Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 52
V »2» I FRAMTAK — FRAMFARIR | IFyrsta hlutverk samvinnufélaganna á íslandi var að koma verzlun landsins á íslenzkar hendur og skera niður okurverðlag selstöðukaupmanna. Síðan hafa verkefni hreyfingarinnar rekið hvert annað, enda vilja samvinnu- menn láta til sín taka við hvaða viðfangsefni þjóðarinnar, sem þeir telja, að samvinnufélögin geti hjálpað til að leysa betur en aðrir, landsfólkinu til heilla. Þetta hefur leitt til þess, að fólk um hina dreyfðu byggð landsins leitar í vaxandi mæli til samvinnufélaganna um lausn á hvers konar vandamálum í atvinnu-, viðskipta- og menningarmálum. Þáttur samvinnu- félaganna í uppbyggingu atvinnulífsins, sem er undirstaða velmegunar þjóðarinnar, hefur orðið æ mikilvægari með hverju ári. Þau hafa sýnt þor og dug og lyft Grettistökum í framleiðslu, samgöngum og verzlun. Síðasta dæmi um þetta er hið mikla olíuskip, Hamrafell, sem myndin að ofan sýnir. Ef þjóðin heldur áfram að fylkja sér um samvinnuhreyfinguna, mun hún styrkjast til meiri og stærri átaka, er munu skapa framleiðslu, atvinnu og velmegun. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA 52

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.