Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 38
Pálmi Hannesson Anders Örne Jón Sigurjónsson PÁLMIHANNESSON, rektor Mennta- skólans í Reykjavík, var til moldar borinn í mánuðinum sem leið. Pálmi var gáfaður og vel menntaður fræðimaður og var mikill mann- skaði, að hann skyldi falla frá innan við sext- ugt. Hann tók virkan þátt í stjórnmálum og sat á þingi fyrir Skagfirðinga um fimm ára skeið. Hann var baráttumaður fyrir fram- gangi samvinnustefnunnar og for- maður Kaupfélags Reykjavíkur var hann frá 1934—37. Pálmi var fæddur að Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi, 3. janúar, 1898. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskól- anum á Akureyri og við Menntaskól- ann í Reykjavík og tók stúdentspróf þaðan 1918. Pálmi lagði stund á náttúrufræði við háskólann í Kaup- mannahöfn og lauk meistaraprófi í þeim fræðum vorið 1926. Hann varð síðan kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri um þriggja vetra skeið og rektor Menntaskólans í Reykjavík frá 1929. Pálmi var, án efa, einn gagn- merkasti skólamaður íslendinga, fyrr og síðar. EINN FREMSTI samvinnufrömuð- ur Svía, Anders Örne, beið bana í bifreiðaslysi fyrir skömmu síðan. — Hann var rúm- lega 75 ára gam- all. Anders Örne aðhylltist snemma sam- vinnuhugsjón- ina og gekk í þjónustu Koop- erativa Förbund- et (Samband sænsku kaupfé- laganna). Hann var um tíma í st j órn K.F. og ritst j. blaðanna Kooper a- tören og Konsumentbladet. Örne kom víða við. Hann tók virkan þátt í al- þjóða-samvinnumálum og lét mikið til sín taka á þingum K.F. Hann átti um tíma sæti á sænska þinginu og var ráðherra í annari ríkisstjórn Brantings. Hann starfaði einnig fyrir efnahagssamvinnu Norðurlandanna. Árið 1926 var Örne skipaður yfir- póstmeistari Svíþjóðar. Kunnastur er þó Anders Örne fyrir skrif sín um samvinnumál. Hann er fremsti samvinnurithöfundur Svía og bækur hans og kenningar hafa haft mikil áhrif utan Svíþjóðar sem innan. ÞANN 19. nóvember s.l., andaðist Jón Kr. Sigurjónsson, prentari í Eddu- prentsmiðju, rúmlega 71 árs að aldri. Hann var einn af hinum hóg- væru eljumönn- um, sem vinna störfin af trú- mennsku, sáttir við guð og menn. Þegar Tímarit kaupfélaganna hóf göngu sína fyrir réttum fimmtíu árum, hafði Jón þegar staðið í sex ár við iðn sína og nálega hálfri öld bætti hann við starfsdag- daginn eftir það. Samvinnan getur með þakklæti minnst starfa Jóns í þágu ritsins, fyrst í Acta-prentsmiðju og seinna í Eddu. Hann annaðist lengi niðurröð- un á efni og myndum í blaðið og lagði sig fram um að hafa það sem smekk- legast. Jón fæddist 10. apríl, 1885 að Njarð- vík í Borgarfirði eystra. Hann hóf prentnám í prentsmiðju Austra á Seyðisfirði, 1901 og var þar til 1910. Þá flutti hann til Reykj avíkur og vann um 10 ára skeið hjá ísafoldarprent- smiðju. Jón var einn af stofnendum prentsmiðjunnar Acta og vann þar þangað til prentsmiðjan var seld, en eftir það hjá Edduprentsmiðju til síð- ustu áramóta. Esso Smurstöð vor í Hafnarstræti 23 er elzta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og selur a ð e i n s hinar heimskunnu ESSO-smurolíur. Þaulvanir menn veita yður beztu þjónustu, sem völ er á. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag Símar 81600 og 1968 Tryggiö framtíö barnanna LÍ FTRYGGIÐ (jlALy jói! 38

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.