Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 24
HRAFMRNIR MIAIR TVEIR Einn daginn urðu þeir allt í einu fleygir. Þeir blökuðu vængj- unum, og ég held að þeir hafi sjálfir orðið hissa, þegar þeir hófust á loft. Þegar hrafnarnir léku sér sam- an, lá annar þeirra gjarnan á hliö'inni eins og hundur og varði sig fyrir ertni hins með löppunum. Einn daginn urðu þeir allt i einu fleygir. Þeir blökuðu vængjunum og ég held þeir hafi sjálfir orðið hissa, þegar þeir hófust á loft, þetta sjö til tíu metra. Þegar þeir höfðu áttað sig, flugu þeir í hring yf- ir garðinn. Þeir vildu þó helst vera á jörðinni, nema þegar þeir lögðu sig um miðjan dag- inn og fóru að sofa á kvöldin. Þá flugu þeir upp í há tré. Hrafnarnir voru mjög vana- fastir, og ég vissi alltaf, hvar þeir voru. Á morgnana sátu þeir utan við dyrnar og biðu eftir morgunverðinum. Ég færði þeim skálarnar, þeir breiddu úr vængjunum og tipl- uðu síðan eins og listdansarar niður að læknum, þar sem viö settumst allir þrir á trjábol. Þeir fengu fyrst leiðindafæðu eins og vitamínpillur og hunda- kex með eggjarauðum, en á eftir fylgdi lika lostæti, hrá lif- ur og ný plóma. Þeir héldu á- fram að safna i gogginn löngu eftir að þeir voru orðnir saddir. Á eftir leituðu þeir síðan að góðum felustað fyrir matinn. Stundum rifu þeir upp gras, lögðu matarforðann þar og breiddu síðan grasið yfir aftur. Ég prófaði að merkja staðina með litlum tréhælum, en þeir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu rifið þá upp aftur. A rdegis léku hrafnarnir sér í garöinum, fundu sér kringl- ótta steina, sem þeir spíg- sporuðu með um í gogginum, eða þeir flögruðu upp á bilinn og grandskoðuðu allar skrúfur og bolta. Þegar líða tók nærri hádegi, gengu þeir með miklum vængjaslætti eftir stígnum, uns þeir komu að ákveðnu kirsuberjatré, og settust þar á- vallt á sömu greinina. Þegar ég gekk þar framhjá, komu þeir niður úr trénu og dönsuðu kringum mig með opna gogg- ana og útbreidda vængi, og eltu mig, ef ég fór þá ekki of langt fyrir þá. Hádegislúrinn fengu þeir sér í háu grenitré, og ef fólk gekk þar framhjá, létu þeir sér nægja að krunka lít- ilsháttar. Þeir voru ófúsir til að fara inn í hrafnastofuna á daginn. Þegar rigndi mikið, settust þeir undir upsir eldi- viðarskúrsins, þar sem var of- urlítið skjól fyrir regninu. — Stundum, þegar ég gaf þeim kvöldverð, áður en dimmt var orðið, af því að gesti langaði til að sjá þá borða, vildu þeir helst ekki koma niður úr grenitrénu. Einu sinni tók það mig tíu mínútur að fá þá niður úr trénu. Þegar það hafði loks tekist, neituðu þeir að bragða á matnum, en gengu bísperrtir inn í hrafnastofuna. Þar sátu þeir á rá í tveggja metra hæð og þeir áttu það til að sitja þar lengi og ræðast við með mörg- um mismunandi hljóöum. Hrafninn er greindastur fugla. í Skandinaviu er hann styggur af þvi að fólk þvingar hann til þess. í Mustang í Tíb- et, þar sem íbúarnir eru búdda- trúar og hvorki drepa né borða dýr, ganga hrafnarnir um göt- urnar og borða úr lófum íbú- anna. D anskur dýrafræðingur hef- ur sagt frá því, þegar hann lagðist til svefns i berjalyng i grænlensku fjalli eina siðdeg- isstund. Hrafnshjón komu fljúgandi hátt í lofti, flugu i kross yfir honum, og siðan burtu. Skömmu seinna komu þau aftur og létu smásteina detta ofan á hann til þess að ganga úr skugga um, hvort hann væri dauður. Þau smá- þyngdu steinana, uns hann neyddist til að hörfa undan þeim, og þá flugu hrafnarnir burtu. í Alaska hafa hrafn- arnir sigrast á löngum vetrin- um með þvi að stríða úlfunum og fá þá til að elta sig, þegar þeir hafa drepið bráð sína. í Kenýa varð ég vitni að því, að karlljón reyndi að hrekja burtu hrafna, sem ekki virtu virð- ingaröðina að bráðinni; fyrst karlljónið, síðan kvenljónið, sem höfðu drepið bráðina, þá sjakalarnir og fuglarnir síðast- ir. Ég hef einnig séð hrafnana mína striða hundinum með því að gogga í bakið á honum, þeg- ar hann hefur verið með kjöt- bein. Meoan hundurinn elti annan hrafninn og lét kjöt- beinið liggja, greip hinn hrafn- inn beinið. Ferðamenn i Afriku og Ind- landi hljóta að dást að hröfn- unum, sem veiða sér til matar i óbyggðunum, meðan fólkið í byggð sveltur heilu hungri. í Benares, þar sem allt úir og grúir af biðjandi hindúum i ánni Ganges, má sjá hrafn- ana krækja sér í smáfiska úr ánni. Hrafnamir ljóma af heil- brigði og hreysti. Hversu ólíkt er líf þeirra lífi hundanna, sem Þeir fóru beint aff búrdyrunum, þótt við hefðum aldrei gefið þeim að eta þar. Þar sátu þeir of krunkuðu þangað til einhver kom og gaf þeim að eta. 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.