Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 18
Ég man eftir einni siglingu inná Ingólfsfjörð með eina konu með litla tösku sem hún hélt á. Nei — meira var það raunar, það var einn sekkur sem þar átti að fara i land að auki. Svo var siglt inn fjörðinn og flautað, þvi þá gerðu skip vart við sig, en læddust ekki eins og nú i hafnir og úr eins og þjófar. Það kom ekkert kvikt niður á bryggjuhrófið að taka á móti línunni, svo að einn okkar varð að síga niður á bryggjuna og setja fast með- an konan, taskan og sekkurinn var látinn i land. En þegar við vorum búnir að kasta lausu staulaðist elliær maður út á stétt hússins sem næst var bryggjunni og kallaði skræk- róma út á lygnan fjörðinn: Það er enginn heima. Það eru allir í mó. Ég hló. Stundum kastaðist i kekki milli íslendinga og dana, eink- um á knæpunum i Kaup- mannahöfn. — Ottó Mar- teinsson, alltaf kallaður Ottó Marteins, einstakt snyrti- menni, hvers manns hugljúfi, fagurmenni, var að læra að baka i Kaupmannahöfn. Ó- kunnuga óraði ekki fyrir hvi- likt afl, snerpa og snarræði bjó i þessum spengilega manni. Óttó var þrautþjálfaður glímu- maður frá blautu barnsbeini og um tima handhafi fegurð- arglimuverðlauna. Hann var svo stæltur að hann spennti ristarnar yfirum þverslá yfir mjölgeymslunni og lyfti hundr- að kílóa sekk frá gólfi með tönnunum. Þetta lék enginn eftir honum. Ottó kom oft um borð til okkar og fór með okk- ur í land, ungu hásetunum. Ég hef aldrei verið fyrir áfengi, en mér þótti gaman að drekka nokkra bjóra á knæpu með fé- lögum minum, og svo er það eitt sinn að við sitjum nokkr- ir ásamt Ottó yfir öli í Ný- höfninni, glaðir og reifir og höfum víst dregið óþægilega að okkur athygli sumra stúlkn- anna sem þarna sátu með vin- um sínum, ekki síst Ottó, og þar kemur að einn daninn, þreklegur náungi, fer að abb- ast uppá okkur, ýta við okkur, dangla í okkur, egna okkur — og brátt hafa tveir bæst i hóp- inn. Við reynum að forðast vandræði, sitjum á okkur, og Ottó, svo sem titt er um vaska menn, er allra manna sein- þreyttastur til vandræða og margbiður danina að láta okk- ur i friði, við séum hér að skemmta okkur með menning- arbrag á íslenska vísu og æskj- um ekki annars en að fá að drekka okkar öl í friði. Nei, nei, það er ekki við það komandi. Ottó er gefinn selbiti og annar dólgsháttur hafður í frammi við hann, það gerir sá þreklegi, hinir tveir egna mig og félaga minn frá borði. Ottó er nú ris- inn á fætur; nú er honum nóg boðið. Næst okkur er setið borð, en handan þess er annað autt. Og nú gerist nokkuð sem knæpugestir höfðu aldrei fyrr augum litið; einkennilegur undrunarkliður fór um salinn — og svo stóðu menn á önd- inni. Ottó, þessi bjarti fallegi maður, gæddur styrk og mýkt hlébarða, hefur tekið stórvaxna danann glímutökum, lyftir honum eins og hann ætli að bregða á hann klofbragði, en hann fer hærra með hann, miklu hærra, hann jafnhattar hann, keyrir hann upp í ljósa- krónu, lætur hann síga ögn, fjaðra og varpar honum svo yfir setna borðið — í stóran boga yfir á auða borðið sem brotnar með braki og brestum undan þunga sendingarinnar. Bomm — og búið. Óeirðaseggur var fljótur út, skildi fyrst hvorki í þennan heim né annan, leit um öxl á Ottó, skreið nokkra metra — og tók síðan til fótanna og út — og félagar hans á eftir hon- um. Þjónarnir þyrptust að okkur, buktuðu sig, sögðu Sussu-suss. Má ekki bjóða ykkur umgang. Ottó þáði það allra náðarsam- legast. Öðru sinni vorum við á næt- urklúbb, Ottó og ég, og þar eru tveir þjónar af Gullfossi að skemmta sér, ungir, fíngerðir menn, þannig menn sem ganga í augun á drjúgum hluta kven- þjóðarinnar, laglegir strákar. Guömundur Bjarnason hét annar þeirra, ágætis drengur. Þeir njóta svo mikillar kven- hylli þarna að heift hleypur i tvo dani, auk þess sem Guð- mundur gat verið meinyrtur, og það slær í brýnu við dan- ina, orðaskak. En danirnir, þessir lika raumar sitja á sér, miklu stærri og gildari menn en Ottó. Það er skammt í lokun og þá gæfist færi á að jafna um Guðmund. Ég las þann á- setning úr augnaráði þeirra. Svo yfirgefa Guðmundur og fé- lagi hans