Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 32
Um tíma vorum við að því komin að viðurkenna Abelóníu og veita henni það rúm á heimilinu, sem sú litla hafði þegar gert.... biti, sem gerði hana móttæki- lega fyrir uppeldislegum skömmum og skellum, þegar liún var sótt. Öllu þessu tókst Abelónu að breyta. Við sáum ekki framar lítið, ráðþrota andlit, þegar syndarinn var leiddur heim úr ókunnum hænsnagarði, neðan úr fjöru, af grammafóntónleikum hjá ókunnugu fólki, frá villugjörn- um leiðöngrum innan um sveskjukassa og mjölsekki i geymsluherbergi búðarinnar. Liðin var sú tið, þegar við með foreldralegum virðuleik sett- umst hvort í sinn stól og horf ð- um stranglega á þá litlu, sem stóð eins og fangi á milli okkar og beið eftir réttlátri refsingu, þar sem hún var sér meðvit- andi um sekt sína. Við höfðum glaðzt yfir þeim jarðvegi fyr- ir velmeinta áminningu, sem virtist búa með henni. En Abe- lóna kom og sýndi, að við höfð- um verið of fljót á okkur til að gleðjast. Þegar þrifið var hörkulega í dömuna og hún dregin háorgandi burtu þaðan, sem komið hafði verið að henni að óvörum við skammarstrik sín, hristi hún af sér allar á- minningar og neitaði öllu. Hún hafði ekki verið ein, þvi að Abelóna var með henni, Abe- lóna mátti vel heimsækja keyrarafjölskylduna og þá mátti hún það lika. Hún hafði leitt Abelónu alla leiðina og verið svo góð. Og nú færi hún aftur, — hún horfði ákveðið á okkur, iskyggileg til augnanna sinna bláu og gaf okkur þessa yfirlýsingu. Og fór. Við sáum hana hoppa gegnum garðinn, út um þessa eftirlætisglufu sina i runnunum og út i sand- hólana. „Við verðum að elta hana,“ sagði mamma þá. „Já, já,“ stamaði ég hlýðinn og stökk á eftir henni. Þarna sat daman á steyptum brim- brjót rétt yfir sjávarborðinu og tók á móti mér á afar kurteisan hátt. Ég spyr eftir Abelónu. „Abelóna er nýfarin,“ svar- ar sú stutta. „Abelóna likar ekki við þig, — hún fer að rápa, — rápa, þegar þú kemur, pabbi. Þú mátt alveg fara heim, pabbi....“ Og um kvöldið verðum við að ræða um vandamálið Abe- lónu í tuttugasta sinn. „Maður getur ekki refsað barni fyrir eitthvað, sem það veit ekki sjálft, að er rangt,“ segi ég. „Það eru vandræðin. Sú litla trúir á Abelónu. Hún skrökvar ekki af ásettu ráði, að minnsta kosti ekki i hvert sinn, sem hún talar um „systur sína.“ „Við verðum að rassskella hana i hvert sinn, sem hún nefnir Abelónu,“ segir mamma. „Það er að segja þrjátiu sinnum á dag.“ Við þegjum um stund, svo tölum við dálitið um, að kannski gleymi hún Abelónu af sjálfu sér og svo förum við að hátta. Klukkan sex um morguninn glymur litla röddin úr rúminu: „Abelóna systir min segir, að nú megi mig gjarnan fá súkkulaðibita...“ Um tíma vorum við að þvi komin að viðurkenna Abelónu og gefa henni það rúm á heim- ilinu, sem sú litla hafði þegar veitt henni, sú var tíðin, að okkur fannst þetta eina lausn- in. En við veigruðum okkur við þvi og slógum því á frest. í fyrsta lagi var Abelóna svo mjög andsnúin okkur, að okk- ur var fyrirmunað að þykja vænt um hana, þar að auki var hún alltaf veik, þegar þörf var fyrir hana. Hún hafði „mis- langa“, þegar við báðum þá litlu að fara út í garð og leika við hana. Þegar við vildum fá ofurlitið frí, líka frá afkvæm- inu, mæltumst við til þess, að hún færi yfir í gróðurstöðina með barnfóstrunni og sögðum