Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 10
ér KÓPASKERS- PÆTTI Munnharpan og harmonikan fullnægðu við dansleiki. Fyrir æðri hljómlist voru orgelið og fiðlan. Söngvaramir, ungir og örir, gengu á milli góðbúanna og skemmtu sér og öðrum. Menn hlustuðu á hann af forvitni, því að skoðanir hans komu ævinlega á óvart. kóra í öllum sveitunum, sam- einaði þá í heildarsöng og lét þá syngja sérstæða og samein- aða á íþróttamótum og héraðs- samkomum. Árni hvarf alfar- inn til Reykjavíkur siðla árs 1928. Eitt sinn um hávetur lagði Árni með sex manna kór sinn úr Kelduhverfi gangandi til Kópaskers, til þess að syngja þar á samkomu. Söngmenn fóru um í Sandi og ætluðu að ganga á skíðum, en þau gengu illa, því austanstorm gerði og skafrenning. Þeginn var beini i Skógum að venju og sungið. Áformað var að hvila næst á Valþjófsstöðum, en áfanginn reyndist strembinn. Áttin hall- aðist til norðurs og gerði bleytuhríð, þó ekki skæða. Dasaðir nokkuð, dragandi skiði sín komust þeir á leiðar- enda. Sveitasími var þá ekki kominn og vissi fólk á Val- þjófsstöðum ógjörla um ferðir söngkappa. En mannlega var við brugðið sem vænta mátti, voru blaut föt lögð við hita, gestir leiddir í hlýjar stofur og góðgerðir reiddar af rausn. Hresstist nú liðið og upphófst söngur og gamanmál, á með- an dró úr veðri. Valþjófsstaða- menn beittu hesti fyrir sleða og fengu söngvurunum til full- tingis. Sú hjálp kom sér vel og entist til sigurs i ferðalaginu. í Garði fögnuðu sex meyjar söngvurunum og leiddu til borðs, með pönnukökukaffi. Síðan var haldið að Aðalsteins- húsi á réttri stundu. Ekki verð- ur fært i letur allt sem gerðist á því kvöldi. Samkoman mun hafa verið á vegum kvenfélags, því þar fóru fram nokkrar heimagerðar óperettur um þjóðleg efni fluttar af töfrandi konum. Var Jón læknir þar eitthvað nálægur, enda var hann leiðandi kraftur í félags- málum unga fólksins á sinni tíð. Ekki stóð upp á Árna eða kórinn. Þeir sungu og sungu hjartnæm lög, hrikaleg lög og allt þar á milli á þremur þjóð- tungum, við mikla hrifningu. Ræðuhöld voru einhver, en al- veg i gleymsku fallin nú. Á eftir var stiginn dans. Þar með er tiund lokið. Söngvararnir, ungir og örir, gistu tvær nætur í Núpasveit, gengu milli góðbúa og skemmtu sér og öðrum, en það er önnur saga. Næsta áratug eftir brottför Árna Björnssonar, æfðu organ- istar kirkjusöng eftir þörfum, en önnur söngþjálfun mun lít- il hafa verið á félagssvæðinu. Haustið 1940 leituðu Keldu- hverfingar hófanna við Jón Sigfússon fyrrum bónda á Hall- dórsstöðum i Reykjadal, sem mikið hafði starfað að söng- málum um dagana og i seinni tíð fengist við söngstjórn í nokkrum sveitum, um að koma norður og æfa kórsöng. Jón tók vel i erindið og talaðist svo til, að hann kæmi norður úr nýári. Lét hann í það skína, að hann væri tilbúinn að starfa til vors. Var þá haft samband við forna félaga í hinum sveitun- um, sem allir reyndust fúsir til samvinnu. Er ekki að orð- lengja það, að Jón kom eins og um var talað, sá og sigraði einsog kallað er. Hann tók upp þráðinn frá 1928, munstraði karlakóra og samkóra í öllum sveitunum fjórum og starfaði af slikum áhuga sem ungur væri. Tókst ágæt samvinna