Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 12
af sér allar þær geysimiklu breytingar, sem átt hafa sér stað í íslenzku þjóð- félagi. V. í lögunum kynnumst við margvís- legum hliðum á menningu forfeðra vorra, störfum þeirra, trúarvenjum, siðum og viðhorfum. Við skulum rifja upp fyrir okkur snöggvast fyrirmæli Grágásar um jólahald: Jólahelgi eigum vér að halda á landi hér, það eru dagar þrettán. Þar skal halda jóladag hinn fyrsta og hinn átt- unda og hinn þrettánda sem páskadag hinn fyrsta. Og annan dag jóla og hinn þriðja og liinn fjórða — þá skal halda sem drottinsdag að öllu annars nema þvi, að þá er rétt að moka undan fé sinu, en þriðja dag jóla og hinn fjórða, hvorn sem vill. Meðaldaga alla um jól — þá er rétt að moka undan fé og reiða á völl, þann hluta vallar, er nœr er fjósi, ef hann hefur eyki til, og velta þar af. Ef maður dregur myki út og hefur eigi eyk til, og skal þá fœra í haug. Það eigu menn að vinna meðalsdaga um jól að slátra og láta af fé það er Þessi upphafsstafur er einnig tir Jónsbók og merkir Þ. Hann er úr lagakafla um mál og vog. um jól þarf að hafa, og heita mungát og reiða andvirki, hey það er skylt er, ef honum þykkir það haglegra að gefa en hitt, er áður er heima, enda hafi þeir eigi eyki til fyrir jól. Eigi á hann meira forverk að reiða heys en vel vinni um jól. VI. Það orð hefur oft farið af forfeðrum vorum, að þeir væri orðsjúkir, enda eru ákvæði þjóðveldislaganna um skáldskap svo nákvæm, að ekki verður um villzt: Hvorki á maður að yrkja um mann löst né lof. Skal-at maður reiðast við fjórðungi vísu, nema lastmæli sé i. Ef maður yrkir tvö orð en annar mað- ur önnur tvö, ef þeir ráða báðir um, og varðar skóggang, ef löstur er i eða háðung. Ef maður yrkir þá visu um mann, er eigi er háðung i, og varðar þriggja marka sekt, ef hann yrkir fleira um mann, og varðar fjörbaugs- garð þótt eigi sé háðung i. Skóggang varðar, ef maður yrkir um mann hálfa visu, þá er löstur er í eða liáðung eða lof það, er hann yrkir til háðungar. Ef hann kveður það eða kennir öðrum manni, og er það önnur sölt og varðar skóggang. Svo varðar og hverjum, er nemur. Þótt fjórir menn yrki helming, og varðar skóggang hverjum þeirra, og skal sækja sem um annan skáldskap. Sú reiðing varðar og skóggang, er til háðungar mezt. Skóggang varðar þótt maður yrki um dauðan mann kristinn eða kveði það, er um dauðan mann er ort til lýta eða til liáðungar. Fer svo sök sú sem vigsök. Ef maður heyrir i skáld- skaj) orð það, er maður á vigt um að hann sé ragur eða stroðinn, hefnir hann vigi eða áverkum, og skal hann um illmœli sækja. Ef maður kveður nið um mann að lögbergi, og varðar slióggang, enda fellur sá óheilagur fyrir honum til þess alþingis, er næst er, og skal hann kveðja vettvangsbúa um það, hvort hann hefði kveðið það nið eða eigi honum til háðungar. Ef maður yrkir lráðung um konung Dana eða Svía eða Norðmanna, og varðar skóggang, og eigu húskarlar þeirra sakarnar. Ef þeir vilja eigi, og á sá sök er vill. Ef maður yrkir mansöng um konu, og varðar skóggang. Kona á sök, ef hún er tvítug eða eldri. Ef hún vill eigi sækja láta, og á lögráðandi hennar sökina. Ef maður kveður skáldskap til háð- ungar manni, þótt um annati sé ort, eða snýr maður á hönd lionum nokkru orði i, og varðar það skóggang. Skal sækja sem annan skáldskap. Ef maður yrkir viðáttu-skáldskap, og á maður kost á að dragast undir sá er vill og stefna um, þó að kviður beri um, að hann hafi eigi ort um þann, er sækir um, en það beri að hann hafi ort, og sekzt hann þó um viðáttu-skáldskap. Það er viðáttu- skáldskapur, ef maður yrkir um engan mann einkum og fer það þó um hér- að innan, og varðar skóggang. VII. Þriðja sýnishornið, sem hér verður valið, er um hundsbit: Hundar eigu eigi helgi á sér. Ef maður á hund ólman, þá skal hann bundinn vera, svo að hann taki eigi til manna, þar er þeir fara leiðar sinnar. Ef hundur er bu?idinn fyrir búri manns eða búð eða stíu til varðar, þá ábyrgist sá sig, er í band honum gengur, og svo þótt fé gangi i band honum, og ábyrgist eigi sá, er hund á. Eigi skal hundur lengra bundinn vera en tveggja álna sé á meðal staurs og helsis. Ef hundur er bundinn i seti, þá skal hann eigi taka fram á stokk að bita menn, er ganga á gólfi. Nú er hann bundinn i gang, þá skal hann eigi taka til manns, er maður gengur til gangs eða sezt á tré eða tekur sér borðfæri. Ef maður bindur hund óvarlegar en nú er mœlt, eða er laus, og bítur mann svo að blóð kemur út, og varðar honu?n þriggja marka sekt. Ef hundur bitur i brjósk eða bein eða i sinar eða svo að örkuml verða að eða ilit, eða svo að lækningar þarf við, þá varðar fjörbaugsgarð þeim er hundinn á. Skóggang varðar, ef hin meiri sár met- ast. En í lögunum er líka gert ráð fyrir a 1 i b j ö r n u m , eins og sést af næstu grein: Ef maður á alibjörn hvitan, þá skal han?i svo fara með honum sem með hu?id og svo skaða gjalda, ef hann gerir. (Framh. á bls. 41) 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.