Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 8
Björn Haraldsson skrifar Þessi mynd af Kópaskeri var tekin fyrir nokkrum ánun og sjást þar af leiðandi ekki vegsummerki jarðskjálftans mikla. ÍIR RÓPASRERS- PÆTTI Ekki er þess að vænta, að hin unga fámenna Kópaskersbyggð eigi sjálfstæða sögu á sviði listar. En í félagsskap við sveitirnar, einkum sína eigin sveit, hefur Kópaskersbyggðin verið góður liðskostur. Einangraðar byggðir á við Norður-Þingeyjarsýslu hafa sjálfsagt fleiri en almennt er kunnugt reynt að skapa sitt eigið gaman, á sama hátt og þær hafa orðið að gera á ýms- um sviðum lífsbaráttunnar. Sköpun og nautn listar er mannleg árátta, en aðstaða til slikra hluta er ólík, með tilliti til búsetu og fleira. í þéttbýli skiptist fólkið í fáa veitendur og marga njótendur, en í dreif- býli verða flestir með vissum hætti hvoru tveggja. Ekki er þess að vænta, að hin unga, fámenna Kópaskers- byggð eigi sjálfstæða sögu á sviði listar. En í félagsskap við sveitirnar, einkum sina eigin sveit, hefur Kópaskersbyggðin verið góður liðskostur. Þvi er sizt ástæða til að láta ógetið slíkra hluta. Svið lista er yfirgripsmikið og fj ölþætt. Hástig listar er list- in að lifa. Undir það þjóna aðr- ar greinir listar. Sagt hefur verið, að listsköpun nái mestri hæð í einstaklingi, má það vel vera rétt. Hér er ekki ætlunin að meta hæð listar, heldur með fáum orðum að geta um þær fáu greinar listar, sem reynt hefur verið að „kveða saman“ i byggðarlaginu, eftir því sem vitneskja hrekkur til. Pyrst skal á það drepið, að sá er einn tilgangur þessara skrifa að sanna og sannfæra lesendur um árangur félags- manna í samvinnulist, einkum á hlutlægu sviði. Þetta er okk- ar stóra átak. Og átakspunkt- urinn er bletturinn Kópasker. Áttatíu ára árangur er bundinn út frá þeim punkti. Til þess að átök yrðu jákvæð en ekki öfugt þurfti meira til en vöðvakraft- ur einn. Sagt er að orð séu til alls fyrst. Hér þurfti orð af viti. Hér þurfti orðsins list, bæði rit- list og mælskulist. Margs er að minnast frá félagsfundum, sem flestir voru háðir á Kópaskeri. Þeir voru okkar háskóli í mælskulist. Ekki síður ætti að minnast hagyrðinganna, sem á hverjum fundi krydduðu sam- kvæmin með stökum sínum. Mest var gaman þegar nýir bættust i skáldahópinn og það var oft. Að nefna nöfn væri ó- gerningur, svo margir stóðu þar jafnfætis. í huga þess, er langt man, jafnvel meirihluta félagsfunda, standa þau eins og klettar upp úr gleymsku- móðunni nöfn þessara manna. Á þau slær bjarma. En stök- urnar þeirra góðu voru löng- um bundnar fleygum augna- blikum, sem unnt er að end- urlifa en ógerlegt að túlka sem vert væri. Hin unga, fámenna byggð hefur sér til sóma helgað krafta sina leik og söng i sam- vinnu við sveitafólkið eins og áður er að vikið. Eðlilegt er að líta á ungviðið sem afsprengi sveitanna. Þykir því fara vel á þvi að vikja nokkrum orðum að þessum listgreinum í sveitun- um miðað við fortíð til að kanna jarðveginn, sem byggðin unga er vaxin úr. Um leiklistina er það að segja, að i frumbernsku er hún heimasmíð. Fyrsta tilraun til leiklistar á félagssvæðinu, sem ritarinn veit af, var heimasam- ið verk sett á svið i nýbyggðri 12 álna baðstofu, áður en hún var sundur hólfuð. Þetta gerð- ist annað hvort árið 1904 eða 1905 i Garði í Kelduhverfi. Áhorfendur fylgdust af alhug með leiknum, því sumir grétu en aðrir hlógu, þegar tjaldið var dregið fyrir. Höfundur leiksins var annar bóndinn í Garði, Þórarinn Grímsson, en Sigrún systir hans lék aðal- hlutverkið. Ámóta leikur var saminn og sýndur á Grásíðu veturinn 1910. Næsti leikur, sem heimild hefur fundist um, var saminn upp úr smásögu í Iðunni og sýndur í Garði 1917, kaflar úr Manni og konu vetur- inn 1923. Úr því hafa í Keldu- hverfi farið fram leiksýningar á hverjum vetri að heita má og stundum tvær á vetri, þang- að til að úr hefur dregið allra siðustu árin. í hinum hrepp- unum mun vera svipaða sögu að segja, en ekki eru kunn upphafsár leiklistar þar. Vitað er um leiksýningu á Kópaskeri (í Aðalsteinshúsi) veturinn 1927. Eru sterkar líkur til, að sýningar þar hafi fyrr verið hafðar, en úr þvi tekur við árleg sýningarstarfsemi þar, sem fram fer í Núpasveit- arskóla fljótlega eftir að hann var byggður. Tvær kennslu- stofur þar urðu að sýningarsal, þegar lausaskilrúm var fjar- lægt. Síðar þegar meira hús- 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.