Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 26
í sumar halda Bandaríkin hátíðlegt tvöhundruð ára afmæli sitt, og mikið er um dýrðir þar vestra eins og kunnugt er. í tilefni af afmælinu birtir Sam- vinnan ofurlitla svipmynd úr sögu Bandaríkjanna. Hér segir frá þeim örlagaríka tíma þegar kreppan skall á. FIMMTUDAGIIR- I\\ DIMMI „Ég ber engan kvíðboga fyr- ir framtíð þjóðar vorrar," sagði Herbert Hoover Bandarikja- forseti, er hann tók við emb- ætti sínu hinn 4. marz árið 1929. „Hún er björt og gefur glæst fyrirheit." Aldrei hafði viðlíka bjart- sýni ríkt í Bandaríkjunum. Jafnvel þeir, sem ekkert áttu, létu heillast af tálsýn um væntanlega velsæld. Ríkjandi lífsskoðun grundvallaðist á gróðahyggju, og bjartsýnin var orðin að trúaratriði. Þessi nýja heimspeki náði ekki aðeins fót- festu í viðskiptalífinu, heldur gegnsýrði allt þjóðlifið, jafn- vel bókmenntir og listir. Æðsta takmark sérhvers borgara var að verða ríkur. Sjálfumglaðir kaupsýslumenn höfðu digran vindil i öðru munnviki, en út um hitt gáfu þeir meðbræðrum sínum góð ráð til að græða. Ríkisstjórnin sá til þess, að sem flestar dyr stæðu opnar, svo að tækifærin virtust hvar- vetna blasa við: Allt mátti kaupa með afborgunarskilmál- um, bankar lánuðu fé fyrir- stöðulítið, menn ávöxtuðu i kauphöllunum. Vegna stöð- ugrar hækkunar á verðbréfa- markaðnum var unnt að kaupa hlutabréf fyrir aðeins muninn á kaup- og söluverði. Þannig bröskuðu margir með tiu sinn- um meira fé en þeir áttu. Bandarikjamenn voru farnir að álita í fullri alvöru, að þeir hefðu uppgötvað ieyndarmál varanlegrar velmegunar — og voru hreyknir af því. Ferill Hoovers hæfði vel þvi hlutverki, sem meirihluti þjóð- arinnar fól honum að gegna. Á sama hátt og landið hafði hann sjálfur orðið rikur vegna tæknilegra framfara. Hann fæddist i þorpinu West Branch í Iowa-riki. Foreldrar hans voru kvekarar; faðirinn smið- ur, en móðirin kennari. Þau létust bæði með stuttu milli- bili, á meðan Hoover var enn á bernskuskeiði. Hann ólst upp hjá frænda sínum i Oregon. Hoover gekk menntaveginn, varð námuverkfræðingur og öðlaðist skjótan frama í grein sinni, enda stórstígar framfar- ir og uppgangur i iðnaði og námugreftri. Rúmlega tvítug- ur var hann orðinn einn af meðeigendum í námufyrirtæk- inu Bewick, Moreing og Co. Hann starfaði mikið erlendis. Um 18 ára skeið dvaldist hann þar meira og minna; skipu- lagði námugröft og gerði áætl- anir á sviði iðnaðar í Rúss- landi, Kína, Indlandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Kanada, Suður- Afriku, Englandi og víðar. Hoover varð heimsfrægur i fyrra striðinu, er hann stjórn- aði umfangsmiklu hjálpar- starfi til handa bágstöddum Belgíumönnum. Hann vann einnig þarft verk á þessum ár- um, er hann tók að safna heim- ildargögnum varðandi stríðið og hafði aðstoðarmenn viða um heim til að annast þetta merkilega starf. Safninu var komið fyrir í háskólanum i Stanford, en þaðan hafði Hoover lokið verkfræðiprófi sínu. Síðar var bætt við heim- ildargögnum varðandi síðari heimsstyrjöldina og ýmsum fleiri skjölum. Safnið ber nú heitið „Hoover Institution on War, Revolution and Peace.“ Snemma mun Hoover hafa ætlað að láta að sér kveða á vettvangi stjórnmála, en dvöl- in erlendis kom í veg fyrir það. Hann var ekki bundinn nein- um stj órnmálaf lokki öll þau ár. Roosevelt þekkti Hoover vel og áleit, að hann mundi ganga i demókrataflokkinn, er hann settist aftur að í heimalandi sínu. Síðar frétti hann af hendingu i veizlu, að hann væri orðinn repúblikani. Hoov- er varð verzlunarráðherra i ríkisstjórn Hardings árið 1921 og gegndi því starfi, unz hann varð forseti. Herbert Hoover er merkastur þeirra þriggja forseta repúbli- kana, sem sátu að völdum hið gullna tímabil þriðja áratugs- ins. Samt átti fyrir honum að liggja að hljóta harðari dóm en þeir og verða einn óvinsæl- asti forseti Bandarikjanna. Hoover komst svo að orði í einni af ræðum sinum við for- setakosningarnar: „Vér Bandarikjamenn stönd- um nú nær því marki að sigr- ast til fulls á fátæktinni en nokkurn tíma áður í sögu landsins. Hinn fátæki maður heyrir senn fortiðinni til- Stefna repúblikana hefur gert það að verkum, að framleiðsla iðnaðarins hefur aukizt meira en nokkru sinni fyrr, og kaup- máttur launa vaxið jafnt og þétt. Verkamenn vorir geta nú keypt fyrir vikukaup sitt tvisv- ar eða þrisvar sinnum meiri mat en starfsbræður þeirra í Evrópu. Áður kröfðumst vér þess eins, að verkamenn vorir hefðu nóg að bita og brenna. Nú höfum vér sett markið snöggtum hærra. Nú krefjumst vér aukinna þæginda þeim til handa og frekari þátttöku í lífi og leik.“ Ári siðar hljómuðu þessi fögru orð sem naprasta háð. Hinn 24. október árið 1929 hefur verið nefndur „fimmtu- dagurinn dimmi“ og ekki að ástæðulausu. Þá var hinni gull- brydduðu blekkingarhulu vel- megunarinnar svipt burtu 1

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.