Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 37
Georgíu. Þar var haldinn fund-
ur sem formaður samvinnu-
sambandsins stjórnaði mjög
skörulega. Margt kom þar fram
m. a. eftirfarandi: Af um fimm
millj. íbúum Georgíu eru 1.500
þús. meðlimir í neytendasam-
vinnufélögunum, en fyrsta fé-
lagið var stofnað árið 1886. Fé-
lögin eru nú 60 og hafa um
55.000 starfsmenn í sinni þjón-
ustu. Verzlanir samvinnu-
manna kaupa nú árlega um
600.000 tonn af búvörum. Út-
flutningur til annarra landa er
nú orðinn mjög mikill eða
meiri á fimm dögum heldur en
var á heilu ári fyrir byltinguna.
Verðmæti framleiðslu iðnfyrir-
tækja nemur í ár yfir 200 millj.
rúblna. Nettóágóði af rekstri
sambandsins í ár (1974) verður
um 60 millj. rúblna sem verður
varið til endurbóta og til
greiðslu launauppbóta. Áður
þurfti að greiða 35% af nettó-
hagnaði til ríkisins en nú ný-
lega er það niðurlagt. Fundur-
inn stóð góða stund, því að all-
margir héldu ræður og báru
fram fyrirspurnir. Síðan lauk
fundi með fróðlegri kvikmynd
um atvinnumál o. fl. í Georgíu.
Að fundi loknum var okkur
ekið út fyrir borgina til hinnar
fornu höfuðborgar Georgíu
Mtsketa sem er um hálfrar
klukkustundar akstur frá mið-
borg Tbilisi. Þar var boðið til
skilnaðarveizlu sem sjálfur for-
seti samvinnusambandsins
stjórnaði af mikilli reisn. Réttir
voru margir og sumir nýstár-
legir fyrir norðurlandabúann.
Margvíslegir drykkir voru einn-
ig á borðum. Hópur ungs fólks
lék á hljóðfæri og söng. Ungir
menn sýndu þjóðdansa. Allt
voru þetta starfsmenn sam-
vinnufélagsins í borginni, sem
hefðu þó vel getað verið at-
vinnulistamenn, svo vel léku
þeir og sungu. Hófið var frjáls-
legt og skemmtilegt. Georgíu-
menn kunna greinilega vel að
taka á móti gestum. Við gest-
irnir áttum mótleik, því einn
norsku gestanna sýndi norskan
polka. Vakti það mikla kátinu.
Áður en hófinu lauk höfðu
fulltrúar allra þeirra þjóða sem
þarna áttu hlut að máli flutt
ávörp, fært fram þakkir fyrir
framúrskarandi góðar móttök-
ur, afhent gjafir og borið fram
árnaðaróskir.
Heimsóknin til Georgíu var
bæði fróðleg og skemmtileg.
Georgía er eitt af 15 lýðveld-
um Sovétríkjanna. Landið er
um 69.700 ferkm. og ibúar um
5 millj. Um 67% íbúanna eru
Georgíumenn, 10% Armenar,
9% Rússar. Þau 14% sem þá
eru eftir eru ýmsir aðrir þjóð-
flokkar svo sem Adserbajdsan-
ar, Grikkir, Ukrainumenn,
Gyðingar, Kúrdar o. fl. Höfuð-
borgin Tbilisi, sem hefur yfir
eina milljón íbúa, er gömul
borg sem hefur orðið að þola
súrt og sætt á liðnum öldum.
Nokkrum sinnum hefur hún
verið eyðilögð í hernaðarátök-
um. Borgin stendur á bökkum
árinnar Kura í fögru umhverfi,
og er sambland af gömlu og
nýju, a. m. k. hvað byggingar-
list snertir.
• STIGIÐ UPP í FLUGVÉL
FJÓRTÁN SINNUM
Upp úr hádegi 26. nóv. var
komið á Hótel Russia i Moskvu.
Við höfðum fengið að halda
herbergi okkar meðan á ferð-
inni til Georgíu stóð. Eftir mið-
degisverðarboð höfðum við frí-
an tíma sem við notuðum til að
skoða okkur nokkuð um. Einn-
ig verzluðum við dálítið.
Við kvöldverðarborðið hitt-
um við aftur vin okkar, hr.
