Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 36
★ SNOBBIÐ Rithöfundurinn Mark Twain ferðaðist eitt sinn með járn- brautarlest og sökkti sér nið- ur í bók á leiðinni. í klefa með honum var virðulegur prestur ásamt konu sinni og dóttur. Prestur hafði mikinn hug á að hefja samræður við hinn fræga rithöfund og gerði hverja tilraunina á fætur ann- arri i þá átt. — Það er fallegt landslagið, finnst yður ekki, sagði hann. Mark Twain svaraði ekki. — Þér virðist vera að lesa mjög skemmtilega bók, reyndi prestur enn en án árangurs. Eftir nokkurn tíma gerði hann enn nýja tilraun: — Það mætti víst ekki bjóða yður vindil? — Nei, takk. Ég reyki ekki. — En hvað þér eruð reglu- samur maður. Mætti þó ekki bjóða yður dálitið viskí? — Nei, takk, ég kæri mig ekkert um vin. — Nei, þér eruð alveg aðdá- unarverð persóna. Þér eruð al- deilis einstaklega heilbrigð manneskja. Mætti ég hafa þá ánægju að kynna fyrir yður konu mína og dóttur? — Nei, takk, sagði Mark Twain hugsandi. — Ég kæri mig ekki um kvenfólk heldur ★ MÁLAKUNNÁTTAN Þegar hinn frægi rithöfund- ur, Erich Maria Remarque, var að hefja frægðarferil sinn á rithöfundarbrautinni, bjó hann í Evrópu og lét sig ekki dreyma um að ferðast til Ameríku. Dag nokkurn heimsótti ame- rískur blaðamaður hann og bauð honum fyrir hönd blaðs síns i fyrirlestrarferð um Bandarikin. — Kærar þakkir, sagði Rem- arque, — en ég er mjög léleg- ur í ensku. — O, þér hljótið að kunna eitthvað í henni, sagði blaða- maðurinn. — Jú, reyndar kann ég ofur- lítið. Ég skal bara lofa yður að heyra það sem ég kann. Viljið þér það? — Já, takk. Og síðan bunaði Remarque út úr sér öllum orðaforða sin- um á ensku og hann hljóðaði svo í íslenzkri þýðingu: — Góðan daginn. Ég elska þig. Fyrirgefðu mér. Svinasteik og spælt egg. Bless. — Herra Remarque, sagði blaðamaðurinn himinlifandi. Með þessum setningum getið þér bjargað yður hvar sem er /• V. / í Bandarikjunum. Þér skuluð bara koma. Remarque fylgdi ráðum blaðamannsins. Og nú býr hann í Kaliforníu og er kvænt- ur kvikmyndaleikkonunni Pauletti Goddard. ★ UPPELDIÐ Gréta litla var fimm ára og hafði í fyrsta skipti farið með foreldrum sínum til kirkju. Hún hafði dengt spurningum yfir foreldra sína í tilefni af öllum þessum undarlegu hlut- um í kirkjunni. Og hún hafði fengið skjót og greið svör. Nokkru siðar fór hún með foreldrum sinum á sjúkrahús- ið að heimsækja frænda, sem þar lá. Jafnskjótt og Gréta sá töflu fyrir ofan rúm sjúklings- ins og töluna 37,6 á henni, hrópaði hún upp yfir sig: — Ég veit lika hvaða sálm á að syngja núna, frændi. Það er sálmurinn númer 37,6! ★ GAGNRÝNIN Enda þótt mörg ár séu liðin frá dauða Bernhard Shaw, er ennþá verið að draga fram í dagsljósið sögur af þessum snillingi. Einu sinni kom hann í sam- kvæmi, þar sem erlendur fiðlu- snillingur átti að skemmta gestunum. Allir hlustuðu með andakt. Á eftir kom gestgjafinn til Shaw og spurði hann, hvernig honum hefði fundizt leikurinn. — Fiðluleikarinn minnti mig á Paderevski, sagði Shaw. Gestgjafinn varð meira en lítið undrandi og sagði: — Já, en Paderevski var alls ekki fiðluleikari. — Nei, það er nefnilega það, sagði Shaw. ♦ lögmál ferða- mannsins 1. 7. 10. Göngum jafn vel frá áningarstað og við komum að honum. Hendum ekki rusli á víðavangi. Spillum ekki vatni. Sköðum ekki gróður. Skemmum ekki sérstæðar jarðmyndanir. Förum varlega með eld. Ökum með gætni utan vega. Fylgjum merktum göngustígum, þar sem þess er óskað. Notum ekki bílgluggann sem sorpílát. Hirðum vel eignir okkar og umhverfi, svo ánægja og sómi sé að. Þetta er boðskapur náttúruverndarlaganna um um- gengni. En við vitum öll, að þetta er nauðsynlegt að hafa hugfast, ef við viljum eiga áfram hreint land og fagurt. Náttúruverndarráð 36

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.