um söngmálin, bæði milli söng- fólks og milli sveita. Jón Sig- fússon var miklum umgengnis hæfileikum búinn, var smekk- vís i vali verkefna og vakti hvarvetna gleði. Hann starfaði hér frá nýári til vors í tvo vet- ur 1941 og 1942. Sameinaðir kórar Jóns Sigfússonar sungu á þessum árum á menningar- samkomum K N Þ og héraðs- mótum í Ásbyrgi. Við brottför hans var söngáhugi i hápunkti. Komu þau ekki að tómum kof- um, sem við tóku. Björg Björnsdóttir í Lóni kom að sjálfsögðu i sönginn hjá Jóni Sigfússyni. Eftir ósk Jóns gerðist hún þegar stjórn- andi blandaða kórsins í Keldu- hverfi undir leiðsögn hans. Björg var sömu gerðar og Árni bróðir hennar. Hún varð lands- kunn nokkru síðar fyrir þekk- ingu sína á hljómlist. Hún lék á orgel af kunnáttu, sem hún þó síðar fullkomnaði með námi hjá Sigurði Birkis. Björg gerð- ist organisti og söngstjóri kirkjukórs i Kelduhverfi um þessar mundir og í Öxarfirði áratug síðar. Eftir rúmlega 30 ár gegnir hún því starfi við miklar vinsældir og af óbreytt- um áhuga, þrátt fyrir, að hún hefur næstum tvo síðustu ára- tugi mánuðum saman á vetri hverjum stundað söngkennslu í þremur öðrum sýslum Norð- urlands. Undir stjórn Bjargar hafa kirkjukórar Garðskirkju og Skinnastaðakirkju æft al- mennan söng, jafnhliða kirkju- söng. Er það viturlega að máli staðið í fámenni. Sameinaðir kirkjukórar úr Öxarfirði og Kelduhverfi sungu á lýðveldis- hátið í Lundi 17. júní 1944 og á friðarhátíðinni 10. maí árið eftir á sama stað. Fyrir utan söng á vegum kirkjukórasam- bands, hafa þessir kórar, hvor í sínu lagi eða sameinaðir, veitt mörgum gleði með söng sínum- Leikur ekki á tveim tungum, að þetta rúmlega 30 ára tíma- bil ber hæst á öldinni, þó margt væri áður vel gert til söngsins. Haustið 1943 flutti ungur maður frá Þórustöðum í Eyja- firði, Ragnar Helgason að nafni i Valþjófsstaði í Núpa- sveit, heitmaður Guðrúnar einkadóttur hjónanna þar Sig- urðar Halldórssonar og Ing- unnar Árnadóttur. Ungu hjón- in bjuggu á Valþjófsstöðum í fjögur ár, en fluttu þaðan til Kópaskers. Ekki liðu margir dagar frá komu þessa unga manns i sveitina áður en í ljós kom, að hann gæti átt þangað sérstakt erindi annað en að sjá sér og sinum farborða. Öllum ókunnugur tók hann upp merki söngsins. Kom i ljós, að hann lumaði bæði á þekkingu og hæfileikum, var ekki viðvan- ingur í söngstjórn og með tón- listina í blóðinu. Á Kópaskeri og í sveitinni var um þessar mundir margt af áhugasömn og sönghneigðu fólki, margt af þvi flutti burtu en nokkuð kom i staðinn. Ragnar tók þegar við stjórn kirkjukórsins, sem einn- ig æfði veraldleg lög. Fljótlega efndi hann til samsöngs karla, einnig við kirkjulegar athafnir. Söngstjórn hans færðist í auk- ana, eftir að hann flutti til Kópaskers. Á timabili náði karlakór hans yfir Öxarfjörð og Sléttu auk Núpasveitar og Kópaskers. Hefur hann farið með karlakórinn hvað eftir annað um sveitirnar allar, enn- fremur til Raufarhafnar og Þórshafnar; og jafnan hlotið þakklátar viðtökur. Ragnar fæst við tónsmiðar. Hefur hann einstöku sinnum leyft kórum sínum að fara með lög eftir sig. En ekki þykir hann útausandi á þessum verk- m

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.