Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 16
í eitt slíkt. Þeir skreyttu saxið einnig og sjá: Bráðlega komu þrír Indíánar í ljós og höfðu ekki augun af saxinu. Það lenti úti í vatninu, en einn Indí- áninn stakk sér þegar eftir því. Ekki leið á löngu, að hópur Indíána var kominn á staðinn til að skoða saxið. Þeir sáu enn fleiri Indíána á þriðja fluginu, viku seinna. Þeir virtust æstir og hlupu fram og aftur milli kof- anna. Saint flaug lægra en nokkru sinni fyrr og Ed tók ljósmyndir af þeim og þeir hlógu og reyndu að vera tilbúnir að grípa. Þeir höfðu einnig sax í þetta sinn og renndu sér niður yfir hópinn og nokkrir flýðu í skelf- ingu, en komu samt aftur, þegar flug- vélin hækkaði flugið. Trúboðarnir héldu áfram að und- irbúa jarðveginn í fjórar vikur. Þeir flugu aftur og aftur, þeir komu fyrir hátalara í flugvélinni og hrópuðu: „Okkur líkar vel við ykkur. Við erum vinir!“ Indíánarnir hrópuðu til baka og sýndu ýmis merki um vinsemd. Þeir gerðu meira að segja líkan af flugvélinni og komu því fyrir uppi á einum kofanum. Þar kom, að Indíán- arnir fóru að endurgjalda gjafirnar og festu þær þá í strenginn. Þeir gáfu útskorna muni, steiktan fisk, stóran svartan fugl og reyktan apahala. Þeir ruddu skóginum frá og byggðu palla og settu þar á menn, sem héldu á loft gjöfum þeim, er endurgjalda skyldi gjafir trúboðanna. Þeim fannst, að nú væri tími til kominn að setjast og reisa tjaldbúð og standa augliti til auglitis við Indíánana. Eftir mánuð mundi regntíminn byrja og allar ár flæða yfir bakka sína. Þeir ákváðu þriðjudaginn 3. janúar 1956 til fararinnar. Þá var að finna lendingarstað, og eftir mikla leit fundu þeir sandbakka við Curray-vatnið, sex kílómetra frá kofunum, sem þeir álitu að mundi hæfur lendingarstaður. Sagt var, að Indíánarnir réðust aldrei á mann með byssu og víst var um það, að þeir báru virðingu fyrir því verkfæri. Það var því áleitin spurning, hvort vopn skyldi bera. Að lokum urðu þeir ásáttir um að hafa riffla meðferðis, en sýna þá ekki, nema ófriðarblikur drægi á loft. Þeir ákváðu að dvelja fimm daga á ströndinni við vatnið, og ef ekki yrði neinn árangur eftir þann tíma, mundu þeir fljúga heimleiðis þar sem regntíminn færi í liönd. Þeir ætluðu að byggja hús uppi í einu trénu og geyma þar vistir til fjórtán daga til ör- yggis. Þá vantaði fimmta mann í förina. Einn átti að vera á verði uppi í tré- húsinu, tveir á verði við ströndina, einn matsveinn og Saint varð að vera reiðubúinn til að fljúga hvenær sem var. Einhver stakk upp á Roger You- derian, sem var trúboði og liafði verið fallhlífarhermaður í stríðinu og jafn- vel heiðursvörður hjá Eisenhower. Hann var óvenju mikill kjarkmaður og var trúboði meðal hinna herskáu og grimmu Jivaro-Indíána. Þeim kom saman um, að hann væri hinn rétti maður og það þurfti ekki lengi að hvetja Youderian til fararinnar. Trúboðarnir og konur þeirra komu saman í Arajuno, mánudaginn 2. jan- úar og undirbjuggu ferðina, pökkuðu niður mat og munum til að hafa allt tilbúið snemma morguninn eftir. Það var orðið áliðið, þegar þau lögðust til hvílu, þar í rjóðrinu, lengst inni í frumskóginum. Ef til vill hafa þau haft hugboð um, hvernig fara mundi. Að minnsta kosti var þeim ljós hætt- an. En Saint sagði: „Ég hef ekki eitt augnablik efast um, að við eigum að fara þessa ferð. Hér höfum við mögu- leika til að leggja fram stóran skerf“. Morguninn eftir komu þau öll saman til stuttrar guðsþjónustu. Það gat aðeins verið einn farþegi með flugmanninum og Ed McCully fór fyrstur og byrjaði að reisa tjald- búðina. Saint flaug þann dag fimm sinnum til Arajuno eftir mönnum og farangri. Morguninn eftir flaug Saint inn yfir Indíánaþorpið og kallaði í hátalar- ann, að allir væru velkomnir í tjald- búðir þeirra við vatnið. Indíánarnir veifuðu og virtust skilja, hvað um var að ræða. Klukkustund seinna flaug Saint aftur inn yfir þorpið til að end- urtaka boðið, en þá var ekki nokkurn mann að sjá. Voru þeir nú þegar á leiðinni gegn- um frumskóginn? Trúboðarnir höfðu nú lokið við að byggja húsið uppi í trénu og tjaldbúð- in var fullgerð. Þeir gerðu líkan af flugvél og settu það á stöng, þeir lögðu sax yzt í rjóðrið sem gjöf og vináttu- vott við indíánana. Þeir gengu eftir vatnsbakkanum, kölluðu yfir vatnið og ítrekuðu heimboðið. En indíánarnir komu ekki. Úr frumskóginum heyrðust aðeins skræk- ir páfagaukanna og annara ókenni- legra fugla. „Þeir hljóta að koma á morgun“, sagði Fleming. „Fyrst enginn maður var í þorpinu í morgun, hljóta þeir að vera á leiðinni til okkar“. Á fimmtudaginn var allt við það sama. Saint flaug inn yfir þorpið og allt var autt og tómt. Enginn svaraði köllum þeirra. En saxið var horfið og þeir voru sannfærðir um, að í þéttum skóg- inum voru augu, sem alltaf höfðu gát á þeim. Dagurinn var lengi að líða, þeir voru í stöðugri spennu, lásu, skrifuðu dagbækur og fiskuðu í vatn- inu. Saint og Fleming flugu til Ara- juno til að sofa um kvöldið, þar sem nokkuð var þröngt í húsinu uppi í trénu. Þeim til uppörfunar sáu þeir nú einn Indíána hjá þorpinu, hann skreið upp á pallinn og benti í áttina til vatnsins. Föstudaginn 6. janúar gerðist það, sem þeir höfðu lengi beðið eftir. Þeir voru sannfærðir um, að Indíánarnir væru á næstu grösum og þá um morg- uninn gengu þeir með vatninu og hrópuðu kveðjur sínar í allar áttir. Allt í einu kvað við hvell karlmanns- rödd frá hinum bakka vatnsins og komu þrír Auca-Indíánar í Ijós. Það (Framh. á bls. 33") 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.