Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 15
Samferðafólk situr manni
misjafnlega fast í minni,
mynd sumra máist fljótt út í
tímans rás, ekki vegna þess
a® Það sé endilega ómerkara
hinum, heldur oft af því að það
nefur ekki tengst minnistæðum
atvikum. Aðrir eru ljóslifandi
1 huga manns meðan maður
iifir sjálfur. Maður er samgró-
inn þeim. Þeir eru fljótir upp
1 hugann Sigurður Pétursson
skipstjóri, Bertel Andrésson,
Egill Þorgilsson, Geiri dúnkur,
hxel kokk, Jósep þjónn, Jónas
Böðvarsson, Jónas Lárusson og
Eriðsteinn Friðsteinsson sem
hallaði sig Stóna Stónason er-
iendis af þvi að rétta nafnið
hans komst aldrei óbrenglað
lnn i hausinn á nokkrum út-
iendingi. Að ógleymdum Sig-
urSi Einarssyni, Sigga Tömmer,
eins og hann var alltaf kall-
aður. Enginn vissi afl Sigga
Tömmer, hann var dæmigerð-
ur bátsmaður og timburmaður.
Einu sinni vorum við á leið til
ýskalands, höfðum flutt hesta
il E>anmerkur og komum við i
Gautaborg, höfðum litið sem
ekkert sofið á þriðja sólarhring
°g vorum að spúla lestarnar
Utn nóttina meðan við vorum
a® sigla til Þýskalands. Siggi
Tömmer stóð uppi á skerstokk
1 lúgukarmi, og var að rétta
ur hnykk á vatnsslöngunni sem
a niður i lestarbotn, og þá
^erður honum fótaskortur. Og
hana nú. Þarna skellur hann
a skerstokkinum, þessi mikli
^naður, missir jafnvægið, fell-
Ur’ °g ekki annað sýnna en
hann muni falla niður i botn
skipsins og limlestast til bana.
n ekki aldeilis. Ekki hann
iggi Tömmer. Hann réttir út
öndina, læsir greipinni um
lauta slönguna og það var
önd sem ekki sleppti þvi sem
un setlaði að halda, herðir
takið og svo fast er það að
ann seig rólega niður í botn,
s eppir slöngunni þar kímileit-
Ur’ hitnaði bara i lófanum, og
svo var það búið. Ég hef aldrei
seð aðra eins fingur á nokkrum
n^anni, og það einkennilega var
a þessir fingur voru svo næm-
lr að hann gat gert við úr með
eim, verið að dútla við úr-
jaðrir með þessum fingrum.
nistasmiður 0g listakennari,
lggl Tömmer. Og fastur fyrir.
Einu sinni var ég niðri i
^apalrúmi hjá honum og hann
ar að splæsa vira og ég að
*ra og þag var sýnikennsla
engln niærö. Siggi Tömmer
ekv S6r ?afnan hægt og hafði
1 mörg orð um hlutina,
ngsaði sig íengi um áður en
hann svaraði, tungunni i hon-
um varð ekki svo auðveldlega
komið af stað og stundum
svaraði hann alls ekki, lét sér
nægja að hugsa og hugsunin
komst stundum furðanlega til
skila án tungunnar. Svo kem-
ur þriðji stýrimaður og kallar:
Hvar er hann Ólafur?
Siggi Tömmer splæsir, kimir
við mér, svarar svo dræmt án
þess svo mikið sem lita upp,
splæsir.
Hann er hér.
Hann á ekki að vera þarna,
hann á að vera fram á að
skafa. Komdu Ólafur.
Siggi Tömmer splæsir, ekk-
ert að flýta sér, segir svo:
Hann verður hérna þangað
til hann er búinn að læra.
Stýrimaður hvarf á brott,
sagði ekki múkk.
