Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 17
ealvaskur, prýðismaður og Pi'ekskrokkur. Hann kenndi m®r að taka tvö hundruð Punda sekki einsamall og eggja i stroffu. Til þess þurfti aS og þótti aumingjaskapur 5® valda ekki þessari þyngd. Ymist fór sekkurinn of mikið íram fyrir sig, óf mig yfir, ell- egar hann lá of þungt á mér af því ég var ekki beinn í átak- mu- Svona, sagði Jónas og sýndi mér, fyrst átti að kippa 1 bæði hornin og reisa hann slá honum að sér, leggja unn aftur niður og þá var °mið dálítið brjóst á hann og nndir þau átti maður að taka °g Þá varð þetta leikur. Einu sinni sem oftar stóð ég u vakt fyrir einn þjóninn á yrsta plássi og þá voru þeir Par að spila í reyksalnum, Árni álsson og Guðbrandur Jóns- son Prófessorar, Árni frá Múla °g einhver annar. Rautt pluss- r® og mahóníið fór þeim vel, og Peir því, glös með gullnum yeigum innan um spilin og íöfugur tóbaksreykur á sveimi, °g Jóhann Kristjánsson frá Skálum, útgerðarmaður og um- boðsmaður Færeyinga sem hér voru oft á vertíð, stóð yfir þeim og fylgdist með spilamennsku Árna og Guðbrandar. Þetta fór í taugarnar á Guð- brandi, þetta stjákl á mannin- um. Guðbrandur var orðhákur og ekkert lamb að leika sér við, varirnar þunnar og herptar og hann þurfti ekki að opna þær mikið til að koma á framfæri skeytum, hertum í eitri. Og svo hvæsir hann: Á hvað eruð þér að glápa maður? Ég er að horfa á spilin, svar- ar Jóhann. Guðbrandur hvessir sig: Farið þér i burtu maður. Ég hef leyfi til að vera hér. Ég er farþegi hér um borð, svarar Jóhann og hafði ekki augun af spilunum. Þá hvæsir Guðbrandur: Ef þér ekki hypjið yður bit ég yður af greninu. Jóhann varð svo hissa á til- svarinu að hann hafði sig á brott. Siggi Biblía var oft farþegi með okkur. Hann var búsettur vestan hafs og kom um árabil á sumrin að selja íslendingum biblíuna, reyna að kristna þá, bjartsýnn maður og fór þá á ströndina með okkur. Einu sinni komum við til Vest- mannaeyja i þungum sjó og norðan strekkingi, og þá voru vörurnar fluttar á bátum milli skips og lands, heldur ókræsi- legt ferðalag fyrir landkrabba, og Siggi stóð við borðstokkinn á báðum áttum og hélt á tösk- unni troðfullri af guðsorði, hafði sýnilega þungar áhyggjur af þvi hvernig ferðalag hans með bátskeljunum myndi lykta. Kaðalstiginn barði síð- una í rokinu. Jæja, Sigurður, sagði ég. Ef þú ætlar i land þá er að fara i þessa skel. Vomur komu á hann. Æææi, muldraði hann. Ég ætla niður og spyrja Drottin hvort ég þurfi að fara. Gerðu það, segi ég. Að svo mæltu hvarf hann undir þiljur. Ég átti erindi nið- ur skömmu siðar og þá var ráðstefnan í fullu fjöri í klefa hans. Hann kom léttbrýnn uppá dekk nokkru siðar, án töskunn- ar. Nú? spurði ég. Hann sagði að ég þyrfti ekki að fara, andvarpaði Siggi feg- insamlega. Þar varstu heppinn, sagði ég. Gullfoss fór oft á ströndina, Vestfirðina og Austfirðina, einkum á haustin, sótti rjúpur, gærur, saltkjöt o. s. frv. og losaði eitthvað af varningi. Oft var það ekki beisin frakt. — Eimskip hafði undanbragða- laust uppi violeitni til jafn- vægis i byggð landsins löngu áður en það hugtak komst á flot, og þá var ekkert til spar- að, ekki i þeim efnum, ekki í þeim sem að þjónustunni laut. Það var sparað á öllum hinum sviðunum, rekstrarsviðunum, og það var virðingarverð spar- semi sem ég nefni kannski dæmi um síðar, til dæmis í fari Sigurðar Péturssonar. Skoðun og skoðunarleysi SKOÐANALITLIR MENN njóta ekki álits. Þeir geta verið af tvennu sauðahúsi: sinnuleysingjar og hinir sem sjá of vel a® að öilu er nokkuð. Kú á tímum er þess krafist að