Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 16
JÚNÍMORGUNN Sólin ryðst inn í stofu vekjaraklukka finnur til vanmáttar síns tvær húsflugur eiga heiminn Skrúðgarðar bjóða mér blóm sín eins og hnallþórur sjö tertur eða fleiri Einmana tré langar að verða flauta. Björg Enger (G. Gr. þýddi lauslega) Gullfoss var gott sjóskip að mörgu leyti, sterkbyggður, en nokkuð blautur, saup talsvert af þvi að ekki var hvalbakur á honum — en varði sig vel. Sigurður Pétursson var vak- inn og sofinn með hugann við skip sitt og mannslífin um borð. Og hann var maður fyr- ir þeirri ábyrgð. Menn sem voru svalir töldu hann varkáran úr hófi fram og hentu sumir gam- an af, en Sigurður lét sér fátt um finnast og fór í land með pálmann í höndunum. Hann sigldi skipi sínu áfallalaust í hvorki meira né minna en aldarfjórðung, hann strandaði hvorki skipi sínu né mölvaði bryggjur eða missti út menn. Hann hafði vakandi auga á því að tæki skipsins væru end- urnýjuð áður en þau dröbb- uöust niður og dræpu menn, hann vakti yfir öllu, stóru og smáu, leið engan gapahátt hvað sem tautaði og raulaði. Hann var skipstjóri á fyrsta millilandaskipi íslendinga, flaggskipinu, fljótandi tákni íslands, skreyttur borðum og tignarmerkjum. Sumir hefðu ofmetnast. Það gerði Sigurður ekki, hann var alla tið samur og jafn, hæglátur og yfirlætis- laus öðlingur. Á hverjum ein- asta morgni bjó hann sig uppá og fór um allt skipið, lestin ekki undanskilin, ef þar voru farþegar, til að kanna hvernig fólkinu liði og hlusta á kvart- anir milliliðalaust, ef einhverj- ar væru, og gaf siðan fyrirmæli um lagfæringar, ef þörf krafði. Einu sinni í snarvitlausu veðri kemur hann niður að vanda og þá er salernisskálin á 2. plássi stífluð og ég er lengi búin að vera að kraka í skál- inni, en án árangurs. Og þarna er ég að kraka þegar hann kemur og segir: Er eitthvað að Ólafur minn? Það er nú þessi salernisskál, segi ég. Kannski er ekki hægt að laga þetta nema utanfrá og þá þarf að stoppa skipið. Ekki leist honum á það. Við skulum lita á þetta, seg- ir hann og kemur inn fyrir og þá flæðir næstum út úr skál- inni. Það er svona, segir hann og byrjar að hneppa frá sér jakk- anum, borðum skreyttum skip- stjórajakkanum, og segir: Leggðu jakkann þarna inn. Og ég fer með jakkann og þegar ég kem aftur hefur hann brett upp skyrtuermarnar, rennir svo hendinni niður i skálina og kemur upp með stífluna, heilan bómullar- pakka og segir: Náðu nú í fötu. Ég geri það og segi svo: Skipstjórinn er ekkert bang- inn við þetta. Hann svarar: Ég skal segja þér eitt, Ólaf- ur minn, að skinn er undir þá skítur er af þveginn og sæktu nú kreólín og sápu. Og svo skrúbbar hann hreint sitt skipstjóraskinn og fer i jakkann sinn og upp í brú. Það þurfti ekki að stoppa skipið. Skipstjórinn sá fyrir því — með eigin hendi. Ef einhverjir farþegar áttu bágt fyrir fátæktar sakir — og það var oft- — þá voru við- brögð hans alveg þau sömu og hjá Guðjóni bryta; það varð að hygla þessu fólki, sýna mannúð, hjálpa. Seinna varð ég stýrimaður hjá Sigurði Pét- urssyni — og þegar að þvi kemur segi ég meira frá hon- um. Ég var yngsti þjónn sem til þessa tíma hafði verið trúað fyrir þrjátíu farþega plássi, piltur á sextánda ári. Ég þurfti að sækja mat fram í eldhús handa farþegunum í hvernig veðri sem var, þvo upp, leggja á borð, ræsta gólf, og svo var ég að auki kjallaravörður, seldi bjór, sítrón, appelsínur og brjóstsykur. Sigurður var tor- trygginn í fyrstu, taldi mig sýnilega of ungan til að anna þessu — en tortryggnin eydd- ist fljótt þvi að ég var hönd- ugur og léttur á fæti, þótt ég segi sjálfur frá. Svo er það eitt sinn að ég er ekki á mínum pósti þegar Sigurður kemur afturá í daglegri eftirlitsferð. Hann finnur mig ekki og fer að leita. En ég sit á spilinu og er að hífa, var búinn að fá því framgengt við hásetana, hafði svo gaman af því. Hvað ertu að gera þarna, spyr Sigurður hastur. Mér varð orðfall, svitnaði bara — sem auðvitað var ekk- ert svar. Ég verð bara, ég verð bara, verð bara, tautar hann og ég svitna enn meira því að ég hélt að orðin sem á vantaði yrðu: ég verð bara að reka þig. Ég verð þá bara, segir hann, að láta þig hafa pláss — á dekkinu. Ég hætti að svltna og ljóm- aði allur. Mikið lifandis skelfing vildi ég það nú skipstjóri, ef það væri hægt. Tveim mánuðum síðar var ég kominn á dekkið og ég var þar allt sumarið og þegar haustaði áttum við léttmatrós- arnir að fara í land samkvæmt reglugerðinni. Á sumrin mátti skipið sigla með fjóra háseta og tvo léttmatrósa, en á vet- urna skyldu vera sex fullgildir hásetar um borð. Það voru ör- yggisreglur. Þá komu þeir mér til hjálpar Siggi Tömmer, Stóni, Bertel Andrésson og Eg- ill Þorgilsson. Stóni sagði: Hann Ólafur fer ekkert í land, við þekkjum hann og vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum. Þeir sögðu allir i kór: Hann Ólafur má ekki fara í land. Hann ætlar að verða sjómaður. Hann vantar sex mánuði til að mega sigla í vetur. Við fáum undanþágu sjá sjó- mannaíélaginu, sögðu hjálpar- menn mínir. Þeir leyfa það ekki, sagði Sigurður. Þá brugðu þeir á það ráð að skrifa honum bréf og sögðust i niðurlagi þess allir ganga í land ef mér yrði ekki útveguð undanþága. Ég var dálítið montinn af þessu — og er enn. Allir erum við dálítið hégómlegir. Og viti menn. Undanþágan fékkst og þarna var ég dubbaður upp í fullgildan háseta. Jónas Böðvarsson, síðar skip- stjóri, var þriðji stýrimaður á Gullfossi þegar þetta var, sval- ur maður, alltaf svo frískur og

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.