Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 9
rymi bauðst hjá kaupfélaginu a Kópaskeri fluttust leiksýn- þangað. Nýlega hefur á °Paskeri verið gerð könnun á Pessu efni, sem vafalaust er re það sem hún nær, en ó- hvort hún er tæmandi. amkvæmt þeirri könnun voru 1 dæmis eftirtalin leikrit synd: Pétur skraddari (þýtt), engdamamma (Kristín Sig- lusdóttir), Bjargið (Jakob ^uúri), Maður og kona (Jón f hor°ddsen), Apakötturinn utlent), Upp til fjalla norskt), Syndir annarra mar Kvaran), Frænka unarleys og Happið (Páll J. Ardal). Að þessum leiksýningum 0 u fjögur félög, Kvenfélagið iarnan, Kvenfélagið Kol- SvU>’ Kngmennafélag Núp- unSa og Ungmennafélag wettunga. Leikstarfsemi á Kopaskeri mun hafa staðið sviPuðum hætti til ársins ’ en verið litil eftir það. , .Jar ^að, að farið væri með eikflokka milli sveita. Má nn sem dæmi, að Kópa- ersmenn sýndu Sundkapp- n 1 Kelduhverfi og Keldu- hverfingar Kinnarhvolssystur (1953) á Kópaskeri við mikla hrifningu á báðum stöðum. Sú viðleitni til leiklistar, sem hér hefur verið getið, á skilið ýtarlegri umsögn, en rúmsins vegna er hægt að gefa hér. Það skal þó fullyrt, þó að hér væri eingöngu um framtak heima- manna að ræða, sem engra faglegra leiðbeininga nutu, þá skapaði starfsemin örugga leikmenningu i héraðinu. Óhætt er að fullyrða, að ein- stakir leikarar náðu i þessum sýningum árangri á lands- mælikvarða. Sérkennilegt er það, að í fámenni koma fjár- mál naumast til greina i sam- bandi við starfsemi þessa. Það sem fólkið leggur á sig, er unnið fyrir málefnið. Þau standa í járnum ánægjan og launin. Hljómlist og sönglist áttu miklum vinsældum að fagna um og eftir siðustu aldamót. Munnharpan og harmonikan fullnægðu við dansleiki, fyrir æðri hljómlist voru orgelið og fiðlan. Hljóðfæri þessi voru afar sjaldgæf í fyrstu, en vegna vinsælda þeirra fjölgaði þeim, aðallega orgeli. Langspil liðna timans var þá að syngja sitt siðasta vers. Hin andlega vakning þjóðar- innar á síðustu tugum 19. ald- arinnar fékk ónóga útrás vegna fátæktar og þó enn fremur að- stöðuleysis til skólamenntun- ar. Útþráin fylgdi fast á hæla vakningarinnar. En leiðir til skólamenntunar voru engar. Þó voru til staðar disir tvær til huggunar, ljóðdísin og söng- dísin og þær voru tengdar systurböndum. Aldamótaskáld- in svöluðu mörgu þyrstu hjarta og söngdísin á næsta leiti. Eitt og eitt heimili komst yfir org- el, ungur sveinn eða meyja varð sér úti um tilsögn i spil- un og það var farið að sam- syngja ættjarðarljóðin. Þessi menning þróaðist ört. Á fyrstu tugum aldarinnar fjölgaði hljóðfærum jafnt og þétt, kunnátta í hljóðfæraleik og söngur varð almennings eign. Ungmennafélögin tóku i sama streng. Björn Kristjánsson siðar kaupfélagsstjóri lærði orgel- spil í æsku, kenndi unglingum í sínu umhverfi og æfði söng. Það var kveikjan í þeirri sveit. Svava Þorleifsdóttir var braut- ryðjandi í Öxarfirði og foringi meðan hennar naut við. Stein- þór Þorgrímsson vinsæll laga- smiður kom inn i héraðið á stríðsárunum fyrri. Hann stofnaði söngkóra í Öxarfirði og Kelduhverfi og æfði þá til 1920 eða 1921. Árni Björnsson í Lóni æfði söng i heimahögum í 8 ár, eftir þvi sem næst verður komist. Starfssvæði hans varð sveit- irnar Kelduhverfi, Öxarfjörð- ur, Núpasveit og Slétta. Hann byrjaði í Kelduhverfi með 6 manna karlakór 1923 þá 18 ára. Hann hafði verið um tíma i spilatíma hjá Sigurgeir söng- kennara á Akureyri til styrktar sjálfsnámi. Sem söngstjóri var hann mjög fullkominn, ná- kvæmur og öruggur. Þar við bættist óvenjulegur áhugi, fórnfýsi og síðast en ekki síst töfrandi persónuleiki, sem hafði þau áhrif á syngjendur, að allt varð að víkja fyrir söngnum. Það mátti segja, að hann færi eldi um sveitirnar. Árangurinn varð mikill. Hann æfði karlakóra og blandaða 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.