menn hafi skoðun. Að hafa ekki skoðun er að skerast úr leik á vitsmunalegu markaðs- torgi lífsins, því látið er í veðri vaka að framvindan byggist á hvaða skoðanir verða ofaná. Þetta á ekki aðeins við um pólitík og trúmál, í öllu sem hugsast getur er fólki þrýst til að finna sér standpunkt. Svo er bara að halda sínu fram. Um hitt er minna sinnt hversu skoðun verður til og hver rækt er við hana lögð. Framhjá því er litið hve erfitt er að tjá skoðanir svo vel sé. Stundum deila þeir hart sem í raun eru á einu máli, en aðrir teljast sammála þótt í veru séu mjög á öndverðum meiði afþví hve orð eru iangtfrá að vera hnífskörp. Orð eru gluggar inní meiningu, ekki byggingarkubbar eða krossbandssendingar, og meining er óaðgreinanleg frá óper- sónulegri reynslu og því aldrei túlkanleg til fulls. Flest sem fram er sett um skoðanir er eins og sálmasöngur. Menn EIGA sína skoðun og sækja og verjast afþví hún er ÞEIRRA fremuren af viðleitni til að leiða sannindi í Ijós ell- effar finna heillaráð. Það sést á því hve menn standa fast á sínu þótt á daginn sé komið að það standist enga raun. Þetta er einsog að halda uppá sérstakt lið í fótbolta og æfir börnum en ekki fullorðnu fólki. Ella verður að líta svo a a® skoðun sé ekki skoðun heldur afbrigði af trúarsetningu sem er heilög í sjálfri sér, eins þótt hún sé illa grunduð eða r°ng. Þykir enda ljóður á ráði manns ef hann leyfir sér að skipta um skoðun. Sumpart er þetta heimska, sumpart tilhneiging til ofbeldis. Menn telja sig ekki aðeins vita fyrir sjálfa sig, heldur líka fyr- ir aðra. Öðrum á að þykja gott á bragðið sem þér finnst lost- æti. Blóði er útheilt aðallega vegna mismunandi skoðana. En þótt hendur séu ekki látnar skipta ríkir samt töluvert miskunnarleysi eða jafnvel grimmd í sambandi við meðferð skoðana. Umræður og rökræður eru í hávegum hafðar. Svo á að heita að þar séu hinir réttu kostir valdir — hið rétta, sanna og merka verði lýðum ljóst. En raunin er önnur. Þetta er einsog hnefaleikar eða bændaglíma. Áheyrendur kætast ef þeirra maður stendur sig vel. Hann á að kappkosta að fara svo með andstæðinginn að hann verði að gjalti á veg- um úti og beri ekki sitt barr. Útá það gengur umræðan. Og það gildir ekki einasta í orrahríðum stjórnmálanna, heldur í deilum um alla skapaða hluti í gervallri heimsmenningunni, því á öllum sviðum er mönnum hóað saman í hjarðir. Þeir sem eru miklir menn og sterkir í vopnaviðskiptum orð- anna fara auðvitað með sigur af hólmi, enda bardagaglaðastir, einsog stórir strákar eru jafnan fúsir að leggja í veimiltít- urnar. En um réttmæti skoðana segir umræðan fátt, ekkert trygg- ir að uppi verði hlutur þess viðhorfs sem á eftir að reynast best. Þetta er í aðra röndina sjóbissniss, en í hina hanaat. Þar að auki er háttur hugsunarlatra manna að láta sann- indi, eða svo kölluð sannindi, fara eftir afli atkvæða, þótt iyg- in verði auðvitað ekki að sannleika fyrir það eitt að nítutíu og níu játist henni gegn einum skrýtnum fugli. Eigi á hinn bóginn að láta slíkar umræður fara fram sem varpi nýju ljósi á mál þá verða allir þátttakendur að vera að kalla skoðanalausir, eða að minnsta kosti þarf þeim að þykja vænna um sannleikann en sjálfa sig. Skoðunin þarf að vera minni að flatarmáli í huga manns en óvissan og spurningin voldugri en það svar sem að er hallast. Og þá er ekki deilt. Þá er ijóskösturum beint inní myrkur viðfangsefnisins. Menn eru aðeins að hugsa upphátt og nota hugmyndir hver annars einsog stiklur lengra og lengra útí ótræði vandamálsins.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.