Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 27
Margur átti hvergi
höfði sínu að halla á
kreppuárunum. í Chi-
caco og Detroit var
húsnæöislausu fólki
leyft að dveljast næt-
ursakir í fangelsunum.
Þjóðin var þreytt, ör-
væntingarfull og
aumkunarverð. Hinn
ömurlega vetur árið
1930 hiðu atvinnuleys-
ingjar í löngum röðum
við dyr verksmiðjanna.
einu vetfangi. Verðhrunið
niikla í Wall Street kom eins
reiðarslag. Enginn átti von
u Þvi; fæstir fengust til að
trúa í raun og veru þvi sem
gerzt hafði. Nálega allir voru
sannfærðir um, að aðeins væri
urn tímabundna erfiðleika að
ræða. ótti og örvænting greip
Um sig. Gjaldþrota kaupsýslu-
menn fleygðu sér út um glugga
u kauphöllunum. Verðbréfa-
salar grétu og reyndu að selja
hlutabréf sin, sem skyndilega
voru orðin nálega einskis nýtir
Pappirar. í i0k mánaðarins
höfðu fimmtán milljarðar doll-
ara i verðbréfagildi þurrkazt
u^, og áður en árið var liðið,
nam tapið um fjörutíu millj-
°rðum dollara.
Utlendingar, sem kynntust
jartsýni og stórhug Banda-
ukjanna, á meðan allt lék i
yndi, urðu furðu slegnir, er
Peir litu þessa sömu þjóð ári
siöar, þreytta, örvæntingar-
íulla og aumkvunarverða. Hinn
omurlega vetur árið 1930 biðu
atvinnuleysingj ar í löngum
roðum við dyr verksmiðjanna.
umir höf ðu bundið tuskur um
ætur sér til að verjast kuld-
anum. Mikill mannfjöldi safn-
aSls.t jafnan saman við Hjálp-
ræðisherinn og aðrar góðgerða-
stofnanir í von um mat og
usaskjói. í Chicago og Ditroit
var húsnæðislausu fólki leyft
að dveljast nætursakir i fang-
elsunum. En hvergi var mann-
grúinn meiri en fyrir utan
vinnumiðlunarskrif stof urnar.
Árið 1929 voru 299 umsækjend-
ur um hverjar 100 stöður. 1930
sóttu hins vegar 2861 maður
um hverjar 100 stöður. Má af
þessum tölum nokkuð marka,
hve geigvænlegt atvinnuleysið
var. Auðugt fólk skorti reiðu-
fé til matarkaupa. Og það gerð-
ist æ erfiðara að fá skrifað,
þar sem meira en þúsund
bankar lokuðu eftir að verð-
hrunið skail á. Á einu ári
minnkaði rafmagnsnotkun í
landinu um 24%, flutningar
með járnbrautum um 19%,
stálframleiðslan um 40%, bila-
framleiðslan um 60% og svo
mætti lengi telja. Iðnaðar-
framleiðslan í heild var meira
en helmingi minni en árið áð-
ur. Og þróunin stefndi áfram
niður á við.
Engum duldist lengur, að
velmegunin hafði verið blekk-
ing og efnahagur þjóðarinnar
alls ekki staðið eins traustum
fótum og álitið var.
Amerika hætti að vera land
hinna gullnu tækifæra, þegar
innflytjendastraumurinn var
stöðvaður. Hin góðu lifskjör,
sem gumað var af, voru þjóð-
saga eiir,' hvað launastéttun-
um viðkom. Á árunum 1919—-
1927 jókst þjóðarframleiðslan
á mann að meðaltali um 31/2%.
Á sama tima hækkuðu laun
hins vegar um aðeins 2%.
Landbúnaðurinn átti i sífelld-
um erfiðleikum. Fimmtiu þús-
und bændur flosnuðu upp af
jörðum sinum á árunum frá
1921 til 1929. Landbúnaðar-
framleiðslan jókst á þessu
timabili um 22%, en verðmæti
landbúnaðarvara lækkaði um
20%. Iðnaðurinn átti að vera
undirstaða velmegunarinnar.
Og vissulega höfðu gífurlegar
framfarir orðið á þvi sviði
hvað tækni og framleiðslugetu
snerti. Áður en spilaborgin
hrundi, hafði verðmæti fram-
leiðsluaukningar á sviði iðn-
aðar sex undanfarin ár verið
að meðaltali um sjötiu millj-
arðar dollara. En þar með var
ekki öll sagan sögð. Mikið
magn af vörum var ekki hægt
að selja. í lok hvers árs voru
vörur að verðmæti tólf og hálf-
ur milljarður dollara óseldur
i verksmiðjum og vöruskemm-
um.
Efnahagskerfið stuðlaði að
þvi að gera hina riku ríkari
og fátæku fátækari. Velmegun-
in hafði síður en svo þokazt
smátt og smátt niður þjóðfé-
lagsstigann, eins og valdhaf-
arnir höfðu gert ráð fyrir.
Einu þjóðfélagsþegnarnir,-'sem
söfnuðu auði á velgengnisár-
unum voru rika fólkið og
miðstéttin, en til þess hóps
taldist einungis fjórðungur
þjóðarinnar. Eftirfarandi tölur
eru þessu til sönnunar: Meðan
allt lék í lyndi og velmegunin
átti að vera hvað mest áttu
sjö milljónir fjölskyldna ekki
bifreið og tuttugu milljónir
ekkert útvarp. í borgum höfðu
fjórar milljónir heimila ekkert
baðherbergi, þrjár milljónir
ekkert rennandi vatn í eld-
húsi, þrettán milljónir engan
sima og fjórar milljónir ekkert
rafmagn.
Þannig mæti halda áfram að
leitast við að rekja orsakir
skyndilegs efnahagshruns, sem
hófst í Wall Street „fimmtu-
daginn dimma“. Óstjórnin
hafði einnig sett svip sinn á
starfsemina þar. Að margra
dómi hafði verðbréfamarkaðn-
um, sem átti að vera öryggis-
stofnun í þjóðfélaginu, verið
breytt í spilaviti.
En vert er að geta þess, að
kreppan var alþjóðlegt fyrir-
bæri og orsakir hennar flókn-
ar og margþættar. Hún átti
rætur sínar að rekja til
styrjaldarinnar og afleiðinga
hennar, til að mynda óleysan-
legrar flækju af stríðslánum,
stríðsskuldum og skaðabóta
kröfum. Hins vegar bitnaði
kreppan einna harðast á
Bandaríkjunum, þar sem efna-
hagskerfi landsins var rotið. ♦
27