Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 41
Síðasta rúnin (dagur) er að vísu ekki
varðveitt á Vadstena-meninu, heldur tek-
in af annarri áletrun.
Hér að framan var sagt, að þannig litu
rúnirnar út, er þeim hefði verið snúið
„rétt“. Með því var átt við það, að frá
okkar sjónarhóli er nauðsyn, að stafatákn
snúi á ákveðinn hátt, tilað við teljum
„rétt“ skrifað. Ennfremur teljum við
Vesturlandabúar sjálfsagt, að skrifað sé
frá vinstri til hægri og byrjað í vinstra
horni efst. Fyrir þessu eru þó síður en
svo nokkur náttúrulögmál, heldur aðeins
hefð, og nægir okkur þar að vísa til Kín-
verja. Og á rúnaáletrunum fáum við ýms-
ar útgáfur af skriftarstefnu. Þar er ýmist
skrifað frá vinstri til hægri eða hægri til
vinstri, — jafnvel mun koma fyrir, að
skrifað sé í 1. línu frá vinstri til hægri,
2. línu frá hægri til vinstri og þannig
áfram til skiptis. Ennfremur snúa staf-
irnir mjög misjafnlega. Bæði geta þeir
snúið öfugt með tilliti til skriftarstefnu,
t. d. fr eða <1 , og þeir geta staðið á
hvolfi, t. d. 'f eða /K . Enn er þess að
geta, að engin orðaskil eru gerð á elztu
áletrununum, og getur stundum valdið
fræðimönnum miklum höfuðverk að setja
orðaskil niður, ekki sízt þarsem vel getur
verið skrifað í hvora áttina sem er!
Rúnastafrófið, sem hér var sýnt, telur
3 ættir, þ. e. 24 rúnir. Þetta er það fúþark,
sem notað var á tímabilinu u. þ. b. 250 til
a. m. k. 700. En um eða eftir 800 kemur
fram einfaldara fúþark, 16 stafa. Eflaust
hafa menn tekið eftir, að nöfn vantar á
allmargar rúnir hér að framan, og það
stafar einmitt af því, að íslenzk nöfn eru
eingöngu til á 16 rúna fúþarkið, og þó
eru meira að segja göt þar í. Á þær rúnir,
sem eftir verða, höfum við þá aðeins
frumnorræn nöfn, sum tilgátur fræði-
manna. Til fróðleiks skulum við líta á
eina gerð yngra fúþarksins, hinar s. n.
eldri norsku rúnir:
KlMRWH.'^W.IBm
fuþarkhnia s tbmly
Öllum má ljóst vera, að þessi 16 tákn
gátu aðeins gefið mjög ófullkomna mynd
af hljóðkerfinu, enda varð oftsinnis að
nota sömu rúnina fyrir mörg hljóð, t. d.
t: t eða d, k : k eða g o. s. frv. Enn flókn-
ari verður notkun sérhljóðarúnanna.
f þessum stutta pistli verður þessi
greinargerð að nægja fyrir formi rún-
anna, en skylt er að taka fram, að ýmsar
aðrar myndir þeirra má finna en þær
sem hér eru sýndar. Hafa menn þá m. a.
talið sig geta greint milli norskrar
sænskrar og danskrar hefðar. Þá koma
einnig fyrir s. n. stungnar rúnir, þar sem
Legsteinn með rúnaáletrun frá
seinni hluta miðalda, nú í Þjóð-
minjasafni fslands.
Rúmfjöl með rúnaáletrun, lík-
lega frá seinni hluta 17. aldar,
nú í Þjóðminjasafninu.
Rúnasteinninn i Rok í Svíþjóð.
hljóðgildi rúnanna er breytt með því að
bæta punkti inní táknin, og er hann þá
settur yfir rúnina eða í hana.
Áletranir
Við skulum nú skoða fáeinar rúna-
áletranir, valdar af handahófi frá ýms-
um tímum og löndum.
Ein elzta rúnaáletrun, sem fundizt hef-
ur, er á döggskó af sverði, fundnum í
mýri þeirri, sem kennd er við Vi á Norð-
ur-Fjóni. Áletrunin er á báðum hliðum
og auk þess í tveim línum á annarri, sem
við skulum nefna A, hin hliðin verður þá
B. Ef við byrjum að lesa A og hefjum
lesturinn vinstramegin i neðri línu, sjá-
um við þar sex rúnir, sem líta einhvern-
veginn svona út: MFRINF- Þetta
væri með okkar stafsetnnigu m-a-r-i-h-a.
Nú skulum við snúa myndinni við, hvolfa
henni, og lesa hina línuna frá hægri til
vinstri. Þar eru þá þessar rúnir fjórar:
IþfP , þ. e. með nútímastafsetningu:
i-a-l-a. Og þá lítum við á hlið B. Þar eru
ristar fimm rúnir, og lesnar frá vinstri
til hægri eru þær: MfKIF , þ. e.
m-a-k-i-a. Allar eru þessar rúnir mjög
áþekkar að gerð þeim sem við sáum á
41