Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 30
Smásaga eftir Jesper Edwald
o
I
lí
Sú litla kemur raulandi með
fangið fullt af morgunfrúm.
Hún staðnæmist fyrir utan
lága stofugluggann minn, teyg-
ir sig upp milli stokkrósanna
og upphefur vinsamlega skot-
hríð á innanstokksmuni stof-
unnar. Skotin eru uppslitin
blóm, smásteinar, einstöku
ryðgaður nagli og ýmiskonar
búsáhöld. Emaljeraður skaft-
pottur fellur rólega niður á
skrifborðið mitt og lófafylli af
hænsnafjöðrum ákveður eftir
nokkurt svif að setjast á hvirf-
ilinn á mér og smámöl úr garð-
stignum sáldrast yfir hendurn-
ar á mér.
Sú litla æpir af ánægju. Ég
halla mér útyfir gluggakistuna.
„Þetta máttu ekki“ segi ég
með blíðri, föðurlegri ró. „Þú
mátt ekki kasta hlutum inn til
pabba, þegar hann er að vinna,
það gera góðar, litlar stúlkur
ekki. En þú ert kannski alls
ekki góð lítil stúlka?“
„Júh, ég er góð.“
„Þá skil ég ekki, hversvegna
þú kastar andstyggilegum og
skítugum hlutum inn til pabba.
Ef þú ert góð i raun og veru,
vertu þá þæg og farðu og leiktu
við hvítu kisuna þína. Sjáðu
bara, hvernig hún stekkur yfir
blómin. Þú ættir að reyna,
hvort þú getur stokkið eins
hátt.“
Þá hefur sú litla allt i einu
fengið þetta fjarræna augna-
ráð, sem meir en nokkuð annað
kemur upp um þá konu, sem
blundar i henni. Því að sú litla
er þriggja ára dama, jafnbein í
baki og skapgerðin er ákveðin,
viss í sínum persónulega skiln-
ingi á góðu og illu. Augnaráðið
líður rólega og virðulega yfir
landsvæðið og virðir fyrir sér
fegurð þess. Við karlmenn vit-
um, að þegar konur grípa til
þessa augnaráðs, streymir orða-
flaumur okkar til einskis. En
við vitum lika, að þetta augna-
ráð æsir upp i okkur mælsku.
Við viljum sigrast á því. Von-
lausa hégómagirnd .... Ég held
langan og velsaminn fyrirlest-
ur yfir þeirri litlu, með sterk-
um, gáfulegum orðum dreg ég
upp mismuninn á milli þægra
og óþægra stúlkna, ég tala til
þess góða, sem ég vona, að búi
í henni og þegar ég hef ekki
meira að segja, koma bláu aug-
un hennar aftur eins og fiðr-
ildi á léttum, titrandi vængjum
og horfa undrandi á mig.
„Kva segirru, pabbi. Varstu
að tala við mig?“
Litla, keika kona! Nú hlær
hún og það er ekki einkenni-
legt, því að hún hefur uppgötv-
að hið elskaða bros, sem af-
vopnar föður hennar. Er til
nokkuð fegurra fyrir garð-
yrkjumann í hinum stóra garði
lífsins, en að finna litla urt i
hverri litur blómsins og sæt-
leiki ávaxtarins þroskast hljótt
innan um nýgróin blöðin —
og skynjast aðeins lítillega hjá
hinum elskaða, en er opinber-
un fyrirgarðyrkjumanninn?Sú
litla skríkir af kátinu, hún
beygir sig niður, hún faömar
að sér grös og blóm, jurtir og
smámöl og lætur skothríðina
dynja á mér á ný, hún stekkur
af stað eftir stærri steinum, nú
finnur hún gamla ryðgaða tó-
baksdós og fyllir hana af vatni
úr balanum undir dælunni. Það
á að eyðileggja mig, mig varn-
arlausan, sem hef komið upp
um veikleika minn, ég á að fá
vatn á nefið, þvi að nefið á mér
er svart eins og á negra, —
þetta segir hún mér og hún
skipar mér að koma með nefið,
þvi.að það á að dýfa þvi ofaní
og þar sem nefið er vatnshrætt,
kemur vætan þjótandi inn um
gluggann. í henni er ofurlitið
kaffigroms og kartöfluflus. Ég
tíni það úr augnabrúnunum.
