Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 41
að þvo í rétt aðeins volgu vatni. Hins- vegar þar sem vatnið á íslandi er yfir- leitt mjög mjúkt, er jafngott að nota Perlu og þvílík efni, sem innihalda sápu, og ónauðsynlegt er að kaupa er- lent syntetískt þvottaefni fyrir venju- legan þvott. Það er ekki nóg, að vatn með þvotta- efni leysi óhreinindin úr þvottinum, heldur verður einnig að fjarlægja þau með hreyfingu á vatninu. Þess vegna er þvotturinn nuddaður á þvotta- bretti, eða honum snúið í þvottavél- inni. Aldrei má skrúbba með bursta, því að menn hafa komizt að raun um, að þá eyðast efnin meira í þvotti, en í notkun. Þess vegna er nauðsynlegt að þvo, áður en fötin verða svo óhrein, að grípa þarf til eyðandi þvotta- aðferða. Næsta grein mun fjalla um sérstak- ar aðferðir við þvott og hreinsun, eins og bleikjun á nælon og annað. Vanræktar bókmenntir (Framh. a£ bls. 12) Ef inaður særir alib jörn manns hvit- an, saklausan, þd varðar honum út- legð og gjalda auvisla. Ef fimm aura skaði verður að eða meiri, þd varðar fjörbaugsgarð. Björn verður óheilagur við áverkum, ef liann gerir skaða mönnum. Ef maður höggur hund eða björn til hdðungar manni, þá er sd heldur d, er varðveitir, og varðar það fjörbaugs- garð. Það varðar og mönnum fjör- baugsgarð ef ferja viðbjörn út hingað. Þeim varðar, er d, og stýrimönnum, en hásetum þriggja marka útlegð, og skal kveðja búa d þingi niu til fjör- baugs saka allra, en fimm til útlegðar. Ef viðbjörn verður laus út hér og gerir hann skaða mönnum eða fé manns, og ábyrgist sd björn að öllu, er út hafði, svo sem annan alibjörn. Slikt varðar, ef hingað er farður vargur eða refur. VIII. í lögunum eru ströng ákvæði um trú manna, og viðurlög þung ef útaf var brugðið, sem marka má af eftir- farandi kafla: Menn skulu trúa d Guð einn og a helga menn til drnaðarorðs sér og blóta eigi heiðnar vœttir. Þd blótar maður heiðnar vættir, er hann signar fé sitt öðrum en Guði og helgum mönnum hans. Ef maður blótar heiðnar vœttir og varðar það fjörbaugsgarð. Ef maður fer með galdra eða fjöl- kynngi, og varðar honum það fjör- baugsgarð, og skal stefna heiman og sækja við tólftarkvið. Þd fer hann með galdra, ef hann kveður það eða kennir eða lætur kveða að sér eða fé sinu. Ef maður fer með fordæðuskap, þd varðar það skóggang. Það eru fordœðu- skapir ef maður gerir i orðum sinum eða fjölkynngi sótt eða bana mönnum eða fé. Það skal sækja við tólftarkvið. Menn skulu eigi fara með steina eða magna þd til þess að binda d menn eða fénað. Ef maður trúir á steina til heilindis sér eða fé sinu, og varðar fjörbaugsgarð. IX. Að lokum birtast hér hin svoköll- uðu tryggðamál, sem eru að miklu leyti í bundnu máli, og þarf ekki að skýra nánar. Sakir voru á milli þeirra N. N. og N. N., en nú eru þær settar og fé bættar, sem metendur mátu og teljendur töldu og dómur dæmdi og þiggjendur þdgu og þaðan bdru með fullu fé og fram komnum eyri, þeim i hönd selt, er hafa skyldi. Þið skuluð vera menn sattir og samværir að öldri og að dti, á þingi og d þjóðstefnu, að kirkna sókn og i konungs húsi, og hvervetna þess, er manna fundir verða, þd skuluð þið svo samsdttir sem aldrei hæfist þetta ykkar á meðal. Þið skuluð deila kníf og kjötstykki og alla hluti ykkar i milli sem frændur en eigi fjdndur. Ef sakar gerast siðan d milli þehra annað en það, er vel er, það skal fé bæta, en eigi flein rjóða. En sd ykkar er gengur d gervar sdttir eða vegur d veittar tryggðir, þd skal hann svo viða vargur, rækur og reliinn, sem menn víðast varga reka, kristnir menn kirkjur sækja, heiðnir menn hof blóta, eldur upp brennur, jörð grær, mögur móður kallar og móðir mög fæðir, aldir elda kynda, skip skriður, skildir blikja, sól skin, snæ leggur, Finnur skriður, fura vex, valur flýgur vorlangan dag, stendur honum byr beinn undir bdða vængi, himinn hverfur, heimur er byggður, vindur þýtur, vötn til sævar falla, karlar korni sd. Hann skal firrast kirkjur og kristna menn, guðs hús og guma, heim hvern nema helviti. Nú haldið þið báðir d bók einni, enda liggur nú fé d bók, er N. N. bætir fyrir sig og sinn erfingja, alinn og óborinn, getinn og ógetinn, nefnd- an og ónefndan. N. N. tekur tryggðir, 41

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.