Souvorkin, en hann tók á móti
okkur á flugvellinum og sá sér-
staklega um móttöku fulltrúa
frá íslandi og Svíþjóð svo og
um að okkur liði sem bezt með-
an á dvöl okkar stóð í Rúss-
landi. Einnig var þar túlkur-
inn okkar ágæti, frú Natasja.
Við þennan notalega kvöld-
verð þökkuðum við íslending-
arnir þessu góða fólki fyrir dá-
samlegar móttökur og samfylgd
í 10 daga, daga sem seint munu
líða okkur úr minni.
Morguninn eftir fylgdu gest-
gjafar okkar okkur út á flug-
völl. Við fórum með Iljusin
þotu, rússneskri, frá Moskvu-
flugvelli kl. 11 áleiðis til Frank-
furt.
Leiðin lá til vesturs og við
færðum klukkuna aftur um
tvær klukkustundir og lentum
í Frankfurt kl. 12 eftir þriggja
stunda flug.
Eftir eins dags viðdvöl í
Þýzkalandi flugum við til
Kaupmannahafnar. Þar var
stanzað í einn dag. Laugardag-
inn 30. nóv. flugum við heim til
íslands með viðkomu í Osló.
Heim til Borgarness vorum við
komin fyrir miðnætti.
Þessi langa ferð heppnaðist
ágætlega. Ekki hef ég athugað
hversu marga kílómetra við
höfum lagt að baki, en fjórtán
sinnum stigum við upp í flug-
vél og jafn oft út aftur.
Ánægjulegt var að koma heim
að langri ferð lokinni um fjar-
læg lönd. □
VÍSNASPJALL
Gaman er gátuna að ráða,
gleði það veitir um sinn,
eflir mig óspart til dáða,
ánægju við það ég finn.
Þeir fjölmörgu lesendur, sem spreyta sig á að
ráða krossgátu Samvinnunnar halda áfram að
lofa hana i bundnu máli, eins og þessi staka
sýnir, en hana sendi Agnes Guðmundsdóttir
frá Þorlákshöfn.
Nokkrir botnar bárust við fyrripartinn um
fjölgun mannkynsins, en flestir voru þeir svip-
aðir, enda ekki um mörg rímorð að ræða.
Fyrriparturinn var þannig:
Fjölgar á jörðu fólki ört,
fátt er því til varnar.
Og hér fara á eftir nokkur sýnishorn:
Pillan litið getur gjört,
þá gengur upp á maga skjört.
Þ.E.
Framtíð mannkyns finnst ei björt
fljótt á dalnum harnar.
Eitt menn raunar gætu gjört:
að gelda þann sem barnar.
Helgi Gíslason, Hrappsstöðum.
Því eðli karlmanns er svo gjört:
hann elskar konu — og barnar.
Þórður Jónsson,
Laufahlið, Reykjahv., S-Þing.
Fæstum sýnis framtið björt,
fækka úrvalskjarnar.
Ármann Dalmannsson.
Séra Magnús Einarsson (1734—1794), síðast
prestur að Tjörn i Svarfaðardal, var gáfumað-
ur mikill, andríkur kennimaður og skáld gott.
Á skólaárum sínum var hann hjá Þórarni sýslu-
manni Jónssyni á Grund i Eyjafirði, og þótti
honum vistin ekki alls kostar góð. Þessa sléttu-
bandavísu segir Hannes Þorsteinsson að séra
Magnús hafi ort um Þórarin sýslumann:
Dyggðum safnar, varla vann
verkin ódyggðanna,
lygðum hafnar, aldrei ann
athöfn vondra manna.
Önnur sléttubandavisa, enn dýrar kveðin, verð-
ur hér upp tekin:
Dóma grundar, hvergi hann
hallar réttu máli.
Sóma stundar, aldrei ann
örgu pretta táli.
Sameiginlegt með báðum vísunum er það, að
rétt kveðnar eru þær lof, en aftur á bak kveðn-
ar eru þær last.
Höfundur síðari visunnar er séra Jón Þorgeirs-
son á Hjaltabakka (d. 1674). Hann var skáld
gott og búmaður mikill. Séra Jón var þrígiftur,
og átti 6 börn með fyrstu konunni, ekkert með
annarri, en 13 með þeirri þriðju. Meðal þeirra
siðast töldu var Steinn biskup á Hólum (1660—
1793). — Auk þess átti hann tvö börn áður en
hann giftist, sitt með hvorri, svo að börn hans
urðu alls 21 að tölu. — Ljóð hans eru geymd á
Landsbókasafninu. (Kaupfélagsritið).
43