Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 40
Á þessari mynd, sem tekin er úr lofti, sést vel stærð mannvirkjanna í Scanraff. Fyrsta samvinnufélag bíleigenda 1 Svíþjóð var stofnað þegar árið 1915. OK í Svíþjóð Olíu- og bensínverzlun með samvinnusniði er í Svíþjóð í höndum olíufélags, sem rekur starfsemi sína undir hinu stutta og laggóða nafni OK. Þessir stafir standa fyrir nafnið „Olje- konsumenternas förbund, eko- nomisk förening“, eða Sam- band olíuneytenda, rekstrarfé- lag. Nánar til tekið er hér um samvinnusamband að ræða, sem sér um innflutning og heildsöludreifingu, en smásal- an er að mestu í höndum aðild- arfélaga þess, sem eru sam- vinnufélög bíleigenda og ann- arra olíuneytenda. Fyrsta samvinnufélag bíleig- enda í Svíþjóð var stofnað í Stokkhólmi þegar árið 1915, en önnur bættust fljótlega við. Árið 1926 mynduðu þau með sér samband, „Bilágarnas Ind- köpcentrals", skammstafað IC. í lok síðari heimsstyrj aldar voru stofnuð önnur samtök, „Sveriges Oljekonsumenters Riksförbund“, skammstafað OK. Þessi samtök áttu fyrst og fremst að sjá um innkaup á olíuvörum erlendis frá, og sam- vinnusambandið KF var þar einn af eigendunum, ásamt fleiri samvinnufélögum. Árið 1960 var svo skipulaginu breytt og öll olíuheildsalan sameinuð í núverandi samtök, sem sjá um allan olíuinnflutn- ing, olíuhreinsun og olíuheild- sölu fyrir sænsku samvinnufé- lögin. í dag eru rúmlega 696.000 fé- Ein af nýjustu bensínstöðvum OK í Stokkhólmi. Samtals rekur félagið 400 bensínstöðvar í Svíþjóð. lagsmenn í 30 aðildarfélögum innan OK. Þessi 30 félög eiga rúmlega helminginn af fyrir- tækinu, en stærsti hlutinn af því, sem þá er eftir, er í eigu KF. Auk þess eru ýmis sænsk samvinnufélög meðal eigenda, og oliufélög norskra og danskra samvinnumanna eiga einnig nokkurn hlut. Æðsta stjórn fyrirtækisins er i höndum full- trúaráðs, þar sem sitja 68 manns. Þar af eru 25 fulltrúar frá OK-félögunum, og 25 full- trúar frá KF. Meðal eigna fyrirtækisins eru fimm olíuskip, sem samtals hafa 640.000 lesta burðarmagn. Á næsta ári mun bætast í flot- ann nýtt skip, að burðarmagni 230.000 lestir. Heildarsala fyrir- tækisins 1974 var 1.955,4 milj. sænskra króna, þegar virðis- aukaskattur hafði verið dreg- inn frá. OK er stærsti aðilinn á olíusölumarkaðnum i Svíþjóð, en markaðshlutfall þess þar er um 14%. Nýjasta framkvæmd OK er bygging olíuhreinsunarstöðvar- innar Scanraff við Brofjörð í Lysekil. Þessi olíuhreinsunar- stöð tók til starfa í ársbyrjun sl„ og er árleg afkastageta hennar áætluð 8 milj. lesta af óhreinsaðri olíu. Stöðin er byggð í samvinnu við banda- ríska oliufélagið Texaco, og á OK 80% stöðvarinnar, en Texa- co 20%. Mun síðarnefnda fé- lagið sjá stöðinni fyrir um helmingi þess olíumagns, sem hún hreinsar. - e. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.