Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 8

Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 8
Maðurinn, sem mótaði stuðlaberg og fjallatinda í nútíma byggingar Guðjón Samúelsson hefur sett meiri svip á íslenzka húsagerð, en nokkur annar maður íslenzk byggingalist er ung. Hér á Iandi eru varla til hús, sem grannþjóð- ir okkar mundu kalla gömul, — ein- staka timburhús 100—150 ára, sárafá steinhús, eins og Viðeyjarstofa, stjóm- arráðið og alþingishúsið, eldri en frá aldamótum. Flestallt það, sem kalla má íslenzkar byggingar í varanlegu efni, er frá árum fyrri heimsstyrjaldar- innar eða yngra. Þetta stafar af þeirri sögulegu stað- reynd, að íslendingum tókst ekki í þúsund ár að ná valdi yfir neinum var- anlegum byggingaefnum, en urðu að Iáta sér nægja híbýli, gripahús og kirkjur úr torfi, grjóti og timbri. Jafn- vel kaþólska kirkjan, sem alls staðar erlendis reyndist stórhuga í bygginga- málum, gat ekki flutt varanlega bygg- ingalist inn í þetta fjarlæga eyland. Þó voru menn að reisa risavaxnar dómkirkjur á meginlandinu í þann mund, er sögur voru skrifaðar á bók úti á íslandi. Þegar flóðgáttin loks opnaðist og öld steinsteypunnar upp- hófst með íslendingum, fóru þeir geist sem oftar með nýj- ungar. A þeim tímamótum var ungur Skaftfellingur að Ijúka námi í húsagerðarlist í Kaupmannahöfn og var hon- um tekið opnum örmum við heimkomuna og gerður að húsameistara ríkisins. Þessi ungi maður fékk tækifæri til stórvirkja á skömmum tíma, Kaþólska kirkjan í Landakoti er veg- legasta kirkjubygging, sem enn hejur verið byggð á Islandi. Svipmót kirkj- unnar er gotneskt, en auk þess mót- aði Guðjón styrktarsúlurnar utan á kirkjunni i íslenzkum hamrastil og burstirnar til hliðanna bera svip sunn- lenzkra sveitabœja. sem enginn annar húsameistari ís- lenzkur hefur fengið eða er nokkru sinni líklegur til að fá. Guðjón Samúelsson var afkasta- maður mikill alla ævi. enda var þess full þörf. Það þurfti að reisa á skömm- um tíma og voru reist mörg sjúkrahús, skrifstofubyggingar, skólar alls konar, kirkjur, vitar, presta- og embættis- mannasetur, íbúðahús, sundhallir og leikhús. Og allt þetta teiknaði Guð- jón eftir því sem embætti hans krafð- izt eða óskað var af honum. Árangur- inn er sá, að verk hans setja ótrúlega mikinn svip á nálega allt byggt ból á landinu, en þó sérstaklega Reykjavík og stærstu kaupstaðina. Má sökum fjölda bygginganna að vissu leyti þekka fyrir, að byggingastíll Guðjóns skyldi taka miklum breytingum á æviferli hans, enda gerði hann tilraun- ir til að fá fram sérstakan íslenzkan byggingasvip, sem fáir aðrir bygginga- meistarar hafa reynt, svo að vitað sé. Flestar elztu byggingar Guðjóns eru teiknaðar í hefðbundnum stíl, þeim sem hann lærði í skóla og not- aður hafði verið mikið um alla Evr- ópu allt frá því um aldamót eða jafn- vel lengur. Dæmi eru Reykjavíkur Apótek, Eimskipafélagshúsið og Landsspítalinn. Landsbankann end- urbyggði Guðjón samkvæmt óskum forráðamanna í hinum gamla endur- reisnarstíl, enda minnir hann á hallir í Flórenz og Róm. Þá varð Guðjón fyrir miklum áhrifum frá frönskum byggingum, eins og sjá má þær bezt- ar. Þaðan hafði hann hina löngu glugga með mörgum smárúðum, en hann gerði hús sín að öðru leyti eins einföld og sviphrein og hann gat. Má sjá þennan svip á Sundhöllinni í Reykjavík, Amarhvoli og fleiri bygg- ingum. 8 SAMVINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.