Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 23
Þessa óvenjulega frásögn skrifar danski rithöfund- urinn Kelvin Lindemann, og fjallar hún um tvo hrafna, sem íslenzkur vinur hans gaf honum og urðu honum fjarska hjartfólgnir. Þeir voru aðeins nokkurra daga gamlir, þegar hann fékk þá, og þurftu ekki annars við en matar, rúmlega helming eigin þyngdar á dag. Hrafnar eru greindastir allra ingla, og það er með ólíkindum, hve mikla tryggð fólk getur bundið við þá, skrifar Kelvin Lindemann nieðal annars. Allt gekk vel með íslenzku hrafnana hans, þar til einn góðan veðurdag.... íslenzkur vinur minn sendi mér að gjöf tvo hrafnsunga, og þá rættist margra ára gamall draumur minn. Þeir krunkuðu eins og hásar krákur, þegar ég sótti þá á flugstöðina. Ég opn- aði appelsínukassann, sem þeir höfðu hírst i á þriggja tíma flugi. Þeir glenntu upp gogg- ana og heimtuðu mat. Þeir voru aðeins nokkurra daga gamlir og þurftu ekki annars við en matar, rúmlega helming eigin þyngdar á dag — og ég fóðraði þá einkum á Kelvin )' i unaUr U emann er kunnur höf- hUfa 1_ ®anmörku. Eftir hann á íslenz0kkkrar bækur veriö þýddar U’ m' a' skáldsagan Rauöu samt L arnar' Hér sést kann á- konu sinni. íslenzku hrafnsungarnir urðu snemma mjög spakir og hændir að mönnum. Þeir létu jafnvel vel að gestum, eins og sjá má á þessari mynd. hænsnalifur og kj úklingahj ört- um. Eftir viku þekktu þeir orð- ið fótatak mitt og krunkuðu, þegar þeir heyrðu mig nálgast hrafnastofuna. Þeir gerðu þá þegar greinarmun á fótataki mínu og annarra, því að þeir létu ekki til sín heyra, þótt aðrir gengju framhjá. Þeir voru farnir að „baða sig“, áður en þeir urðu fleygir. Ég hafði sett vatnsskál inn til þeirra, svo að þeir hefðu eitthvað að drekka, og þótt hún væri lítil, skriðu þeir strax upp í hana og fóru í fyrsta bað sitt. Þeir sveifluðu stélinu, svo að vatnið skvettist yfir hrygginn á þeim, rétt eins og fullorðnir hrafnar, og þó hafði enginn kennt þeim það. A daginn komu þeir út í sól- ina og hoppuðu á kjálkunum á hjólbörunum, þegar ég var að hreinsa undan þeim. Þeir vildu ekki vera einir og fannst sérlega gaman, ef ég lagðist í grasið, svo þeir gátu spígspor- að í kringum mig, reynt að bita tölurnar af skyrtunni minni, eða nartað varlega i eyrun og nefið á mér. Ef ég lét hornið á vasaklútnum standa upp úr vasanum, læddust þeir að mér eins og kettlingar, gripu í vasa- klútinn með goggunum, spyrntu i með löppunum, drógu vasaklútinn upp úr vasanum og hlupu burt með hann. Þeg- ar þeir eltust, varð ronson- kveikjari eftirlætisleikfangið þeirra. Kvenhrafninn var bæði heldur stærri en karlhrafninn og einnig frakkari. Hún varð fyrri til að uppgötva silfurgljá- andi kveikjarann, greip hann í gogginn, missti jafnvægið, en sleppti þó ekki þessari gersemi, heldur lá á bakinu með kveikj- arann í goggnum og báðar lappirnar beint upp í loftið. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.