Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 40

Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 40
HEIMIR PÁLSSON: Skalat ma&ur rúnir rista íslendingar hafa löngum stært sig af nánari og traustari tengslum við bók- menntir og bókagerð forfeðra sinna en aðrar þjóðir. Þetta er að vísu rétt. En hvað vita menn um rúnir? — Raunar er því til að svara, að lærðustu fræðimenn vita harla lítið um rúnir, en í þessa grein hef ég reynt að draga saman nokkra fróð- leiksmola, sem af borðum þeirra hafa hrotið, ef verða mætti lesurum til nokk- urrar skemmtunar og ofurlítils fróðleiks. Aldur rúna Præðimenn eru alls ekki á eitt sáttir um uppruna og aldur rúnastafrófs, og þar höfum við sannarlega lítið að styðjast við. Þó má með nokkurri vissu fullyrða, að elztu rúnaristur, sem kannaðar hafa verið, séu ekki yngri en frá 3. öld eftir Krist. Einn kunnasti rúnafræðingur okk- ar tíma, W. Krause, segir um þetta: „Þrátt fyrir það er líklegt, að rúnir séu mun eldri en hin elztu merki þeirra sem við þekkjum, því af þeim að dæma, er þegar löng æfing að baki.“ Lítið getum við gizk- að á um þá æfingu, hversu löng hún hef- ur verið — og raunar hverjir hafi haft hana. Sami fræðimaður telur rúnastaf- rófið eiga uppruna sinn í norðurítölskum eða norðuretrúskum stafrófum, og hann bendir á, að latneskt stafróf hafi útrýmt þessum stafrófum þegar við lok 1. aldar e. Kr. Þetta mundi þýða, að rúnastafrófið gæti ekki verið búið til síðar en á 1. öld. En þess ber og að geta, að sumir vilja rekja uppruna rúnastafrófsins til gríska stafrófsins beint, en sleppa allri milli- göngu ítölsku stafrófanna. Þá gæti rúna- stafrófið hafa verið búið til á 2. öld e. Kr., en við skulum ekki hætta okkur útí það myrkviði sem slíkur stafasamanburður getur leitt. Nú mundi e. t. v. einhver spyrja: Hvern- ig getum við gert ráð fyrir að rúnir hafi verið ristar fyrr en á 3. öld, fyrst við finnum engin merki þeirra? Þetta hefur m. a. verið skýrt á þann hátt, að fyrst framanaf muni rúnir einkum hafa verið ristar á tré. Þykir mönnum lögun þeirra að ýmsu leyti benda til þess. Trjáviður er einsog menn vita forgengilegur, og þar ætti að vera næg skýring á því, hvers vegna við finnum engin merki rúnaáletr- ana fyrr en á 3. öld. Tungumál Hér skal ekki farið nákvæmlega úti þau tungumál, sem notuð hafa verið í þann mund er forfeður norrænna manna sátu og krotuðu speki sína á trjávið og steina. Málið á rúnaristum sem fundizt hafa er ýmist forngotneskt, fornsænskt, forn- danskt eða einhver önnur afbrigði ger- manskra mála — og rúnirnar virðast vera germanskt fyrirbæri, eingöngu. Hér verð- ur aðeins litið á rúnaáletranir fundnar á meginlandinu, en á Bretlandseyjum hafa einnig fundizt merkar áletranir og ef- laust viðar. Fyrstu heimkynni rúna Fjarri fer, að nokkuð sé hægt að segja með vissu um það, hvar rúnir voru fyrst notaðar, þ. e. hverjir fundu þær upp. Þeir sem hallast að kenningunni um upp- runa í itölskum stafrófum, gera að sjálf- sögðu ráð fyrir, að þær hafi fyrst verið notaðar í grennd við ítalíu, og síðan breiðzt þaðan út til norðurs, austurs og vesturs. Þeir sem aðhyllast grískan upp- runa, telja þær fundnar upp af Gotum við Svartahaf. Enn eru þeir til, sem telja, að rúnir hafi verið fundnar upp í Dan- mörku, meðan þar hafi byggt sú þjóð, sem kölluð er Herúlar. Um þessa þjóð, ef hún hefur þá verið þjóð, vitum við sannast að segja harla lítið. Helztu vitn- eskju telja sumir rúnaáletranirnar veita, því að þar kemur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fyrir nafnið erilaR, He- rúli, en aðrir segja sem svo, að þetta orð þýði einfaldlega rúnameistari, og af því verði engar líkur dregnar um tilvist þjóð- arinnar. Engin afstaða skal tekin til þessa hér, og fremur er þess getið til gamans. Rúnastafrófið Rúnastafrófið nefnist fúþark, og dregur það nafn af því, að á nokkrum rúnarist- um hafa fundizt rúnaraðir, þ. e. ristur þar sem allar rúnir eru skráðar og þá í ákveðinni röð. Ofurlítill munur getur orð- ið á röðinni, en fyrstu sex rúnirnar eru ávallt f-u-þ-a-r-k. Hér er sýnt eitt slikra stafrófa, lauslega teiknað eftir mynd. Jafnframt er gefið hljóðgildi hverrar rún- ar, miðað við íslenzkt nútímamál, og loks er getið um norrænt nafn hennar, en þess ber að gæta, að norræn nöfn eru aðeins til á þeim rúnum, sem fyrir koma í hinu yngra rúnastafrófi, og þar voru rúnirnar aðeins sextán, í stað 24 í eldra fúþarki. Einnig er rétt að geta þess, að sumir telja nöfn rúnanna hafa haft á- kveðið gildi. Þannig gat t. d. o-rúnin, sem bar nafnið óðal, bæði haft hljóð- gildið ó og táknað eign. Mátti því neyta þessa eiginleika við skammstafanir. Bent hefur verið á, að t-rúnin hafi líkzt spjóti eða öðru vopni, og því hafi farið vel á að nefna hana eftir bardagaguði o. s. frv. Hins er einnig að gæta, að nöfn rúnanna virðast fyrst og fremst valin með það fyrir augum, að fyrsti stafurinn í nafn- inu gæfi hljóðgildi rúnarinnar. Á nælu einni, sem fannst árið 1774 við Vadstena á Austur-Gautlandi í Svíþjóð, er ein áðurnefndra rúnaraða. Þar virðist rúnunum vera skipt í það sem síðar nefndist ættir (þ. e. áttundir). Ekki eru menn þó sammála um gildi þeirrar skipt- ingar, né heldur hvort hún er uppruna- leg. Þessi rúnaröð lítur þannig út, er rún- unum hefur verið snúið „rétt“ (sjá síðar). HUÓÐGILDI NAFN f fé h u ? > þ þurs a ass k r reiö < k kaun X g Þ w N h hagl 'S n neyð 1 i íss f) j l é * P Y R > s sól t t Týr B b b]örk M e M m maður > 1 laukur O ng $ o óöal txj d dagur 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.