Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 40
Á þessari mynd, sem tekin er úr
lofti, sést vel stærð mannvirkjanna
í Scanraff.
Fyrsta samvinnufélag
bíleigenda 1 Svíþjóð
var stofnað þegar árið
1915.
OK
í Svíþjóð
Olíu- og bensínverzlun með
samvinnusniði er í Svíþjóð í
höndum olíufélags, sem rekur
starfsemi sína undir hinu stutta
og laggóða nafni OK. Þessir
stafir standa fyrir nafnið „Olje-
konsumenternas förbund, eko-
nomisk förening“, eða Sam-
band olíuneytenda, rekstrarfé-
lag. Nánar til tekið er hér um
samvinnusamband að ræða,
sem sér um innflutning og
heildsöludreifingu, en smásal-
an er að mestu í höndum aðild-
arfélaga þess, sem eru sam-
vinnufélög bíleigenda og ann-
arra olíuneytenda.
Fyrsta samvinnufélag bíleig-
enda í Svíþjóð var stofnað í
Stokkhólmi þegar árið 1915, en
önnur bættust fljótlega við.
Árið 1926 mynduðu þau með
sér samband, „Bilágarnas Ind-
köpcentrals", skammstafað IC.
í lok síðari heimsstyrj aldar
voru stofnuð önnur samtök,
„Sveriges Oljekonsumenters
Riksförbund“, skammstafað
OK. Þessi samtök áttu fyrst og
fremst að sjá um innkaup á
olíuvörum erlendis frá, og sam-
vinnusambandið KF var þar
einn af eigendunum, ásamt
fleiri samvinnufélögum. Árið
1960 var svo skipulaginu
breytt og öll olíuheildsalan
sameinuð í núverandi samtök,
sem sjá um allan olíuinnflutn-
ing, olíuhreinsun og olíuheild-
sölu fyrir sænsku samvinnufé-
lögin.
í dag eru rúmlega 696.000 fé-
Ein af nýjustu bensínstöðvum OK í Stokkhólmi. Samtals rekur félagið 400 bensínstöðvar í Svíþjóð.
lagsmenn í 30 aðildarfélögum
innan OK. Þessi 30 félög eiga
rúmlega helminginn af fyrir-
tækinu, en stærsti hlutinn af
því, sem þá er eftir, er í eigu
KF. Auk þess eru ýmis sænsk
samvinnufélög meðal eigenda,
og oliufélög norskra og danskra
samvinnumanna eiga einnig
nokkurn hlut. Æðsta stjórn
fyrirtækisins er i höndum full-
trúaráðs, þar sem sitja 68
manns. Þar af eru 25 fulltrúar
frá OK-félögunum, og 25 full-
trúar frá KF.
Meðal eigna fyrirtækisins eru
fimm olíuskip, sem samtals
hafa 640.000 lesta burðarmagn.
Á næsta ári mun bætast í flot-
ann nýtt skip, að burðarmagni
230.000 lestir. Heildarsala fyrir-
tækisins 1974 var 1.955,4 milj.
sænskra króna, þegar virðis-
aukaskattur hafði verið dreg-
inn frá. OK er stærsti aðilinn
á olíusölumarkaðnum i Svíþjóð,
en markaðshlutfall þess þar er
um 14%.
Nýjasta framkvæmd OK er
bygging olíuhreinsunarstöðvar-
innar Scanraff við Brofjörð í
Lysekil. Þessi olíuhreinsunar-
stöð tók til starfa í ársbyrjun
sl„ og er árleg afkastageta
hennar áætluð 8 milj. lesta af
óhreinsaðri olíu. Stöðin er
byggð í samvinnu við banda-
ríska oliufélagið Texaco, og á
OK 80% stöðvarinnar, en Texa-
co 20%. Mun síðarnefnda fé-
lagið sjá stöðinni fyrir um
helmingi þess olíumagns, sem
hún hreinsar. - e. □