Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 11
Um sínum. Ragnar Helgason
er ekki áhlaupamaður á borð
við suma aðra söngstjóra, en
hann nýtur almennrar virð-
ingar fyrir framlag sitt til
®°ngs og hljómlistar. Með 30
ara söngstjórn hefur hann á-
unnið sér verðugan hlut í sögu
Kópaskers.
Að því skal vikið hér, þó
ekki sé einkamál félagssvæðis
KNÞ, að i ágúst árið 1950 var
stofnað i Garði í Kelduhverfi
Kirkjukórasamband Norður-
hingeyinga fyrir forgöngu
söngmálastjóra, Sigurðar Birk-
is. Voru stofnendur sambands-
ins Kirkjukórar Garðskirkju,
Snartastaðakirkju og Sauða-
neskirkju. Síðar komu í sam-
bandið kirkjukórar Skinna-
staðakirkju, Raufarhafnar-
kirkju, Svalbarðskirkju og Víði-
hólskirkju. Sex kirkjukóramót
hafa verið haldin, tvö i Lundi
1952 og 1955, tvö á Raufarhöfn
1957 og 1972, eitt í Skúlagarði
1960 og eitt á Þórshöfn 1961.
Nkki hafa allir kórarnir mætt
til söngs á hverju móti, en þeir,
Seni mættu ávallt sungið hver
fyrir sig og allir sameiginlega.
Kirkjukóramótin hafa notið
almennra vinsælda og verið
hlutaðeigendum til mikils
sóma. Á þjóðhátiðinni í Ásbyrgi
L júlí 1974 sungu fjórir kórar
sambandsins. Formenn sam-
bandsins hafa verið Halldóra
Nriðriksdóttir, Björn Haralds-
s°n, Snæbjörn Einarsson og
Þórarinn Þórarinsson. Söng-
stjórar Björg Björnsdóttir,
Ragnar Helgason, Hólmfriður
Arnadóttir, Þórarinn Kristjáns-
son, Oddný Ólafsdóttir, Kristin
Axelsdóttir, Guðrún Ólafsdótt-
ir og séra Marinó Kristinsson.
— o —
Hér verður vikið nokkrum
orðum að manni einum. Þetta
er eicki einn af áhrifamönnum
eða fyrirmönnum félagsins.
Ofta^t voru tillögur hans felld-
ar á fundum þess og varla var
hann kosinn í nefnd. Hann
stóð jafnréttur fyrir því. Svo
omissandi fundarmaður var
ann þó, að jafnan var hann
osinn á hvern fund og færist
það fyrir, mætti hann engu að
Siður, ef hann var innan hér-
aðs- Létt var honum um mál
og enSinn átti auðveldara með
en hann að ná eyrum áheyr-
enda. Það var hreinlega beðið
eftir þvi, að hann tæki til máls.
Hann var oftast á kant við
„valdhafa“, en aldrei í illind-
um við neinn. Hann var ætíð
góður málsvari litilmagnans.
Menn hlustuðu á hann af for-
vitni, hrifnir i aðra röddina en
þó ósammála, enda voru skoð-
anir hans vissulega sérstæðar
og komu ævinlega á óvart. Það
áttu við hann hendingar, sem
séra Sigurður Einarsson i Holti
lét eitt sinn falla um Laxness
„Alltaf á verði og ögn til hliðar
við aðra menn.“ Þetta var
Benjamin Sigvaldason. Menn
tóku hann um of sem skemmti-
kraft, þvi löngum var húmor
i máli hans. Hann var talandi
hagyrðingur, en margt af þvi,
sem hann orti mun ekki hafa
komist á blað.
Sumar yrkingar Benjamins
þóttu minna á kveðskap Bólu-
Hjálmars, afabróður hans.
Skulu hér tilfærðar eftir minni
nokkrar hendingar, sem hann
lét falla á Kópaskeri, en þar
var hann í trúnaðarstarfi á
sláturhúsi um tvo áratugi.
Björn Sigvaldason, dugnað-
ar bóndi á Viðihóli á Fjöllum,
lengi deildarstjóri og framá-
maður Fjallamanna, flutti til
Kópaskers á gamals aldri.
Benjamin leit þar yfir, sem
Björn var að breiða til kæling-
ar gærur af nýslátruðu fé og
kvað:
Hann sem feita Fjallasauði
forðum lagði hérna inn,
lýtur nú að litlu brauði,
látinn breiða gæruskinn.
Það mun hafa verið á
kreppuárunum upp úr 1930, að
sláturmenn á Kópaskeri sváfu
á allsherjar flatsæng á háa-
loftinu i Aðalsteinshúsi. Þar
haslaði Benjamín sér völl í
horni inn við stafn og ríkti þar
í friði haust eftir haust. Svo
bar við haust eitt, er verka-
menn vitjuðu náttstaðar i
byrjun vertiðar, en Benjamin
hafði orðið seinn fyrir, að
strákar tveir, frakkir nýliðar,
höfðu búið um sig í horni
Benjamíns áður en hann kom
á vettvang. Töldu þeir sig hafa
leyfi valdhafa fyrir horninu og
voru þess albúnir að láta hend-
ur skipta, ef á þá yrði ráðizt.
