Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 33
Það sé ég og skil. Blessunin!
Hún er hamingjusöm, en hug-
Wyndaflugið er heimilislaust
siðan Abelóna kom i raunveru-
'eikanum. Einn daginn reyndi
Þún að tala um „bróður minn
Hansen“, en þegar mamma
svaraði því „rugl“, lét hún und-
an og sagði auðmjúk „já“. Af
eðlishvöt fann hún, að þessi
leið er ekki lengur fær. En það
yrði síðar. Það var hin leyndar-
úómsfulla hvöt barnsins til
Þess að skapa sitt eigið líf, þörf
Þess á eigin heimi, sem ófst
saman og varð að Abelónu
„systur“.
Hún er að velta sér úti á
grasinu núna, þegar ég skrifa
þetta. Hún hjalar blíðlega við
sjálfa sig. Hún dvelur hjá
hugsunum sínum, sem taka á
sig myndir manna og dýra,
merkilegra jurta og ævintýra-
legra atburða, sem hún á allt
saman ein. Það gerjast i henni
og grær og einn góðan veður-
dag verður það svo sterkt, að
hún kemur með það til okkar.
Hvað verður það? Ég veit það
ekki ennþá, en hún getur ör-
ugg komið. Það er hlutverk
okkar að taka á móti því og
hjálpa henni, svo að það líði
ljúflega hjá aftur eða öðlist
raunverulegt líf einn góðan
veðurdag. Hún lítur upp, —
hún brosir og sýnir mér leynd-
ardómsfull og í trúnaði, að
hún hefur tínt þau blóm, sem
hún veit vel, að mamma vill
ekki, að hún tíni. Ég segi uss
og beini að henni vísifingrinum
og hún hermir eftir mér, við
höfum sameinast í vitundinni
um dálitið afbrot. Nú kemur
hvíti kettlingurinn nágrann-
ans, sú litla þýtur á eftir hon-
um og þá er það gleymt. Þann-
ig skeður það, — þannig
gleymist það, það vex í huga
hennar, heimur hugarflugs og
raunveruleika og dag nokkurn
er hún fullþroskuð, litil mann-
eskja. Svona er það að vera
foreldri. +
Anna María Þórisdóttir
þýddi.
VÍSNASPJALL
I þessum þætti skulum við blaða
ögn i bókinni Þingeyskt loft, sem hef-
ur að geyma kvæði og stökur eftir Jón
Bjarnason frá Garðsvík. Samvinnu-
menn um land allt þekkja Jón frá
Garðsvík, meðal annars fyrir smelln-
ar tækifærisvísur, sem hann hefur ort
°g fiutt á aðalfundum Sambandsins.
Jón Bjarnason er fæddur og uppal-
inn á Grýtubakka i Höfðahverfi, en
fluttist að Garðsvík á Svalbarðsströnd
liðlega þrítugur og bjó þar i 28 ár.
Hann er nú búsettur á Akureyri.
Vísnaspjall Samvinnunnar tekur
ser það bessaleyfi að birta nokkrar
vísur úr bókinni valdar af handahófi.
Hinn breiði vegur
Burt eg skeiða flónsku frá
fram þá breiðu vegu.
Ég er leiður orðinn á
öllu heiðarlegu.
Höf. leiddi kú milli bæja,
ónefnanlegra erinda
Gigtarlúinn geng við staf
gjöri búi sinna.
Stöðugt knúinn áfram af
eðli kúa minna.
Mannlífið
Allt er á hviki, engin grið.
Ekkert hik né friður.
Einn er að fika upp á við.
Annar að skrika niður.
Hann var enginn athafnamaður
Drýgði hvorki dáð né synd.
Dáður litt af konum.
Öll bjó fyrir ofan þind
ástarþrá hjá honum.
Þau voru að slá og raka.
Veðrið versnaði
Inn i kuldaskýlið skreið.
Skúrir buldu á þaki.
Fylgdi Huldu heim á leið.
Hafði skuld á baki.
Líkt og aðrir bændur þráði höf.
að komast í hreppsnefnd
Er það kyn þótt aumingi
eitthvað dreypi á flösku,
sem hefur ekkert embætti
og enga skjalatösku.
Veiðimaður
Ottó skimar eftir bráð.
Ef í hausinn glyttir,
miklu fyrr en menn fá gáð,
miðar, skýtur, hittir.
Gamall syndaselur
Kenndur var við kvennafar.
Hvergi spar á þessháttar.
Nú við arin, orðinn skar,
upp á starir meyjarnar.
Piparmey
Meðan árin tölu týna
tilgangslaust á vonarey
kyndir ástin elda sína
allt í kringum piparmey.
Að gefnu tilefni
Þegar fröken framhjá gengur
fer að gjósa hjartans hver.
En ég er ekki ungur lengur.
Almáttugur hjálpi mér!
Um gömlu, góðu stökuna
Stakan mína léttir lund
líkt og sólin geislum stafi,
þegar verður stund og stund
stormahlé á lifsins hafi.
Höf. var á ferð með nokkrum merkum
Eyfirðingum. Menn létu fjúka í kviðl-
ingum, eins og hendir í langferðabíl-
um. Upp kom staka um hið margrædda
loft í Þingeyingum. Rann þá höf. blóð-
ið til skyldunnar að svara:
Þessi heyrist ærið oft
öfundsjúkra kliður.
Eyfirðingar eiga loft,
en anda þvi bara niður.
Heimspeki, eða hvað?
Ævidagur áfram rólar.
Einskis góðs ég fer á mis,
ef ég bjarma aftansólar
ann sem geislum hádegis.
Að leiðarlokum
Lýk ég glaður lífsins vöku
— lítið strá á Braga teig —
ef ég veit um eina stöku
eftir mig sem reynist fleyg.
♦
33