Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 31
vis þetta.
..Nú, svo þú átt systur, sem
heitir Abelóna. Hvar hefurðu
hana?“
..Heima á Norrewwoll. Og
Wamma hennar segir alltaf:
u ert sv° góð. Það segir hún
VlS Abelónu systur mína.“
Rödd mömmu er að því kom-
10 að bresta.
..Parðu nú og leiktu þér við
k*su litlu.“
..Abelónu systur minni finnst
ekki gaman að kisu litlu.“
..Nú ....“
Ég heyri, að mamma flýr og
su litla hoppar á eftir henni.
Þn alit í einu hættir litla fóta-
aklf’ ~ hún hefur fundið
.,eikkað“, sem hægt er að leika
ser að. Mamma kemur inn til
0g andlitið er bólgið af
hlatri.
„Heyrðirðu þetta? Nú er hún
U1n að útvega sér systur.
vaðan úr ósköpunum fær
hún þessar hugmyndir? Abel-
óna! Hvar hefur hún heyrt
þetta nafn. Þessi vitlausa
stelpa. Ef hún nefnir þessa
„systur“ í hvert sinn, sem hún
hefur gert eitthvað af sér, þá
gefst ég upp á henni. Hún er
nógu skæð ein sér ...“
Ég treð í pípu og reyni að
koma mér upp virðuleika á
meðan ég kveiki i henni.
„Þetta er vitleysa, að vera að
tala um að gefast upp á ein-
hverju. Barnið hefur ímynd-
unarafl. Það hefur hún frá
mér og þú munt sjá, að við ráð-
um við þessa „systur“. Upp-
eldi....“
„Eigum við ekki heldur að
tala um eitthvað, sem þú hefur
vit á?“ grípur hún vingjarn-
lega frami. Ég sný baki í hana,
ég ætla að vinna og vil ekki
láta trufla mig. Úti skín sólin
og i miðju sólskininu hljómar
rödd þeirrar litlu:
„Mamma má ég fara í búð-
ina?“
„Hvað ætlarðu að gera í búð-
ina?“
„Ég ætla til Abelónu systur
minnar.“
Abelóna varð fljótlega ein af
fjölskyldunni. Við fengum lýs-
ingu á henni. Hún var með
„krullað" hár og var sex-sjö-
fimm ára, sú litla notar alltaf
einkennilega samsettar tölur.
Og vitundin um að eiga „syst-
ur“ setti augljóst svipmót á
litlu dömuna. Á meðan mamma
beitti allri sinni uppeldisleikni
til þess að vinna á móti stöð-
ugum áhrifum Abelónu, rann-
sakaði ég fyrirbærið og varð
ég mér úti um verðmæta við-
bót til skilnings á þróun lifandi
lygi. Það er lygi, sem býr yfir
ótrúlegum lífskrafti. Sú grófa
lygi, sem notuð er til að afla
sér hlunninda á ósanngjarnan
hátt og syndarinn er sér með-
vitandi um, hana má gjarnan
kveða niður með ákveðnum
sönnunum, sem fella undir-
stöður hennar. Öðruvísi er
þessu varið með hina lifandi
lygi. Hún upphefst kannski oft-
ast undir sömu kringumstæð-
um og öll önnur lygi, en hún
er sterkari en upphafsmaður
hennar, þessvegna fer svo að
lokum, að hún sannfærir þann,
sem hafði í hyggju að sann-
færa aðra með hjálp lyginnar.
Sú litla fann upp á Abelónu
„systur“ sinni til þess að slá
rassskelli á frest. Það heppnað-
ist, en fáum minútum síðar var
hún i hugarheimi sínum svo
yfir sig hrifin af því að eiga
„systur“, að hugarflugið náði
tökum á henni og „systirin“
varð samstundis staðreynd. Ég
var þegar farinn að hugsa til
þess tima, þegar sú litla sem
fullþroska kona myndi hag-
nýta sér fyrstu vísvitandi lyg-
ina gagnvart þeim, sem elsk-
aði hana. Og meðan ég svo
fjarri raunveruleikanum hugs-
aði fimmtán ár fram í tímann,
þroskaðist Abelóna „systir"
með slikum lifsþrótti, að á
hverju kvöldi, þegar sú litla var
komin í rúmið, horfðumst við
í augu i uppgjöf og þróttleysi
og hristum höfuðið.
Abelóna hafði fengið leyfi
hjá mömmu sinni til að tína
græn ribsber og eta þau. —
Mamma Abelónu var svo góð,
tilkynnti sú litla og Abelóna
hafði fengið leyfi til að taka
sér ýmislegt annað fyrir hend-
ur, svo að ekki var undarlegt,
að sú litla sóttist með æ meiri
ákefð eftir félagsskap hennar.
Garðurinn í kringum sumar-
húsið okkar var stór og fullur
af runnum, en fremur óvand-
lega girtur og voru margar
glufur á limgerðinu út að lág-
um sandhólunum á suður-
strönd Skagen, út að veginum,
sem lá vestur fyrir Tönnesen
kaupmann og Svaldrebakken,
sem var á milli okkar og leynd-
ardómsfulls ævintýraheims
gróðurstöðvarinnar. Þar að
auki voru öll hús í nágrenn-
inu full af börnum, ljóshærðum
börnum á öllum aldri og öll
höfðu þau mikinn áhuga á
þeirri litlu og var sá áhugi end-
urgoldinn. En við máttum
gæta að, — það var ekki svo lit-
ið atriði að sleppa þriggja ára
barni frá „Norrewoll" lausu út
i náttúruna. Þeirri litlu var því
stranglega bannað að rápa.
Auðvitað hafði hún rápað all-
an liðlangan daginn, síðan
við komum hingað eins og heil-
brigt og óhlýðið barn, en þang-
að til Abelóna kom, hafði hún
þó rápað með dálitlu samvizku-