Áliðið var og ekki hægt um vik
að ná til valdhafa (kaupfélags-
stjóra eða verkstjóra). Lét þá
Benjamín þvi kyrrt liggja og
lagðist til svefns í fremri röð.
Hraut honum þá af vörum:
Horni mínu flyt ég frá,
— f irrtur glæstum vonum —
er ég lendi i ónáð hjá
æðstu valdhöfonum.
Bólið mitt er nákalt naust.
Nú er skarið brunnið.
Samt hef ég í sextán haust
svikalaust þeim unnið.
Heimskan greinist hrokafull,
hreyfir meina-strenginn.
Frekar steina gáfu en gull.
Gæði reynast engin.
Eftir nokkurt þref, náði
Benjamín þó „Horni“ sínu aft-
ur. Mun honum samt ekki hafa
fundist skjöldur valdhafa í
þessu máli svo hreinn sem
skyldi. í sláturtiðarlok þetta
sama haust, hugðu valdhafar á
ferð til Reykjavíkur, brýnna
erinda, kaupfélagsstjóri til að
taka sæti á Alþingi en slátur-
hússtjóri að stunda þingskrift-
ir. Veður var tvísýnt daginn,
sem ferð þeirra skyldi hefjast
með Esju frá Kópaskeri, raun-
ar ófært með köflum vegna
hvassviðris. Biðu þeir lengi
dags milli vonar og ótta. En
heppnin var með i spilinu, þvi
rétt áður en skipið renndi inn
á leguna, dró úr -veðrinu og
var sundið talið fært. Þá kvað
Benj amín:
Komið nú allir, þvi komin er
fleytan,
kappana „transporta“ báða í
senn.
Skilja ei fremur en skarnið og
bleytan
skörungar héraðs og
velgerðarmenn.
Þegar byggð voru á einu
bretti slátur- og frystihús K
N Þ árið 1928, þótti sumum í
of mikið ráðist, þar sem hagur
margra lék á bláþræði vegna
kreppunnar. Benjamín var í
þeirra hópi, sem fresta vildu
byggingunni. Snemma árs rit-
aði hann grein í Vörð, sem
hann nefndi krítarmola, varn-
arorð um kaupfélagsmál, þar á
meðal um bygginguna. Þótt
Benjamín væri þá enn byrj-
andi á ritvelli miðað við það
sem síðar varð, lofar þessi
grein ýmsu, er síðar kom fram.
Húsin voru byggð sem fyrr
greinir og tekin i notkun um
haustið. í sláturhúsinu var
Benjamín i sínu trúnaðarstarfi.
Eitthvert kvöldið lét hann til
sín heyra:
Hér hefur ógæfan haslað sér
völl,
hækkað á bændunum gjöldin.
Marga hún skelfir sú
miljónahöll,
sem migið er upp við á kvöldin.
Ekki teljast þessar hending-
ar neinn þverskurður af ljóða-
gerð Benjamíns. Á henni voru
ýmsir fletir. Meðal annars var
hann vinsæll dægurlagahöf-
undur sins tima, orti um ást og
rómantík og sunginn á dans-
kvöldum:
Og nú er kvöldið komið
með kyrrð og frið og ró.
Þá fæ ég hana að faðma,
en fæ þó aldrei nóg.
Ég svíf í sælum draumi
og syng um ást og vín,
því það ég veit og þekki,
að þú ert stúlkan min.
Sú er ekki ætlunin að rekja
hér æviþátt þessa sérstæða
manns. Lítið mark var á hon-
um tekið og þó var hann ó-
missandi. Eiginlega var hann
gáta, sem aldrei var ráðin.
Líklega hafa fáir lagt mikið á
sig til þess. Þótt hann væri
jafnan aufúsugestur hætti
mönnum til að líta á hann sem
allsherjar brandara. Hann átti
það að vísu til að tala um hug
sér, en oftast var honum al-
vara. Sú alvara var þrungin
tilfinningu. Hann var ör í
lund og opinskár en kunni þó
að stilla skap sitt. Oft sagði
hann, það sem aðrir hugsuðu
en vildu ekki segja. Sjálfur
hafði hann ekkert að fela.
Kannski þess vegna verður
hann ógleymanlegur þeim, sem
kynntust honum að ráði. Orð-
heldinn var hann og áreiðan-
legur í skiptum og þakklátur
ef hlýtt var á hann andað. í
lífinu var hann ekki tekinn al-
varlega, látins er hans saknað.
Benjamín Sigvaldason var ára-
tugi áberandi maður í héraði,
löngum á Kópaskeri sem fund-
armaður, starfsmaður, hagyrð-
ingur, skemmtikraftur, lifandi
umræðuefni, einskonar krydd
þess. Því varð tómlegt við frá-
fall hans. ♦
11