Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 21
Og þá var þetta víst venju- leg sveit, úr því að pabbi þeirra hélt það, eða hér um bil venju- leg sveit. En samt full af lifi og ævintýrum og merkilegum at- vikum. Á einni stoðinni var langur karl, mestur í herðunum, en ósköp visinn niður um sig, að lemja utan hálfhruninn hrauk. Þær vissu svo sem, hver þetta var: Gunnar á Fljótsbakka, sem einu sinni hafði komið heim af hrossamarkaði, blind- fullur karlskömmin, og ráðizt i misgripum á taðhrauk úti á túnbala. Þær höfðu heyrt gesti, sem drukku kaffi i eldhúsinu í Smádölum, segja söguna af þvi. Hann hélt, að þarna væri kominn rækallans prangarinn, sem ginnti út úr honum reið- hestinn á markaðnum, sögðu þeir, og veltust um af hlátri. Þetta var fyrir tuttugu eða þrjátíu árum, og enn var karl- anginn að lumbra á hrossa- prangaranum: Skánirnar flugu i allar áttir. Á þessari sömu stoð var líka neflöng kerling, ríðandi á priki, og barði fótstokkinn. Hún var ekki mennsk: Vitaskuld Kol- rassa Krókríðandi. Ef bjart var yfir, var þessi kerling þó bara góðlátlega skringileg, en þegar gekk á með hryðjur og þungir regndropar buldu á nöktu bárujárnsþakinu, svo að ekki sé minnzt á haglél, varð hún svo illileg á svip, að telpunum stóð ekki á sama. Uppi á syllu var stór fugl á flugi, goggurinn íboginn, og virtist til alls bú- inn. — Aldrei hefur hann þó gert neina skömm af sér, fuglinn sá arna — eiga má hann það, sagði Smádalabóndinn með heystinginn i hendinni, skegg- ið á Ármanni hálft niðri í greipinni. Haldið þið, að hann fari nokkuð að glettast við okkur? En telpunum þótti það viss- ara, sem vissara var. Þegar vindurinn raulaði með drunga- legra móti við upsir og stafna, fóru þær að bæjardyrunum hjá frú Móeiði, og Dúfa, sem var fyrir þeim, kallaði inn til hennar að hafa gát á krökk- unum sínum, þegar færi að skyggja, þessum litlu ærsla- belgjum. — Ekki veldur sá, er varar annan, sagði þá pabbi þeirra og kipraði eilítið annað munn- vikið um leið og hann renndi hendi um stæðuna sina eins og hann væri að gæla við hana með gómunum. Telpurnar fóru líka fram í fjárhúsið. Það var þeirra emb- ætti og trúnaðarstarf að sópa garðana og láta moðið i poka, og úr þessum poka átti að hvolfa úti á hól bak við húsin. Þar var krökkt af snjótittling- um, þegar snjór var á jörðu — það voru lítil stýri með mógul- an koll og klumbunef og ein- kennilega miklir í herðunum eins og Gunnar gamli á Bakka, og flugu allir upp, ef einn gerði það. — Smátt er morið, sem tittl- ingsnefinu gagnast, sagði Smá- dalabóndi. Þó þarf að hygla þessum skinnum eins og öðru, sem leitar á náðir manns. í leiðindaveðri var ánum bara hleypt út til þess að vatna þeim, en fengu svo að koma strax inn aftur, svo að þær yrðu ekki blautar og hraktar. Þá stóðu þær hér og þar í krókum, sumar tómlátar og af- skiptalausar eins og hlédrægt fólk, sem ekkert er að trana sér fram — kannski líka stutt í spuna við fyrsta ávarp. Aðr- ar voru ýtnar og mannblendn- ari: Þær ráku snoppuna upp í garðann og þefuðu af fótunum á telpunum — risu jafnvel hálfvegis upp á endann við garðann og teygðu hausinn yf- ir jötubandið af feimnislausri heimtufrekju og voru að sníkja mat. En þó að þær væru með stór horn og gerðu sig heima- komnar, þá höfðu telpurnar aldrei verið smeykar við þær nema þegar þær voru agnar- litlar og voðalega miklir kján- ar. í myrkri glóði í rauð augu um öll fjárhúsin. Þá hefði get- að farið um einhvern, sem ekki var jafnhúsavanur og Smá- dalasystur. Hvers vegna hefðu þær átt að vera hræddar? Þær þekktu ærnar og vissu meira að segja, hvað margar þeirra hétu og hverjar voru mæðgur og syst- ur. Það var alveg eins og með konurnar á bæjunum í kring, og reyndar voru þær sumar snoðlíkar þessum konum: Hringhyrna, þessi stóra og föngulega ær, nokkuð aðsóps- mikil og snúðug, hafði meira en lítinn svip af Arndísi á Strönd, þegar hún var komin i upphlut og hárið í bylgjum kring um