ég er ekki einn af þessum fínu mönnum og get því auðvitað ekki keppt við embættismenn og ríka kaup- sýslumenn um neitt, sem viðvíkur þessa heims gæðum, en það litla, sem ég hef að bjóða, er þó byggt á föstum grunni“. — Hvað þetta hafði líkzt Ás- geiri! Hún las bréfið yfir einu sinni enn. Hún geymdi það í töskunni sinni eins og dýrgrip. Gleðin yljaði hug hennar við lestur bréfsins, gleði, sem var blandin sársauka, af því að hún hafði látið aðra leiða sig. . . . Sólin var að ganga undir. Götur stórborgarinnar fylltust skuggum, en turninn á Holyrood Palace glóði í kvöldsólinni. En frá múrum hallar- innar streymdi nákuldi, eða svo fannst henni. Hún sveipaði kápunni þéttar að sér. Það var undarlegt, að finna sjálfa sig hérna — á torgi í ókunnri stórborg! Hún hafði látið leiða sig blindandi. Nú vissi hún, að þessi ferð hennar var byggð á misskilningi — misskilningi, sem gæti orðið örlagaríkur fyrir fram- tíð hennar. Þessi ferð hennar hafði ekki verið annað en flótti, flótti frá hamingju hennar sjálfrar, vesal- mennska. Og nú varð henni allt í einu ljóst, að henni þótti vænt um Ásgeir, að hún myndi ekki verða hamingju- söm án hans. Hún hafði svikið hann, svikið hann vegna kjarkleysis; hún hafði óttazt föður sinn og slaðrið í fólkinu. Hún hafði meira að segja fallizt á þá fjarstæðu, að hún væri of góð handa Ásgeiri, hafði látið glepjast af heimskunni í því fólki, sem þóttist vera öðrum betra vegna ríkidæmis síns. . . . Svo smánarlega hafði hún hagað sér! Hún hafði sýnt honum, sem unni henni, fyrirlitningu — af ótta við ómerkilegt þvaður. Og hún hafði látið föður sinn reka sig út í þessa ferð, sem hún hafði andstyggð á, til þess eins að fá stöðu, sem sagt var að hæfði stétt hennar! Svona heimsk hafði hún verið. . . . Hér á þessum stað varð þetta allt ljóst fyrir henni. Hún leit til hallarinnar. Ef þessir steinveggir gætu talað, myndu þeir geta sagt frá mörgu lærdómsríku. Inn- an þessara veggja hafði lífsgleðin ríkt, en sú gleði var tóm og utan við hið sanna og rétta. En héma höfðu líka sorgin og óhamingjan unnið sína stærstu sigra, hér höfðu gerzt voða- 35

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.