Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.12.1956, Blaðsíða 31
írskra einsetumanna sér ekki stað í fomminjum, en það hnekkir engan veginn sögulegum heimildum um þá. Norðurlandamenn nema allt Iandið um 900. Aðeins í einu kumli hafa fundizt gripir, sem taldir mundu vera frá fyrri hluta 9. aldar eða um 850, ef þeir hefðu fundizt á Norðurlönd- um. Það eru Berdalsnælurnar frá Skógum í Flókadal, í Ásubergsstíl. Þessi eina undantekning styrkir að- eins þá meginreglu, að íslenzkir forn- gripir sögualdar eru 10. aldar gripir, sumir þó ef til vill frá lokum 9. aldar (Borróstíl). Annars hafa þær forn- gripagerðir, sem auðkenna 9. öld á Norðurlöndum, aldrei fundizt hér. Nefna má til dæmis jafnarma nælui, ýmsar gerðir kúptra nælna, spjót eins og Rygh 517 og Rygh 518, margar gerðir sverða. Það er 10. aldar byggð, sem blasir við í íslenzkum forngrip- gripum, heiðin, norræn 10. aldar byggð og menning, sú sem löngum er kennd við víkinga eða víkingaöld. Fornminjarnar staðfesta söguna: landið hefur byggzt norrænum mönn- um nálægt aldamótunum 900. I aðeins einu fornmannskumli hef- ur fundizt hlutur af þeirri tegund, sem yfirleitt er talin frá 11. öld á Norðurlöndum. Það er kúpta nælan Rygh 656 úr kumlinu í Syðri-Hofdöl- um í Skagafirði. Þó er ekki loku fyrir skotið, að sú gerð hafi eitthvað verið farin að láta á sér brydda seint á 10. öld, og má því kuml þetta vera frá því fyrir 1000. En þótt svo væri ekki og þarna væri ein undantekning, sýna kumlin sem heild, að heiðnir grafsiðir hafa ekki haldizt hér fram á 11. öld að neinu ráði. Haugféð er frá 10. öld. Þannig kemur vitnisburður fornleif- anna einnig ákjósanlega heim við hið1 sögulega ártal um lok heiðins siðar. Af þessum samanburði sést, að fornleifafræði og sagnfræði fylla hvor aðra í smáatriðum, en ber algjörlega saman um aðalatriði, sem hvor um sig gæti borið sjálfstætt vitni um. Þótt ekki væru sögulegar heimildir, gætu fornleifarnar veitt örugga fræðslu um, að land þetta byggðist Norðurlandamönnum um 900 og hér bjó heiðin þjóð á 10. öld. Þegar nánar er eftir innt, gerist ógreiðara um svör, og verður þó einhvers í að leita. Hér að framan hefur verið reynt að sýna, að íslenzkir grafsiðir stang- ist ekki við hina fornu arfsögn, að Islendingar séu af Norðmönnum komnir. Er þá röðin komin að haug- fé og öðrum forngripum heiðins tíma, þeim er á Islandi hafa fundizt. Sami svipur er á norrænni víkingaaldar menningu, hvar sem hennar verður Haugjé úr kutnli, setn rannsakað var á Silastöð- um i Krceklingahiið i Eyjafirði 1947. Þar voru fjögur kuml frá 10. öld, og höfðu þau eklii áður verið rofin. Á myndinni sést alvœþni manns og fargervi liests, sem heygður var með manninum eins og venja var i heiðnum sið. vart, enda er fjöldi íslenzkra fom- gripa af samnorrænum gerðum og hefðu getað fundizt hvar sem er á öllu svæði þessarar menningar. Aðrar forngripategundir eru aftur þannig, að þær virðast hafa verið algengastar í einhverju tilteknu landi en finnast þó oft utan þess. Enn eru svo aðrar, sem hægt er að marka þrengri bás. Árið 1946 fatmst fornmannskuml við Úlfljótsvatn. i latidi KaUlárhöfða. Myndin sýnir kumlst/eðið i vatnsbakkanum. í kumlinu fundust margir ágœtir hlutir, setn sýndir eru hér á annari mynd, og er þetta einti bezti fornleifafundur sinnar tegundar, sem fundizt hefur hér á landi. 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.