Samvinnan - 01.12.1957, Side 8
Maðurinn, sem mótaði stuðlaberg og fjallatinda
í nútíma byggingar
Guðjón Samúelsson hefur sett meiri svip á íslenzka
húsagerð, en nokkur annar maður
íslenzk byggingalist er ung. Hér á
Iandi eru varla til hús, sem grannþjóð-
ir okkar mundu kalla gömul, — ein-
staka timburhús 100—150 ára, sárafá
steinhús, eins og Viðeyjarstofa, stjóm-
arráðið og alþingishúsið, eldri en frá
aldamótum. Flestallt það, sem kalla
má íslenzkar byggingar í varanlegu
efni, er frá árum fyrri heimsstyrjaldar-
innar eða yngra.
Þetta stafar af þeirri sögulegu stað-
reynd, að íslendingum tókst ekki í
þúsund ár að ná valdi yfir neinum var-
anlegum byggingaefnum, en urðu að
Iáta sér nægja híbýli, gripahús og
kirkjur úr torfi, grjóti og timbri. Jafn-
vel kaþólska kirkjan, sem alls staðar
erlendis reyndist stórhuga í bygginga-
málum, gat ekki flutt varanlega bygg-
ingalist inn í þetta fjarlæga eyland.
Þó voru menn að reisa risavaxnar
dómkirkjur á meginlandinu í þann
mund, er sögur voru skrifaðar á bók
úti á íslandi.
Þegar flóðgáttin loks opnaðist og
öld steinsteypunnar upp-
hófst með íslendingum, fóru
þeir geist sem oftar með nýj-
ungar. A þeim tímamótum
var ungur Skaftfellingur að
Ijúka námi í húsagerðarlist í
Kaupmannahöfn og var hon-
um tekið opnum örmum við
heimkomuna og gerður að
húsameistara ríkisins. Þessi
ungi maður fékk tækifæri til
stórvirkja á skömmum tíma,
Kaþólska kirkjan í Landakoti er veg-
legasta kirkjubygging, sem enn hejur
verið byggð á Islandi. Svipmót kirkj-
unnar er gotneskt, en auk þess mót-
aði Guðjón styrktarsúlurnar utan á
kirkjunni i íslenzkum hamrastil og
burstirnar til hliðanna bera svip sunn-
lenzkra sveitabœja.
sem enginn annar húsameistari ís-
lenzkur hefur fengið eða er nokkru
sinni líklegur til að fá.
Guðjón Samúelsson var afkasta-
maður mikill alla ævi. enda var þess
full þörf. Það þurfti að reisa á skömm-
um tíma og voru reist mörg sjúkrahús,
skrifstofubyggingar, skólar alls konar,
kirkjur, vitar, presta- og embættis-
mannasetur, íbúðahús, sundhallir og
leikhús. Og allt þetta teiknaði Guð-
jón eftir því sem embætti hans krafð-
izt eða óskað var af honum. Árangur-
inn er sá, að verk hans setja ótrúlega
mikinn svip á nálega allt byggt ból á
landinu, en þó sérstaklega Reykjavík
og stærstu kaupstaðina. Má sökum
fjölda bygginganna að vissu leyti
þekka fyrir, að byggingastíll Guðjóns
skyldi taka miklum breytingum á
æviferli hans, enda gerði hann tilraun-
ir til að fá fram sérstakan íslenzkan
byggingasvip, sem fáir aðrir bygginga-
meistarar hafa reynt, svo að vitað sé.
Flestar elztu byggingar Guðjóns
eru teiknaðar í hefðbundnum stíl,
þeim sem hann lærði í skóla og not-
aður hafði verið mikið um alla Evr-
ópu allt frá því um aldamót eða jafn-
vel lengur. Dæmi eru Reykjavíkur
Apótek, Eimskipafélagshúsið og
Landsspítalinn. Landsbankann end-
urbyggði Guðjón samkvæmt óskum
forráðamanna í hinum gamla endur-
reisnarstíl, enda minnir hann á hallir
í Flórenz og Róm. Þá varð Guðjón
fyrir miklum áhrifum frá frönskum
byggingum, eins og sjá má þær bezt-
ar. Þaðan hafði hann hina löngu
glugga með mörgum smárúðum, en
hann gerði hús sín að öðru leyti eins
einföld og sviphrein og hann gat. Má
sjá þennan svip á Sundhöllinni í
Reykjavík, Amarhvoli og fleiri bygg-
ingum.
8 SAMVINNAN