skotthúfuna. Snotra aftur á móti, ung og fríð og þybbin með gulan hnakka og dúaði öll, þegar hún hreyfði sig — það var engin önnur en Jóna á Bakka. Og Fóstra með leyfi að segja — á hvern hald- ið þið, að hún hafi minnt þær nema móður þeirra? Um það töluðu þær aldrei nema sín á milli. — Það er og, sagði faðir þeirra — ykkur finnst þeim Framhald á bls. 47. Nýr mórall MÓRALL NÚTÍMANS er gamall, kirfilega miðaður við efnis- leg gæði og mannslíkamann og hversu menn breyta hverjir við aðra, mórall hins sterka sem þó er minntur á að vera eins við aðra og hann vill að þeir séu við hann — útmetið prang- arasjónarmið og heldur öfugt. En illar hugsanir varða ekki við nein lög. Glæpur er varla glæpur nema auðvelt sé að skilgreina hann að almannaáliti og komist upp. Og þá er hinn seki tekinn með valdi og oftast látinn þola eitthvað sem teldist stórglæpur ef unnið væri af öðrum en almannavaldi, til að mynda gerður höfði styttri eða lokaður inni. Slíkt heitir þá refsing, mörg- þúsund ára gamall ósómi frá villimönnum sem engu hefur til bóta þokað í mannslífinu, ofbeldi gegn ofbeldi, formúlan auga fyrir auga og tönn fyrir tönn í lélegu dulargervi, enda sjá allir að refsing kemur ekki til greina nema sakamaðurinn sé minniháttar, rétt einsog foreldrar berja börn sín einungis afþví þeir ráða við þau. Nýr mórall verður andstæða þessarar villimennsku. Hann miðast við einstaklinginn sem lifandi veru, skyni og tilfinn- ingum gædda, sem skoðast helg og sérstæð birting lífs, tilfinn- ingar jafnfriðhelgar og líkaminn, og æðsta boðorðið: þú skalt ekki særa, án alls kaupskapar um hvað hendir sjálfan þig. Þá er allt í eðli sínu gott, eða fremur hvorki illt né gott. Gott og illt eru aðeins hugtök sem miklu vondu hafa til leið- ar komið! Spurningin um góða menn og vonda fellur úr gildi, enda bara útskýring: sumir í sumum tilfellum skilgreindir vondir svo leyfilegt sé að traðka á þeim. Aðalbreytingin er einmitt sú að gott og illt er úr sögunni. Sá mælikvarði hæfir ekki tilverunni. Hún er merkilegri en það. Hún er í heild einsog ferskleiki, andrúmsloftið, sólskinið og regn himinsins, sjálfsögð dásemd og óendanleg uppspretta fagnaðar. Enginn hefur neitt að fyrirgefa því sú tilfinning er horfin að nokkur sé nokkurntíma brotlegur. Sá „brotlegi“ er ekki brotlegur, heldur ógæfusamur. Þetta sem kallast vont í fari manna, þetta sem veldur þján- ingu, telst misskilningur. Verknaður sem í dag kallast glæpur skilgreinist sem slys, geðveiki eða vanþroski. Sá sem ekki gegnir eðlilegum lífsskyldum sínum, lifir að þarflausu á annarra erfiði, annast ekki afkvæmi sín, verður talinn sinnisveikur og brjóstumkennanleg persóna. Engan má neyða til neins. Álitið verður jafnámælisvert að særa tilfinningar manns, skaprauna, stríða eða hafa að skotspæni á einhvern hátt eins og valda líkamlegum sársauka. Hverskonar andlegt ofbeldi verður talið algerlega óverj- andi athæfi, og tilhneiging til þess hinn hvimleiðasti sjúk- dómur. Þarundir heyra allavega tilraunir til heilaþvottar, áróður, bæði pólitískur og trúarlegur, og sömuleiðis að freista að ginna menn með fagurgala og skrumi einsog títt er í auglýsingum ... Þeirri mótbáru verður hreyft að fólk skorti þroska til að lifa slíkan móral, manneðlinu verði naumast breytt. En það er ekkert að athuga við manneðlið, heldur þarf að losna við margvíslegan óvana, hugsunarhátt og uppeldis- máta sem borist hefur meira og minna óafvitað kynslóð fram af kynslóð allt frá steinöld. Mér sýnist stór hluti manna hafa nægan þroska til að búa í samfélagi þarsem hugtökin gott og illt eru þurrkuð út. Mannkynið á fyrir sér að ganga úr reyfinu að þessu leyti, og tilburðir að bylta þjóðfélögum nútímans eru ómeðvitaðir fyrirboðar þess. Mönnum láist bara að athuga að mannkynið er ekkert nema einstaklingar, og bylting þarf að fara fram í sálarlífi hvers og eins. Það er einasta byltingin. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.