næturklúbbinn, og þá veiti ég því athygli að raum- arnir fara á eftir þeim félög- um. Nú er vont í efni, segi ég við Ottó. Þeim Guðmundi er veitt eftirför. Ottó bregður skjótt við og stekkur út og ég á eftir honum. Annar daninn hefst ekki að, en hinn, sá meiri, er þá búihn að stilla Guðmundi upp við steinvegg, hefur axlir Frumherjar samvinnustefnunnar Fyrstu reglumar Það gerðist þrem dögum fyrir jól á því herrans ári 1844 i iðnaðarbænum Rochdale í Norður-Englandi, að opnuð var verzlun í hrörlegum húsa- kynnum i Froskastræti. Eftir að löngum vinnudegi var lok- ið i verksmiðjum lögðu ýmsir borgarar leið sína í götuna til að sjá, hvað þar væri að gerast. Óknyttastrákar köst- uðu aur að húsinu, en hlerar voru fyrir gluggum. Inni í búðinni voru nokkrir vefarar, fátækir fjölskyldu- menn. Vörubirgðirnar voru litið annað en hveiti, sykur, smjör og haframjöl, og hefðu komizt á einar hjólbörur. Vefararnir hikuðu við að opna gluggahlera og sýna umheiminum inn i hina nýju búð. Það var beigur i sumum þeirra, en loks sótti ungur maður i sig veðrið og hratt hlerunum frá. Þá hló allt Froskastræti. Þessi nýja verzlun var byrj- un á starfsemi „Félags jafn- réttisfrumherja í Rochdale" — kaupfélagi, sem varð upp- haf að samvinnuhreyfingu nútímans. Stofnendur voru ungir og þróttmiklir menn 27 talsins, og lofuðu þeir að leggja fram eitt sterlings- pund hver, sem greiða skyldi með tveim pensum í viku hverri. Meiri voru efnin ekki. En félagið dafnaði, gat innan skamms aukið starfsemi sina og félagsfólki fjölgaði. Það starfar enn í dag með mikl- um blóma. Þannig hljóðar í stuttu máli sagan um upphaf sam- vinnuhreyfingarinnar. Hún er sönn, svo langt sem hún nær. — Vefararnir settu sér starfsreglur, sem enn i dag eru grundvallaratriði allra samvinnufélaga, og frá félagi þeiira má rekja vax- andi áhrif. Smám saman fjölgaði þeim samtökum, er störfuðu á sama grundvelli, þau tóku höndum saman, færðu út kvíarnar. Þessi saga segir þó aðeins hálfan sannleikann. Vefar- arnir fundu ekki upp neitt af höfuðatriðum stefnuskrár sinnar, heldur drógu saman eldri hugmyndir á þann hátt, sem siðan hefur reynzt far- sæll grundvöllur öllum slík- um félagsskap. Samvinnu- hugsjónin sjálf er í einstök- um atriðum miklu eldri en fé- lagið í Rochdale, mörg hundruð kaupfélög höfðu ver- ið stofnuð og starfað fyrir daga þess. Söguna verður því að rekja aftur fyrir 1844. Iðnbyltingin hófst á seinni hluta átjándu og fyrri hluta nítjándu aldar. Þá hófst véla- notkun í iðnaði í stórum stíl, verksmiðjur risu og umhverf- is þær miklar iðnaðarborgir. Þetta var gerbreyting á þeim þjóðfélagsháttum, er áður höfðu ríkt. Fólk flykktist úr sveitum til bæja til að leita sér atvinnu. Fjármagnið skapaði eigendum sinum mikinn og skjótan auð, en hið vinnandi fólk, karlar, konur og ekki sízt börn hlutu sultarlaun fyrir langan vinnudag. Lífskjör verkafólks framan af nitjándu öld voru hörmu- leg í hinum nýju iðnaðar- borgum. Kaup var lágt og var miskunnarlaust skorið niður, ef þess þótti þörf i hinni hörðu samkeppni verksmiðj- anna. Atvinnuleysi var mikið og öryggi ekkert til. Lifskjör fólksins, húsnæði, fæði, klæði, voru langt fyrir neðan það, sem nú telst mannsæmandi. Svo fór, að ýmsir risu gegn þessari hörmulegu hrörnun mannlífsins, gegn þessu þjóð- félagi, sem virtist byggjast á þrældómi og eymd fólksins. Fram komu margir hug- sjónamenn, sem settu fram hans í greipum sinum og ætlar að fara að slá höfðinu á honum við steinvegg. Ottó lætur hvina í sér, truflar þannig gang mála meðan hann er að stökkva þessa metra sem á vantar til danans, þrifur svo i hann og segir: Hvernig getur þú svona stór maður verið þekktur fyrir að ráðast að þessum pilti? Hvað kemur þér þetta við, spyr hinn ókvæða og setur sig í boxarastellingar, tiplar tvö skref aftur ábak til að fá svig- rúm og slær, hyggst rota Ottó þarna á stundinni, en Ottó greip um úlnliðinn, keyrði þann handlegg að síðu danans og skaut sér á hlið við hann aftan til og náði þrælataki á úlnlið hinnar handarinnar og snéri upp á handlegginn, bar raum-

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.