Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 21
Ránið í Blesukoti ★ ★ Geysispennandi ★ ásta- og sakamálasaga ★ samkvæmt réttarskjölum ★ frá 18. öld ★ Ný, íslenzk framhaldssaga eftir Jón Björnsson, byggð á sögulegum atburðum Þeim hjónum hafði oft orðið sund- urorða, og var þá ekki laust við að madama Þórunn yrði nokkuð hávær. Var þetta því óheppilegra, þar sem ekki var nema þunnt þil milli her- bergis hjónanna og fólksins í fram- baðstofunni. Vinnufólkið vissi mest af því, sem þeim bar á milli. Varð það tilefni til hvíslinga og slaðurs. Og enda þótt öllum þætti vænt um húsmóðurina, því að hún gerði í hví- vetna vel til fólksins, var samúð þess með manni hennar. „Ég var hjá prófastinum í dag, Haraldur!“ sagði hún. „Einmitt það, og hvað sagði hann, blessaður“, anzaði hann með hægð. „Þú ferð líklega nærri um hvert erindið var“. „Nú — nei, enga hugmynd hef ég um það, kona“. Þórunn horfði hvasst á mann sinn og roði færðist í kinnar hennar. Hún var ekki í hinum minnsta efa um, að þetta væru ólíkindalæti hjá honum. „Þú veizt líklega, hvað er að gerast hérna á heimilinu“. Hún brá klút- horninu upp að augunum. „Eða er þér kannske sama um æru dóttur okkar?“ „Onei, ekki er mér sama um það. Þú veizt, að ég þoli ekki að henni Höllu litlu sé gert neitt til miska“, svaraði hann hógværlega. „Getur verið að þú vitir það ekkir“ Madama Þórunn varð mildari í máli. Maður hennar hafði verið svo mikið að heiman, að vel gat verið, að allt þetta hefði farið framhjá honum. „Viti hvað?“ Þórunn sagði nú manni sínum það, sem henni hafði borizt til eyrna um samband Höllu og Brodda. Hann hlustaði þegjandi á hana, skaut öðru hverju inn orði og orði, en það sá hún, að hann varð alvarlegur á svip- inn. „Og það var þetta, sem ég var að tala við prófastinn um“. „Hvað sagði prófasturinn við þessu?“ „Hann var aldeilis hissa og stór- hneykslaður, sem von er. Og þó að ★ Fimmti hluti ★ hann segði það ekki beinlínis, þá skildi ég á honum, að þú ættir mikla sök á þessu“. „Nú, hvernig þá, kona?“ „Þú lætur stórglæpamann ganga lausan eins og hann sé gestur þinn, í stað þess að hafa hann í járnum og láta hann játa glæpinn“. „Hm. Sagði prófasturinn það líka?“ „Ekki beinlínis. En ég skildi á hon- um, að slík meðferð glæpamanna sé öldungis óforsvaranleg. Ég gat ekki sagt annað við því, en að ekki hefðu mínir sálugu forfeður, hverra minn- ing sé ævinlega blessuð, farið svona að við ræningja. Nei, aldeilis ekki“. „Já, en ég er ekkert viss um að Broddi sé sekur. . ..“ „Ég skil ekki þessa hlífð þína við strákinn! Peningakassinn fannst í netinu, þar sem hann sagðist hafa verið að veiða, og þó neitar hann öllu svo óskammfeilið, að það eitt ætti að vera nóg til þess að sannfæra þig um sekt hans. Langafi minn, sem var sýslumaður í Múlasýslu, var ekki með neinn penpíuhátt í svona mál- um. Einu sinni var brotist inn á bæ einum í sýslunni og vitni, sem höfðu séð þjófnum bregða fyrir, lýstu hon- um svo, að hann hefði verið langur sláni með stóran fæðingarblett á kinninni. Nú vildi svo til, að þar í sveit voru tveir menn líkir á hæð og báðir með fæðingarblett á sama stað. Þeir voru strax teknir, en ekki veit ég hvort þeir játuðu á sig inm brotið, en langafi minn var nú ekki að tvínóna við það, hann tók þann, sem minni mannskaði var að, og lét hengja hann. Ætla ég þó að fæðingar- bletturinn hafi ekki verið eins sterk sönnun og peningakassinn í þessu máli“, sagði hún áköf. Haraldur sýslumaður brosti og mælti: „Þú gleymir einu, kona! Ég hef nefnilega líka heyrt þessa sögu, en hún var ofurlítið fyllri, því að síðar komst upp að hvorugur þessara manna var sekur og þinn kæri lang- afi fékk stórar ákúrur fyrir fljótfærn- ina“. „O, það er bölvað slúður“, sagði Þórunn, en sannfæringarlaust, því að hún vissi, að þetta var rétt, „en þó svo hafi verið, þá fékk fólkið svefn- frið þegar búið var að hengja þrjót- inn‘. „Jæja, kona, en hvað viltu þá, að ég geri?“ „Okkur prófastinum kom saman um, að vegna hennar Höllu litlu, sem á að verða tengdadóttir hans, sé nauðsynlegt að fjarlægja hana frá þrjótnum, svo að hennar æra verði 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.