Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 12
Slúfkiriar í annaé sinn Skólaslit framhaldsdeildar Samvinnuskólans í Reykjavík fóru fram 14. maí síðastliðinn. Nú voru í annað sinn útskrifaðir stúdentar frá deildinni, og voru þeir sjö talsins. Þar sem frumvarp til laga um viðskiptamenntun á framhaldsskóla- stigi hafði ekki verið afgreitt frá Alþingi á þess- um tíma, og skólinn því ekki öðlazt formlegan rétt til að útskrifa stúdenta, var hafður sami hátt- ur á og síðastliðið ár, að prófdómarar frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð mátu prófin. Við skóla- slitin mætti Guðmundur Arnlaugsson rektor, og afhenti hann nýstúdentum prófskírteini sín. Stúdentarnir sjö, sem útskrifuðust í ár úr Samvinnuskólanum, eru þessir (taliö frá vinstri): Þórólfur Gíslason, Reyðarfirði, Methúsa- lem Þórisson, Reykjavík, Jón Leifsson, Reykjavík, Magnús Ólafsson, Norður-Múlasýslu, Guðríður Magnúsdóttir Akranesi, Gunnþóra Jónsdóttir, Norður-Þingeyjarsýsiu, Sigmar Arnórsson, Reykjavík. — Á myndinni til vinstri flytur Haukur Ingibergsson skólastjóri ræðu við skólaslitin. 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.