Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 42
Skipzt á skoðunum Framhald af bls. 23. ar verzl. hafa miklu færri. Það er hörmung að sjá þjónana standa hálfaðgjörðalausa í búðinni, jafnvel þó hún sje full. Afgreiðsla svo skerpu- og skeit- ingarlaus, að þó ekki sje höndl- að fyrir meir en upp á 1 kr. tekur það langan tima. Með meira aðhaldi og dugnaði kæmist verzlanin af með miklu færri höndur. Þá gætuð þjer gefið betri prísa eða aktíu ágóðinn yrði meiri. Faktórinn vantar einkanl. aðhald. Hann getur látið og lifað eins og hann vill. Jeg heyrði mörg dæmi upp á það, að hann færði prísa upp eptir eigin geðþótta. ,,Hann verður ríkur á stuttum tima, en við fáum ekkert," sögðu aktíu eigendur. „Hann er ábirgðarlaus og eins for- stjóri, en við verðum að standa í ábirgð með öllum eigum okk- ar, ef fjelagið fellur, og höfum þó ekkert fyrir það,“ sögðu þeir líka. Jeg get ekki skilið betur en þetta seinasta sje satt, og grennslaðist jeg þó eptir því hvað jeg gat. Öll óánægjan, sem kemur af því, sem sagt er, lendir á yður. Alla óreglu í fari faktors gjöra menn að yðar. Það er eins og gengur. En það á líka að vera aðhald fyrir mann sjálfan. Með öllum þeim járnum í eldinum, sem þjer hafið, er yður ómögu- legt að gegna skyldum yðar við Gránufélagið eins og yður ber. Þartil þyrftuð þjer að vera jafnvel meira en maður. — Hlutaeigendur fjelagsins þurfa að fá að vita meir og betur þess gjörðir. Þá finna þeir sig standa fjelaginu nær, hafa meiri áhuga á að hjálpa því fram — bera kærleika til stofn- unarinnar. En nú er það gagn- stæða tilfellið. — Eitt er það, sem jeg skil ekki, nfl. að fjelagið skuli þurfa að borga „commissionera“ í Höfn 12-13 pr. cnt.14) af allri vöru. Þetta vita menn, en ekki hvers vegna. Og það veldur ógleði. Og þessi ógleði mun vaxa og verða yður að meini, nema þjer í tíma sjáið við henni og skýrið „situa- tionina“. Vegna vináttu föður míns til yðar hef jeg álitið skyldu mína að tala um þetta við yður. Þjer fyrirgefið, þó eitthvað kynni að vera öðruvísi en skyldi. Jeg vona þjer leggið áherzlu á og takið tillit til tilgangsins. Með beztu óskum yðar einl. NSThorlaksson.“ Hætt er við að Tryggvi hefði ekki, þegar hér var komið sögu, tekið hverjum sem var það vel upp, sem þannig hefði lesið honum pistilinn. En hér horfði sérstaklega við. Segja mátti, að hlutlaus aðili, utan vettvangs, hefði hér kvatt sér hljóðs; og gagnrýnin virtist borin fram i einlægni, án illkvittni og á við- urkvæmilegan hátt, þ. e. ekki opinberlega, heldur undir fjög- ur augu. Tryggvi hefur komið til Kaup- mannahafnar frá íslandi seint í október þetta haust og þegar í stað tekið til við bréfaskriftir. Hinn 25. nóvember 1884 er röð- in komin að Níels stúdent Þor- lákssyni, en þann dag skrifar Tryggvi honum bréf, sem greinilega vitnar um, að hann kærir sig ekki kollóttan um hugmyndir eða skoðanir unga mannsins. „25. Novemb. 1884 Herra stud. Niels Þorláksson! Jeg hef meðtekið brjef yðar dags. 13. þ.m. og legg hjer með vexel upp á 170 kr., sem jeg færi i reikning Haraldar bróð- ur yðar. — Brjefið sem þjer minnist á til Valgerðar litlu kom fram með góðum skilum, og hún þakkar. — Mörg af kaupskipunum hafa komið frá ísl. þessa næst und- anfarna daga; með þeim komnar helstu frjettir eru þess- ar: Haustið stormasamt, fisk- afli allstaðar heldur lítill, og síldarafli als engin. Þó var nokkur síld komin inn á Eyaf. 10. þ.m., en þá voru Norðmenn allir farnir og snjór og illviðri á Norðurlandi, en skárra á Austurlandi. Veikindi almenn engin. Heyskapur norðan og austan lands varð ágætur svo sauðfje fjölgar nú óðum; en kaupstaðarskuldir vaxa, þær eru nú upp úr öllu hófi. Jeg þakka yður yðar vinsam- legu ummæli um Gránufjelag, mjer er nauðsynlegt að vita hvað aðrir skrafa um mig og það, svo jeg geti breytt og bætt úr því sem jeg finn að er með rökum að fundið; alt það sem þjer skrifið er jeg búin að heyra í mörg ár. Jeg veit það vel að í Eyaf., Fnjóskadal og Bárðardal hefur verið kur i mönnum við Gránufl. og menn þess, svo hefur það verið frá byrjun. Eyfirðingar hafa verið, eru og verða ótætis kynslóð, Sendum viðskiptavinum og starfsfólki beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári KAUPFÉLAG KJALARNESÞINGS Brúarlandi 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað: 9.-10. Tölublað (01.12.1975)
https://timarit.is/issue/291824

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9.-10. Tölublað (01.12.1975)

Aðgerðir: