Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 7
Dröfn Farestveit, húsmæðrakennari
Pressugersbakstur
Margar húsmæður forðast
Pressugersbakstur og vex hann
1 augum, þar sem hann er
nokkuð frábrugðinn venjuleg-
Urn bakstri. Kostir hans eru
hins vegar ótvíræðir. Hráefnið
* hann er yfirleitt ódýrt og
hann hefur mikið geymsluþol.
Einnig er gott að geyma hann
\ frysti, hvort heldur deigið er
óbakað eða fullbakað.
Eggjabollur
V2 kg hveiti
3 egg
1 tsk. salt
350 gr bráðið smjör
Vz dl sykur
50 gr pressuger (5 mælitsk.
þurrger)
Leysið gerið upp og setjið
sykurinn saman við. Búið síðan
i'ii deigið á venjulegan hátt.
Látið hefast. Hnoðið deigið og
skiptið þvi i 24 bollur og setjið
i smurt muffinsmót eða papp-
irsform (hafið þá tvö saman).
Aður hafði verið tekið frá smá
óeig og búnar til litlar kúlur,
á stærð við heslihnetu, þrýstið
Þessari litlu kúlu í miðjuna á
hverri bollu. Látið hefast og
bakið við 275 gr. í ca. 10 mín-
útur.
Horn
2 y2 dl köld mjólk
50 gr pressuger
1 tsk salt
2 lítil egg
1/2 kg hveiti
300 gr smjör
Leysið upp i volgri mjólkinni.
Síðan er búið til venjulegt
hnoðað deig. Fletjið siðan út í
ferning og skerið kalt smjörið
í þunnar sneiðar og setjið á
helming deigskökunnar. Brjót-
ið saman og þrýstið köntunum
saman og gætið þess, að smjör-
ið fari ekki út. Þrýstið köku-
keflinu niður á deigið svo
smjörið þrýstist inn i deigið.
Fletjið deigið aftur út og brjót-
ið i þrennt. Endurtakið þetta
þrisvar til fjórum sinnum. —
Gott er að setja deigið í kæli
á milli. Þetta er sígilda aðferð-
in að meðhöndla smjördeig á.
Skiptið síðan deiginu í tvennt
og fletjið út í kringlótta köku
og skiptið henni í 10 hluta
þannig að það myndist þrí-
hyrningar. Síðan er þeim rúll-
að upp frá breiðari endanum
og beygt i horn. Látið hefast
en ekki yfir hita i Vz—1 klst.
Bakið við 250 gr í 7—8 mínútur.
BRÉFASKÓLINN
Bréfanámskeið í félagsfræðum
Fundarstjórn og fundarreglur. Þrjú bréf ætluð jafnt
námshópum sem einstaklingum. Kennt er hvernig góð-
ur fundarstjóri stýrir fundum og eftir hvaða reglum ber
að fara til að ná sem bestum árangri af störfum funda.
Kennari er Eiríkur Pálsson lögfræðingur. — Verð kr.
1.400.00.
Bókhald verkalýðsfélaga. Fjögur bréf samin af kenn-
aranum, Guðmundi Ágústssyni hagfræðingi. Námsefn-
ið er einkar hentugt fyrir gjaldkera og aðra þá sem
starfa fyrir verkalýðsfélög eða áþekk samtök. — Verð
kr. 1.400.00.
Hagræðing og vinnurannsóknir. Fjögur bréf samin af
Hagræðingard. Alþýðusambands íslands, sem einnig
annast leiðbeiningar námskeiðsins. Verð kr. 1.400.00.
Staða kvenna í heimili og þjóðfélagi. Fjögur bréf, þýdd
og staðfærð af Sigríði Thorlacius, formanni Kvenfé-
lagasambands íslands, sem einnig er leiðbeinandi
námskeiðsins. — Verð kr. 1.400.00.
Siðvenjur og háttprýði. Sex bréf eftir Hákan Sommer-
set yfirkennara. Sigríður Thorlacius þýddi og staðfærði.
Eins og nafnið ber með sér fjallar námskeiðið um eðli,
inntak og skipulag mannlegra samskipta. — Verð kr.
1.000.00.
Sálar- og uppeldisfræði. Fjögur bréf, þýdd og tekin
saman af skólastjórunum Valborgu Sigurðardóttur og
dr. Brodda Jóhannessyni. Námsefnið er einkum ætlað
húsmæðrum og öðrum sem fást við uppeldisstörf.
Kennari er dr. Þuríður J. Kristjánsdóttir uppeldisfræð-
ingur.
Saga samvinnuhreyfingarinnar. Átta bréf og Samvinnu-
saga eftir Guðmund Sveinsson skólameistara, Sam-
vinnan á íslandi eftir Jónas Jónsson frá Hriflu og ís-
lenskt samvinnustarf eftir Benedikt Gröndai. Fjallað
er um sögu hreyfingarinnar fram á þennan dag, starfs-
hætti hennar og árangur. — Kennari er Guðmundur
Sveinsson. — Verð kr. 1.500.00.
Áfengismál. Þrjú bréf eftir kennarann, Baldur Johnsen
lækni, D. P. H. Áfengisvandamálin eru hér rædd frá
fræðilegu sjónarmiði. — Verð kr. 1.000.00.