Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 35
★ túrisminn Það er nú orðið algeng sjón á sumrin hér á landi að sjá risastór ferðamannaskip úti íyrir Reykjavíkurhöfn. Þetta er engan veginn nýtt af nálinni. Perðamannaskip komu hingað alltítt síðustu árin fyrir stríð- lð. og frá þeim tíma er sagan, sem hér fer á eftir: Einu sinni var hér á ferð brezkt skip, og með því var að- alsmaður, sem bað að útvega sér góðan enskumann sem túlk, t>ví að hann hefði hug á að kynna sér Reykjavík og um- hverfi hennar sem bezt. Þetta var i miðjum sumar- önnum og þvi hörgull á góðum túlkum. Loks fékkst þó piltur úr nienntaskólanum, sem talinn yar góður enskumaður, aðals- •hanninum til leiðsagnar og að- stoðar. Ekki er annað vitað en allt hafi gengið að óskum hjá túlk- inum, þar til Englendingurinn biður hann seinni hluta dags a3 vísa sér á „lavatory“, en það býðir salerni. Svo illa vill til að túlkurinn niisskilur þetta og heldur að nðalsmaðurinn muni eiga við efnarannsóknarstofu (labora- i'Ory). Hann fer þvi þangað með hann og hittir fyrir Bjarna Jósefsson efnafræðing. Bjarni vill ekkert skipta sér nf Englendingnum, en skilur Þó að hann vill kasta af sér vatni. Nú eiga menn aðeins það eina erindi til Bjarna í þeim Wlgangi að láta rannsaka þvag- ið. Bjarni fær því Englendingn- nm þvagflösku. Englendingurinn verður dá- iitið skrítinn á svipinn, en kannast þó sýnilega við flösk- una og fer út i horn og lýkur sér þar af. Bjarni var vanur að taka i-vser krónur fyrir rannsókn á bvagi og lét menn greiða það fyrirfram og biður því túlkinn að segja Englendingnum, að hann eigi að borga tvær krón- úr. Þetta gerir túlkurinn. En nú kemur fyrst alvarlegt hik á Englendinginn. Hann verður skritnari á svipinn. Bjarni veit það, að Englend- ingar geta oft verið sýtings- samir um smámuni, og hyggur að komumanni þyki rannsókn- arstofan dýr á rannsókn þvagsins. Hann þrífur þvi flöskuna i fússi og segir við túlkinn: — Segðu honum, að ef hann borgi ekki þessar tvær krónur strax, þá bara helli ég því nið- ur. ★ HEIMSPÓLITÍKIN Sósíalisti kom eitt sinn inn á skrifstofu Rotschilds baróns, sem var vellrikur bankastjóri. Ekki var hann fyrr setztur en hann tók að deila við banka- stjórann um hina ójöfnu skipt- ingu auðsins i heiminum. Hann kvaðst vænta þess, að þeir tím- ar kæmu, að auðnum yrði jafnt skipt milli allra íbúa jarðar- innar. Rotschild kallaði á einkarit- ara sinn og spurði hann, hve mikill auður sinn væri. Stúlkan svaraði því. Þá bað hann hana að fá upplýsingar um, hve margir íbúar alls heimsins væru það ár. Að þeim fengnum gerði hann nokkra útreikninga á blað- snepil, en kallaði síðan stúlk- una enn fyrir sig og sagði: — Vilduð þér gjöra svo vel og greiða þessum heiðursmanni sex sent sem hlutdeild hans í auði minum. ★ SÖLUMENNSKAN — Hvað sem þú gerir og hvað svo sem viðskiptavinur kann að verða þér erfiður, sagði verzlunarstjóri skóbúðar við nýja afgreiðslumanninn, — þá máttu aldrei selja skókassa þann, sem er yzt til hægri i neðstu hillunni við gaflinn. — Hvers vegna ekki, spurði afgreiðslumaðurinn forviða. — Af þvi að þar er nestið mitt, svaraði verzlunarstjórinn. ★ SÆLURÍKIÐ Skömmu eftir að Búastrið- inu lauk, var enskur ræðumað- ur að vekja áhuga áheyrenda sinna á Suður-Afríku. Honum mæltist eitthvað á þessa leið: — Suður-Afríka er prýðilegt land. Þar vantar ekkert nema betri íbúa og meira drykkjar- vatn. Þá gall við einn af áheyrend- um: — Það er nú líka það eina sem vantar í helviti! ★ LEIKLISTIN Franska skáldið Voltaire var eitt sinn viðstaddur æfingu á einu af leikritum sínum og veitti því þá athygli, að einn leikaranna hafði sofnað. Sárgramur hristi Voltaire leikarann, svo að hann vakn- aði — og sagði um leið: — Heldurðu, að þú sért einn af áhorfendum eða hvað? Afgreiðslustaðlr Samvinnubankans $ Samvinnubankinn Bankastræti 7, Reykjavík. Sími 20700

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.