henni, að Abelóna væri þar, þá hristi sú litla lokkana sina dap- urlega og lýsti þvi yfir, að Abelóna lægi á sjúkrahúsinu í dag, þvi að hún væri með „hövvuver“. Svo að hún vildi heldur fara i gönguferð með pabba og mömmu. Núna. Og þegar sú litla vill fara í göngu- ferð núna, er auðveldara að fara með henni en neita henni um hana, það er min reynsla. En nú skal sagt frá því, hvern- ig við að lokum neituðum á- kveðið að viðurkenna Abelónu og hvernig við komum henni fyrir kattamef. Smám saman var það orðið alkunnugt í nágrenninu, að sú litla átti „systur“, það vissum við, en höfðum ekki hugsað frekar út i það og ekki séð fyrir afleiðingarnar af sögum, sem breiðzt höfðu út um Abelónu. En kvöld nokkurt sitjum við i garðinum og heyr- um i einum baðgestinum, þar sem hann talar við konu sina úti á veginum. Þau staðnæmast og gægjast inn og þar sem þau sjá okkur ekki, bæta þau sér skaðann upp með því að tala um okkur eins og forvitinna er vandi. „Það er hér, sem hún á heima, sú litla með gula hárið, sem flækist um í síðum kjól- um.“ „Já, það á vist að vera lista- mannslegt, „smart“ er það ekki.“ Fina frúin heldur á- fram: „Guð veit annars, hvers- vegna þau hafa ekki hitt barn- ið með sér.“ „Eiga þau fleiri?“ „Eina dóttur til. Þau hafa skirt hana því einkennilega nafni Abelóna. Mér finnst það ábyrgðarlaust, maður verður að hugsa um, að einhverntima verður barnið fullorðið. A-be- Ióna. Hm. En ég vildi gjarnan vita, hversvegna hún er ekki með.“ „Já, annars, það er kannski undarlegt.“ „Kannski, kannski ekki. Mér er sagt, að þessi Abelóna sé 7 — sjö — ára. Og þar sem það er nú víst, að þessar manneskjur hafa aðeins verið giftar í 5 . • • Hm. Maður getur kannski kall- að það lagni að dylja þannig hliðarspor, að minnsta kosti í fríinu.... ætli þau útiloki hana líka á veturna?“ Síðan héldu þau áfram og þarna sátum við. — „Vertu sæl, Abelóna,“ sagði ég. „Sú litla hefur útbreitt sögur um þig og sagt, að þú sért 7 ára og það er meira en við getum þol- að þrátt fyrir viðurkennt og frægt frjálslyndi okkar. Ég losa okkur við Abelónu strax á morgun.“ „Hvernig?" spurði mamma þeirrar litlu. „Með því að útvega hana.“ Ég stóð við orð mín. Daginn eftir símaði ég eftir Abelóníu, fallegri, 12 ára stúlku úr fjöl- skyldu, sem ég þekkti. Hana langaði í sveit. Sú litla hafði aldrei séð hana, þar kom ein- mitt tækifærið og ég lét for- eldrana hafa viku til þess að æfa barnið i að gegna sínu nýja nafni. Okkur veitti held- ur ekki af þessari viku til þess að undirbúa þá litlu fyrir komu Abelónu. Það var erfitt verk, en það tókst. Þegar við stóðum á stöðvarpallinum á sólhlýjum sunnudagsmorgni og biðum eftir lestinni, var sú litla ekki í vafa um, að þetta væri sú rétta, ekta, elskaða Abelóna „systir“, sem var að koma. Hún var sjóðheit í kinnum og aug- un ljómuðu, hún stóð á stilkum — og hún þekkti Abelónu á undan okkur eftir mynd, sem við höfðum fengið foreldrana til að senda okkur og sýnt henni fimm sinnum á dag. Þær sátu og héldu hvor um hálsinn á annarri i bilnum á leiðinni heim, við borðið, — þær leidd- ust frá morgni til kvölds. Og það varð hljótt í húsinu, því að í ljós kom, að Abelóna var sérlega skynsöm og þæg stúlka, allt öðruvísi en við þekktum hana af frásögn þeirrar litlu. • En nú sýður í þeirri litlu,

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.