Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 23
Sýslumannsmaddaman reeddi við prófastinn um grun peirra varSandi Atla, og hann varð orðlaus af undun og skelfingu. fylgst með öllu, svo að ég ætla að biðja þig að lauma bita að lionum, ef svo fer að maturinn verður af skornum skammti, sem ég býst við. Hún Þórunn mín heldur að hann gangist við afbrotinu ef hann er haid- inn hart, en það versta er, að aðrir og voldugri menn eru með henni í því. Ætlarðu að gera þetta, Steini minn?“ „Já, já, þó það væri nú, og bless- aður húsbóndinn getur reitt sig á þagmælsku mína, og ekki skal Broddi verða sveltur, því að ég veit vel hvar búrið er, hí, hí, hí, og svo er mér nú létt um svefn“. Haraldur sýslumaður brosti. Hann treysti Steina gamla fullkomlega og varð nú rólegri. Hann þurfti umfram allt góðan tíma. Þó að hann hefði látið undan konu sinni og prófastin- um í þessu, var ekki víst, nema hann yrði sigurvegari að lokum.... -----Tveim dögum eftir þetta fór Halla til prófastsins, til þess, eins og móðir hennar sagði, að fullnuma sig í saumaskap hjá prófastsmaddöm- unni, en hún var ennþá betur að sér í þeim efnum en sýslumannsfrúin, vinkona hennar. VIII. Prófasturinn. Sigurður prófastur í Múla var hniginn á efri ár. Hann hafði þjónað prestakallinu lengi og vissi, að hann var bráðum ekki fær um það fyrir sakir elli og lasleika. Hafði hann af því stórar áhyggiur, því að ef hann segði brauðinu lausu, mátti hann bú- ast við að verða að fara frá Múla, en það gat hann sízt af öllu hugsað sér, enda hafði hann dvalið þar alla sína prestskapartíð. Sigurður prófastur hafði jafnan lát- ið mikið að sér kveða innan sveitar- innar, og utan raunar líka, því að hann var mjög handgenginn biskup- inum, sem hafði hann með sér í ráð- um um marga hluti. Heldur þótti séra Sigurður ágjarn maður, enda hafði honum illa haldizt á kapellánum fyrir nízku sakir. Var sagt, að hann tímdi hvorki að gefa þeim kaup né mat. Prófastur gerði sér mikið far um að vingast við betri menn sveitarinnar, einkum þó við sýslumanninn. Nú var því þannig farið, að maddama Þór- unn á Felli og prófasturinn voru þrc- menningar að frændsemi og haíði jafnan farið vel á með þeim, utan hvað Þórunni líkaði miður, hve naurn- ur á fjárútlát frændi hennar var. Þótti henni að því skömm mikil, því að hún var höfðingskona. Séra Sig- urður hafði lengi róið að því öllum árum að tengdir tækjust með þeim, en Þórunn hafði tekið því fálega — þangað til orðrómurinn um samdrátt Höllu og Brodda barst henni. Þá fór hún að fitja upp á málinu að nýju við séra Sigurð, er varð allshugar feginn. Var nú svo komið, að þau voru þegar búin að ákveða með sér, að brúðkaupið skyldi fara fram að vori. Ekki var Haraldur sýslumaður hafður með í þ essum ráðum. Prófastshjónin í Múla áttu aðeins eitt barn, son er Halldór hét. Hann var kominn yfir þrítugt. Hann var hár vexti en fremur slánalegur. Hafði hann verið sendur í Hólaskóla, en ekki hafði honum tekizt að lúka nám- inu enn. Prófastshjónin kenndu um drykkjuskap, þegar þau ræddu um það við aðra menn, en orsökin var þó ekki sú ein. Sannleikurinn var raun- verulega sá, að réttmætara hefði ver- ið kenna gáfnaskorti um gengileysi hans — skólabræður hans sögðu að hann væri ósköp þunnur, og faðir hans varð líka að iáta það fyrir sjálf- um sér. En þetta voru honum því sárari vonbrigði, sem ákveðið var að Halldór skyldi taka við embættinu af föður sínum; biskupinn hafði lofað séra Sigurði því að því tilskyldu að hann næði prófinu, en biskup var strangur í allri lærdóms-sundurhlut- an, eins þótt vinir hans ættu í hlut. Halldór hafði valdið foreldrum sín- um vonbrigðum í fleiru en þessu. Hann var ekki við eina fjölina feíld- ur í kvennamálum, og að minnsta kosti tvisvar hafði faðir hans, með ærnum kostnaði, orðið að fá aðra til að gangast við börnum, sem honum höfðu verið kennd. Það var því engin furða, þótt þau gerðu allt sem unnt ■/! .1 ' • 23 b

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.