Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 29
Í4.jfe
tMlZ Mlm
iSW
’tvrmr* 9» +***"*»*•» »*“ ;i - ■ «?«iv - ■,* v:.
'^rWW^my 'ÆM
mm, • y' -i!M í 1 icr, >; ■r. /
rMti
.^r,':;'-r--;M~;-'cA;>,'s;ri7^:i
! ■ l:;-.!" J\. ;:L- !:;.L’'r !';/ !.!J; 7-h! 7-'"
'MÍnmBM
•«vj
Sfinxinn: Napoleon skaut af hon-
um nefið, en hermenn hans héldu
að það blæddi úr sárinu, af því að
nýbrotið bergið varð rautt.
mynd, spyr ég bara til að vita
hvað hún segi.
— Þú sérð þarna hellulagða
braut sem liggur að öðrum
stóra pýramidanum. Álitið er
að þá hafi þarna verið yfir-
byggður vegur eða gangur úr
múmiugerðinni hérna við hlið-
ina.
— Ég sé það, svara ég, en
gat þetta ekki eins verið mað-
ur með ljónshaus?
Hún kippist við og horfir á
mig, en fer svo að tala um eitt-
hvað annað.
Svo billega vil ég þó ekki
láta hana sleppa.
— Frú, segi ég. í Evrópu hafa
gengið miklar sagnir um myst-
eríur Egyptalands.
Hún ætlar að grípa framí
fyrir mér.
— Afsakaðu frú, má ég halda
áfram? Mér er sagt að síðustu
mysteriunum hafi verið lokað
um 520 e. K., og næstu aldirnar
þar á undan hafi sú dularfulla
starfsemi sem því nafni er
nefnd stöðugt verið að dragast
saman og þeim stöðum að
fækka þarsem þeim var haldið
uppi. Sum salarkynni sem við
mysteríur voru notuð eru talin
hafa verið neðanjarðar að
nokkru eða öllu leyti, og þeim
hafi verið lokað rammbyggi-
lega þegar hætt var.
Konan horfir á mig, ég tek
eftir að hún er miklu likari
andlitum fornra mynda en ar-
öbunum sem öllu ráða nú. Hún
var líka kopti. Og einhvern
áhuga hefur hún á þessu efni
eða er hún kannski bara hæ-
verskur áheyrandi?
— Prestarnir eru sagðir hafa
kunnað að láta stóreflisbjörg
renna á sliskjum fyrir dyrnar
innanfrá, og utanfrá var eftir
það ekkert að sjá nema heilan
vegg, held ég áfram.
— Ætli einhverjir hafi þá
ekki kosið að verða eftir inni?
segir hún og lítur beint framaní
mig. Þú minntist á Ijónmann-
inn — hann var víst ekki sama
og sfinxinn.
— Tákna ekki báðir þann
sem vigir? svara ég.
— Jú, en þó fremur ljónmað-
urinn. Annars veit ég ekkert
um hvað gert var hér til forna
í þessu efni. Það veit enginn
fyrir víst. Það er sennilega
misskilningur að Evrópumenn
hafi ráðið allt táknmál eg-
ypskra trúarbragða, (hún not-
aði ekki orðið „religion“ held-
ur hikaði dálitla stund, og það
var ég sem skaut því orði inní
fyrir hana). Það hefur ýmsum
dottið í hug að sfinxinn leyndi
innganginum að miklu neðan-
jarðar musteri.
Hún lítur aftur beint fram-
aní mig:
— Þú ert mystíker.
Nú er mitt hlutskipti að
hika:
— Ja, ég grúska í svonalög-
uðu.
Hún horfir úti bláinn og
heldur áfram:
— Það er sagt að kjarni þess
sem fram fór leynilega í
menntastofnunum Forn-Egypta
hafi verið að kenna mönnum
þá list að deyja. Það er í sjálfu
sér áhugaverð stúdia, því öll
deyjum við einhverntíma.
— Já, svara ég. Fannst þeim
ekki að dauðinn væri hámark
lífsins?
— Það er fræðslan um Kha.
Þekkirðu hana?
— Lítið.
— Að geta verið til þótt mað-
ur deyi. Að fara lifandi í gegn-
um dauðann....
Rétt i þessum svifum kemur
trúboðinn vinur minn og ind-
verski presturinn fylgir honum
einsog tryggur hundur.
— Kannski Mr. Hjálmarsson
vilji borða með okkur í veit-
ingahúsinu hérna skammt frá?
Konan feitlagna er allt í einu
á bak og burt. Ég sé henni að-
eins bregða fyrir inní hópi ít-
ölsku túristanna, og nú veiti ég
þvi athygli að hún er á græn-
um kjól.
Ég slæst í för með guðsmönn-
unum.
— Þú ert hugsi, Mr. Hjálm-
arsson, segir trúboðinn. En þú
átt áreiðanlega eftir að koma
hér aftur. Þú ert blaðamaður.
En þetta er voldugur staður,
Mr. Hjálmarsson.
Já, voldugur staður, sannar-
lega voldugur staður!
Ritað upp eftir ferða-
punktum frá 1964.
Reykjavík, 9.11.1975. Q
35