Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 3
^ Samvinnan
4. hefti 1976. 70. árgangttr.
Utgefandi: Saroband fslenskra sam-
vinnuféiaga. Rifstjdri: Gylfl Gröndal. Af.
gteldsla og auglýslngar: Gunnar Gu5na-
son. Rltstidm og afgrelSsla: SuBurlands-
bfeut 32, stmi 81255. ÁskfiftarverS: 2000
krónur. f tausasölu 200 krónur hvort
hefli. Gerö myndamóta: Prentmyndastof-
an hf. Ulgreining á forsKSu: Prenlmynd
s'- Prentun: Prentsmiðjan Edda hf.
3 Forustugrein: Blómlegt sara-
vinmtstarf
7 Pressugersbakstur, uppskriít-
ir valdar aí Dröfn H. Parest-
veit húsmæðrakennara
8 Úr Kópaskersþratti. grein eftir
Björn Haraldsson
12 Stúdentar i armað simi
14 Pannaður í frið'i 03 stríði, kafli
úr nýrri bók eftir Jóhannes
Helga, rithöfund
18 Júnimorgunn, Ijóð
17 Vangaveltur: Skoðun og skoð-
unarleysi, eftir Sigvalda
Hjáhnarssou
18 Prumherjar samvinnustefn-
unnar: Pyi-stu reglumar
20 Andlit á aðalfundi, svipmynd-
ir frá síðasta aðalfundi Sam-
bandíius á Bifröst
22 Hrafnaniir minir tveir, frá-
sögn eftir danska rithöfuud-
inn Kelvin Linderaann
26 Pimmtudagurinn dinuni, svip-
mynd úr sögu Bandarikjanna
i tilefni af 200 ára afmæli
Þeirra í sutnar
28 Pœddist á örlagastundu og
hefur vaxið i takt við kröfur
tímans, myndaopna af hátíða-
fundi í tilefni af 90 ára af-
naœlí Kaupfélags Ej’firðinga á
Akureyri
30 Abelóna systir min, smásaga
eftir Jesper Edwald í þýðingu
Önnu Maríu Þórisdóttur
33 Vísnaspjall: Vfsur eftir Jón
Bjarnason frá Garðsvik
34 Barnasiðau
33 Skopsögur
38 Krossgátukeppni, fjórði og
siðasti hluti. Verðlaun: Perð
tii sóiarlanda
VORSÍÐAN:
faS sem af cr sumri hefur veður
’6rW óvenju bjart og hlýtt, og
emnutt í siíku veðri skartar land-
tiiSIIvU bezta 03 gott tœkifœri gefst
1 að njóta íegurðar náttúrunnar.
voixiðan er af Hellnum á Snc-e-
teusnesi og hana tók Emil Þór
öigurðsson, Ijósmyndari.
Blómlegt samvinnustarf
Menn sem gert hafa víðreist um heiminn
hafa lýst þeirri skoðun, að hvergi á byggðu
böli sé frjálst samvinnustarf svo umfangsmik-
ið í einni byggð sem í Eyjafirði — nema ef
vera skyldi í samyrkjusveitum jsraelsmanna.
[ Eyjafirði starfar mesta samvinnfélag lands-
ins, Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri. Félagið
á níutíu ára afmæli á þessu sumri, og er sann-
arlega ástæða til að minnast þess örfáum orð-
um.
Það er upphaf Kaupfélags Eyfirðinga, að
nokkrir bændur úr innsveitum Eyjafjarðar
efndu til fundar á Grund hinn 19. júní árið 1886
— til þess að ræða verzlunarmál héraðsins.
Á þessum tíma voru atvinnuvegir landsins í
kaldakoli og kunnáttuleysi í verklegum efn-
um ömurlegt. Sem dæmi má nefna, að höml-
ur voru settar á útflutning lifandi sauða til
Englands 1896, og stóðu þá landsmenn frammi
fyrir þeim vanda, að þeir höfðu næstum enga
frambærilega verzlunarvöru að bjóða í stað-
jnn — vegna vankunnáttu í framleiðsluhátt-
um.
Það varð öðrum fremur hlutverk kaupfélag-
anna í upphafi að leysa tvíþættan vanda: ann-
ars vegar að útvega erlendar vörur á sem hag-
kvæmustu verði — og hins vegar að byggja
upp framleiðslu á góðri vöru og selja í stað-
inn fyrir hæsta fáanlegt verð.
Eftir langvarandi kúgun og eymdarástand
var fundin ný stefna, sem leysti íslenzkt at-
vinnu- og efnahagslíf úr viðjum og leiddi til
farsældar.