Og um leið sjáum við bæði í
hvítan kjól mömmu innan um
ribsberjarunnana. Augu okkar
mætast i sameiningu afbrots-
ins. Mamma er sú sterka, þar
sem við erum veik, hún verður
ekki afvopnuð, hún gleymir
aldrei, hvernig góð, lítil stúlka
á að vera, ákveðnar hendur
hennar eru ekki hægfara, þeg-
ar leggja skal áherslu á það.
Samviska mín verður að viður-
kenna, að við tókum bæði þátt
i leiknum, mölin, blómin og
grastætlurnar hafa bæði þotið
inn og út um gluggann og
emaljeraði skaftpotturinn ligg-
ur ljótur og beyglaður yfir hjá
hænsnunum. Hver hefur hent
honum þangað? Hver lét hann
þjóta gegnum loftið, svo að
skaftið myndaði hinar æsileg-
ustu krúsidúllur og hræddi
hanann, svo að hann galaði
ákaflega, en sú litla rak upp
gjallandi gleðióp? Ef mamma
uppgötvar þetta, fáum við bæði
skammir, og ef hún kemst að
því, að þetta er nýr skaftpottur
á 2.25, sem sú litla stal úr eld-
húsinu.... ég herði mig upp,
grimmdarlega held ég mér i þá
staðreynd, að sú litla var verri,
þvi að húr. skvetti vatni, ó-
hreinu vatni, — ég hleypi í
brýnnar og geri mér mikið far
um að ræskja hinn kumpán-
lega tón burtu úr röddinni og
verð pabbi aftur.
„Þú ert nú sóði,“ segi ég. „Þú
skvettir andstyggilegu, óhreinu
vatni, hvað heldurðu, að
mamma segi? Farðu nú strax
til hennar, svo að hún geti
þurrkað á þér hendurnar.
Farðu, nú ætlar pabbi að
vinna.“
Ég fell saman við skrifborðið
og er langt frá því að vera
hetja i sjálfs mín augum, en
vel dulinn þeirri litlu, því að
glugganum hef ég lokað. Hefur
hún læðzt í burtu? Hefur
strangleiki minn haft áhrif á
hana? Það er svo hljótt úti,
hljótt... En skömmu seinna
heyrist litla röddin:
„Ert þú þarna, mamma?“
„Já, ég er hér.“
„Nú. Þú skalt bara vera
þarna.“
Ég heyri hratt, ákveðið fóta-
tak mömmu yfir grasið. Sú litla
þokar sér nær glugganum mín-
um. Ég gægist út. Hún stendur
og lýtur höfði og horfir hugs-
andi á hendurnar á sér, þar
sem sjá má öll litbrigði óhrein-
inda frá kolsvörtu og upp í
perlugrátt. Nú er mamma kom-
in og með sjálfum mér er ég
þegar farinn að æfa mig í því
að segja setninguna: „Ég er að
vinna, ég vil hafa frið,“ í hin-
um rétta, sannfærandi tón.
„Hverslags hendur eru á
þér?“ segir mamma. „Hvar hef-
urðu verið? Þarftu endilega
alltaf að skíta þig út? Verðurðu
aldrei annað en pinulítið pela-
barn?“
„Ég var að leika mér við
pabba," segir sú stutta. Ég
beygi mig saman.
„Já, þvi gæti ég gjarnan trú-
að. Þú ættir að fá skell, það
ættirðu, heimski krakki.“
Þær standa rétt utan við
gluggann minn. Mamma er
mjög ákveðin á svip, sú litla
horfir niður fyrir sig. En hún
er ekki af baki dottin. Allt í
einu hljómar:
„Þegar Abelóna systir min er
með skítugar hendur, segir
mamma hennar alltaf: „Allt í
lagi, það gerir ekkert, ekki
neitt.“
Það er nýr hljómur i rödd
mömmu, þegar hún svarar. Ég
hrósa happi, þar sem ég er í
leyni. Nú, hún verður að eiga
30