Stóni var afbragðs sjómaður,
skipstjóraefni eins og Hannes
bróðir hans, sem lengi var skip-
stjóri hjá Ríkisskip, á varðskip-
unum, en Stóni var litblindur
og fékk þvi ekki inngöngu i
stýrimannaskólann, en hann
tók þvi með æðruleysi. Stund-
ur þegar menn voru að glett-
ast við Stóna, spurðu þeir
hvernig þetta eða hitt væri á
litinn. Ætli það sé ekki grátt,
svaraði Stóni jafnan góðlát-
lega. Ég sótti ekki svo lítinn
sjómennskufróðleik i sarpinn
þeirra Sigga Tömmer og Stóna.
Einu sinni munaði mjóu að
sömu Ránardætur yrðu okkur
Stóna að aldurtila. Það var mik-
ið veður og við vorum að festa
stormhurðirnar á fyrsta far-
rými, það voru stálhurðir sem
boltaðar voru yfir eikarhurð-
irnar i miklum sjó. Við vorum
búnir að festa sinn hvora
róna þegar holskefla sló skip-
inu á bakborðshliðina, þvert á
veðrið, og svo faldar önnur
hvítu himinhá og hlammar sér
i stórkostlegu brimveldi yfir
skipið og sú þriðja kýlir það
upp að framan. Stjórnborðs-
ganginn kolfyllir aftureftir, við
Stóni höldum okkur dauða-
haldi í keflishandriðið, lárétt-
ir í sjónum, svipað og urriðar
i straumfylltum áveitustokki,
og við vorum að missa tökin
þegar slegið var af vélinni,
skipinu beitt uppi, og þá gátum
við lokið verkinu. Við vorum
ekkert að skipta um spjarir það
sem eftir var af vaktinni, is-
lenska ullin er þeirrar náttúru
að hún einangrar betur blaut
en þurr. Það þekkja allir sem
hafa verið á togurum og notað
ullarvettlinga.
í bókinni Farmaður í friði og stríði, sem Skuggsjá
mun gefa út í haust, rekur Ólafur Tómasson stýri-
maður sjóferðaminningar sínar allt frá þeim tíma
að hann barnungur að aldri hóf sjómennsku á Esju
gömlu og sigldi með Norðmönnum á hafnir í róm-
önsku Ameríku. Hann er síðan í áratugi skipstjórn-
armaður hjá Eimskip, siglir allt stríðið, og bókinni
lýkur skömmu eftir að þýzkur kafbátur sekkur
Dettifossi í Faxabugt — undir stríðslok. Eftir stríð-
ið gerist Ólafur framkvæmd,astjóri Togaraafgreiðsl-
unnar í Reykjavík og er þar um árabil. Sægur far-
manna, sumra þjóðkunnra, kemur við sögu Ólafs,
þar á meðal Sigurður Pétursson skipstjóri á gamla
Gullfossi, fyrsta millilandaskipi íslendinga. Er lýs-
ingin á Sigurði sem skipstjóra og manni einn af for-
vitnilegri köflum bókarinnar. Ekki er að efa, að þessi
bók fyllir í ýmsar eyður í sögu íslenzka kaupskipa-
flotans og mannanna sem sigldu honum — í friði
og stríði. Jóhannes Helgi hefur farið höndum um
efnið af þekkingu og listfengi.
Jóhannes Helgi hóf feril sinn sem rithöfundur árið 1957 með smásagna-
safninu Allra veðra von. Síðan hafa komið frá hans hendi fjórar
skáldsögur, Horft á hjamið (1958), Hin hvítu segl (heimildarskáldsaga
1962), Svört messa (1965) og Hringekjan (1969). Árið 1961 kom Hús
málarans, minningar Jóns Engilberts, Svipir sækja þing, þjóðlífsmynd-
ir og minningaþættir, 1970, og árið eftir þýðing á Óþekkta hermannin-
um eftir Váinö Linna. Síðastliðinn vetur var flutt í útvarpi framhalds-
leikritið Eyja í hafinu, sem byggt er á skáldsögunni Svört messa, sem
cr kunnasta verk Jóhannesar Helga og hefur verið þýdd á rússnesku,
pólsku og litháisku. Auk bókarinnar, sem kynnt er á þessum siðum,
kemur út í haust hjá Almenna bókafélaginu ritgerðasafnið Sjónarhólar.