Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 29
Gripið niður í einni af jólabókum Norðra: Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi Eftir Kristján Eldjám, þjóðminjavörð Öllum fornleifum fylgir sá kostur, að þær eru áþreifanlegar og ótvíræðar að vissu marki. Rituð heimild getur verið tilbúin eða ýkt, en sverð er sverð og spjót er spjót, hvorki meira né minna. Um sverð og spjót forn- aldar er ekki til betri heimild en grip- irnir sjálfir, sem varðveitzt hafa til þessa dags og fundizt við öruggar að- stæður. íslenzkar fomleifar úr heiðnum sið, sem grein hefur verið gerð fyrir hér að framan, bregða skærara Ijósi yfir tiltekin atriði í menningu fommanna en hin bezta rituð heimild gæti gert. Þær sýna vopnaburð fornmanna, al- væpni þeirra, sverð, spjót, axir, örvar og skildi, hvemig allt þetta leit út og var smíðað. A sama hátt sýna þær skartgripi karla og kvenna, skraut- nælur margs konar, prjóna, bauga, festar og fleira, sem fólk bar á sér til skrauts og þarfa. Þær sýna list hins daglega umhverfis, í skartgripum og að nokkru leyti í hýbýlum, smekk og fegurðarskyn. Þær sýna verðmálm- inn, silfrið, hversu það var saman sett og með farið, vegið með smámetum á skálavogum. Þær sýna að nokkru dægrastyttingu manna, taflíþróttina. Þær sýna daglegan verkfærakost, þann sem ekki var smíðaður úr viðnáms- litlu efni, jarðvinnslutæki, uppskeru- áhöld, smíðatól, tóvinnutæki, jafnvel báta að nokkm leyti. Þærsýnasam- göngutækið, hestinn altygjaðan, ó- járnaðan á sumar, en bryddan á vet- ur, sömuleiðis járnaðan fót mannsins á ís eða hjarni. Loks veita þær glögga vitneskju um hina hinztu för, hversu búið var um lík dauðra og gengið frá kumlum þeirra. Öll þessi atriði hafa verið rædd eftir föngum hér að framan. Þegar þau koma saman, verður af býsna fjöl- breytileg og skýr menningarmynd úr lífi hinna fyrstu kynslóða á Islandi. Það er því ómaksins vert að leggja rækt við fornleifarnar eirts og hvern annan efnivið í íslenzka menningar- sögu. En skylt er að hafa jafnan í huga, hve þröngum takmörkum þær eru háðar sem heimildir. Þótt sæmi- lega fjölbreytt sé, verður mynd forn- leifanna af daglegu menningarum- hverfi gloppótt sökum þess, að margir þættir þess voru gerðir af þeim efn- um, sem tímans tönn vinnur á. Mörg verkfæri og annað, sem gert var af trjáviði einum, svo og klæðnaður manna, hefur að heita má horfið um- merkjalaust, og verður það skarð seint fyllt. Og manninn sjálfan að öðru en ytra menníngargervj megna fornleifarnar ekki að sýna nema í mjög daufri birtu. Þáð er rétt, að með fornminjunum fylgja oft líkamlegar leifar fyrri manna, meira og minna heillegar beinagrindur. . Þetta eru merkilegar heimildir um útlit og sköpulag fornmar.na, og munú þær Mannslikan úr bronzi fannst á Eyrarlandi i Eyjafirði. Liklegt þykir, að myndin cigi að tákna Þór eða eitthvert annað goð, og hafa menn i fornöld borið slik smálikön á sér til heilla. reynast drjúg uppspretta þekkingar um ætternislegan uppruna landnáms- manna. En bæði fornleifar og mannfræði- legar leifar hafa lítið til mála að leggja um andlega menningu þeirra manna, sem þetta hafa eftir sig látið. Raunar er enginn smíðisgripur svo með öllu vesæll, að ekki ,sé einhver mannleg hugsun forsenda hans. En sú hugsun, sem dylst að baki hversdagslegs nauð- synjagrips, er hluti af verkmenningu smiðsins, en ekki andlegri menningu. Fornminjarnar birta Iistasmekk og veita nokkra sýn til trúarsiða, eink- um í sambandi við útför og legstað, 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.