Fáeinar tölur úr siðustu ársskýrslu Kaupfé-
lags Eyfirðinga segja sína sögu um velgengni
félagsins. Heildarvelta þess árið 1975 var
nærri 8 milljarðar króna. Fastráðið starfsfólk
í árslok 1975 var 717 manns, og félagið
greiddi yfir 900 milljónir í laun. Endurgreidd-
ur tekjuafgangur fyrir síðastliðið ár verður um
22 milljónir króna, og stofnsjóður félagsmanna
var í árslok 1975 nærri 140 milljónir króna,
en hann er allur myndaður af endurgreiddum
tekjuafgangi. Niðurstöður efnahagsreiknings
félagsins við síðustu áramót voru yfir 4 millj-
arðar króna, og félagið stendur traustum
fótum með verulegt eigið fjármagn að bak-
hjarli.
Hver er orsök þess, að samvinnustarf hefur
borið svo ríkulegan ávöxt i Eyjafirði? Eitt
svar er naumast til við þeirri spurningu, en
vafalaust ber fyrst að telja góðan samvinnu-
anda í héraði og með afbrigðum þróttmikla
og dugandi forustumenn, kaupfélagsstjórana
Hallgrím og Sigurð Kristinssyni, Vilhjálm Þór,
Jakob Frímannsson og Val Arnþórsson.
Um leið og Samvinnan sendir Kaupfélagi
Eyfirðinga beztu kveðjur og árnaðaróskir, skal
hér að lokum vitnað í ávarp Vals Arnþórsson-
ar kaupfélagsstjóra á afmælishátíðinni:
„Fólkið í byggðum Eyjafjarðar hefur treyst
samvinnufélagi sínu til forustu um að bæta
hag byggðarinnar og þá gjarnan treyst kaup-
félaginu betur en öðrum rekstrarformum í at-
vinnulífinu. Fólkið veit, að allir fjármunir sem
myndast í rekstri Kaupfélags Eyfirðinga,
ganga til áframhaldandi atvinnuuppbyggingar
og framfarasóknar í héraðinu sjálfu, en þjóna
ekki skyndihagsmunum einstakra manna. —
Þannig hefur þetta verið og þannig mun það
áfram verða.“
„Fyrsta tilraun lil leiklistar
á félagssvæðinu, sem ritar-
inn veit af, var heimasam-
ið verk sett á svið í ný-
byggðri 12 álna baðstofu,
áður en hún var sundurhólf-
uð. — Þetta gerðist annað
hvort árið 1904 eða 1905 í
garði í Kelduhverfi. Áhorf-
endur fylgdust af alhug með
leiknum, því sumir grétu en
aðrir hlógu, þegar tjaldið
var dregið fyrir.. Sjá
grein eftir Björn Haraldsson
á bls. 8.
,,Þá var útlandið hinn mikli
heimur. Annað hvort voru
menn sigldir eða ekki sigld-
ir. Á því var allur munur.
Að vera eða vera ekki. Að
vera sigtdur jafngilti nokk-
urs konar aðalstign. Og sumt
fólk, ekki sérlega gáfað að
vísu, lét ekki undir höfuð
leggjast' að minna aðra á
hana . . .“ Sjá kafla úr nýrri
bók eftir Jóhannes He!ga rit-
höfund, Farmaður í friði og
stríði, minningar Ólafs Tóm-
assonar — bls. 14.
,,Og einn morguninn sátu
þeir ekki á reykháfnum og
bíðu eftir því, að þeír fengju
morgunverðinn. Annar þeirra
kom daginn eftir, órólegur
og lá augsýnilega mikið á
hjarta. Svo flaug hann burtu
aftur og við höfum hvorki
heyr:' né séð hrafnana okk-
ar síðan. Þó höfum við svip-
ast um eftir þeim alls stað-
ar í grenndinni . . .“ — Sjá
óvenjuiega frásögn eftir
frá sögn eftir Kelvin Linde-
mann á bls. 22.
Þrjár myndasyrpur af sam-
vinnustarfi eru í þessu hefti.
Á bls. 12 er sýnt, þegar
framhaldsdeild Samvinnu-
skólans í Reykjavík útskrif-
aðí st'údenta í annað skipti.
í miðopnunni birtast nokkur
andlit á aðalfundi Sambands-
ins, sem haidinn var að
venju að Bifröst fyrstu dag-
ana í júní. Og loks bregð-
um við okkur til Akureyrar
á bls. 23 og birtum myndir
af 90 ára afmælisfundi Kaup-
félags Eyfirðinga.
3